Íslensk klisja í afmælisgjöf Sif Sigmarsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:45 Dóttir mín á afmæli í dag. Hún er fimm ára. Þrátt fyrir að vera ung að árum er langt síðan hún uppgötvaði neysluhyggjuna. Tveggja ára gekk hún um verslanir, benti á hluti af handahófi og suðaði: „Má ég fá svona, má ég fá svona, má ég fá eitthvað?“ Þótt sjálfsmynd mín sé sú að ég sé hatrammur baráttumaður gegn kaupæði og ruslsöfnun samtímans og ég ali börn mín upp í nægjusemi, frjáls undan ægivaldi Mammons, bendir ástand svefnherbergis dótturinnar til annars. Ætla mætti að herbergið hefði orðið fyrir aurskriðu af dóti. Barnið veit ekki hvernig gólfteppið er á litinn því það hefur ekki sést til þess síðan 2016 fyrir Barbie dúkkum sem liggja flatar undir Legó-húsum sem hrunin eru til grunna, heilu Sylvania fjölskyldunum sem orðið hafa fyrir leikfangalestum, þreklausum handbrúðum sem glatað hafa lífsþorstanum og prinsessubúningum sem liggja flatir eins og fallið konungsfólk í frönsku byltingunni. Ef allir týndu sokkar heimilisins, stytta eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur og flugvél Ameliu Earhart kæmu í leitirnar næst þegar tekið verður til í herberginu yrði ég ekki hissa. Í ljósi þessa kapítalíska hamfarasvæðis vildi ég ekki gefa dótturinni dót í afmælisgjöf. Ég vildi gefa henni eitthvað sem gagnaðist henni en líka eitthvað sem gleddi hana. En með hverju gleður maður einhvern sem stendur í þeirri trú að ærandi rafhlöðuknúnu vitsugurnar úr litskrúðuga plastinu frá Fisher Price gefi lífinu lit?Tindar í tungunni Sem Íslendingur sem búið hefur öll sín fullorðinsár í útlöndum er ég stundum eins og lúðulaki sem ferðaðist til landsins með tímavél þegar ég sæki Ísland heim. Ég á ekki úlpu frá 66°Norður, ég er ekki að þjálfa fyrir maraþon, klíf ekki fjöll, á ekki Omaggio-vasa, held að Hlemmur sé strætóstoppistöð og hef ekki smakkað Valdís. Það sama á við þegar kemur að íslenskri tungu; ég er steingervingur sem talar í tískuorðum sem síðast voru í almennri notkun þegar fólk í fötum úr Vinnufatabúðinni hékk á Prikinu og Sölvi í Quarashi var bókstaflega Sölvi í Quarashi; orðum eins og: ýkt; stulli; súperdós. En á meðan fjarlægðin við Ísland í tíma og rúmi gerir mig geðveikt halló (segir maður enn þá halló – eða er halló að segja halló?) er sýnin í hina áttina þveröfug. Fjarlægðin við heimahagana skýrir fyrir mér það sem hæst ber í flottheitum á Íslandi. Tískustraumar í klæðaburði, neyslumynstri og innanhússhönnun birtast mér í fjarska eins og Íslands fjöll rísa úr útsæ (hér gæti ég bætt við: „með eld í hjarta þakin mjöll“ en ég er ekki alveg svo halló). Það sama gildir um tungumálið en í því greini ég reglulega tinda sem ekki eru mér tamir: fössari; bolur; fólkið mitt (hvað varð um fjölskylduna?); og loks, Mount Everest – eða Hvannadalshnúkur – íslenskrar tungu sumarið 2018: Lifa og njóta. Á Facebook eru allir að lifa og njóta: Horfi á sólarlagið #lifaognjóta. Bera tærnar á sólarströnd við Miðjarðarhafið #lifaognjóta. Sit á dollunni án þess að börnin standi bankandi á baðherbergishurðina #lifaognjóta. Peningar og hamingjan Sagt er að peningar kaupi ekki hamingju. Það er hins vegar rangt. Rannsóknir sýna að hægt er að kaupa sér hamingju kaupi maður lífsreynslu en ekki hluti. Afmæli dótturinnar hittir á sumarfrí fjölskyldunnar í Portúgal. Sú stutta hefði eflaust viljað fagna áfanganum með veislu og tilheyrandi pakkaflóði á hamfarasvæðinu. En þegar maður er fimm er maður undirorpinn geðþótta foreldra sinna, duttlungafullri lífsspeki þeirra og örvæntingarfullum tilraunum þeirra til að vera ekki halló. Í stað þess að lifa og neyta í tilefni dagsins eins og venjan er fær dóttir mín lexíu í fimm ára afmælisgjöf, klisju sem tröllríður nú íslenskri tungu: Í dag verður henni kennt „að lifa og njóta“. Afmælisgjöfin verður ferð á ströndina og kannski íspinni. Vonandi verður mér fyrirgefið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Dóttir mín á afmæli í dag. Hún er fimm ára. Þrátt fyrir að vera ung að árum er langt síðan hún uppgötvaði neysluhyggjuna. Tveggja ára gekk hún um verslanir, benti á hluti af handahófi og suðaði: „Má ég fá svona, má ég fá svona, má ég fá eitthvað?“ Þótt sjálfsmynd mín sé sú að ég sé hatrammur baráttumaður gegn kaupæði og ruslsöfnun samtímans og ég ali börn mín upp í nægjusemi, frjáls undan ægivaldi Mammons, bendir ástand svefnherbergis dótturinnar til annars. Ætla mætti að herbergið hefði orðið fyrir aurskriðu af dóti. Barnið veit ekki hvernig gólfteppið er á litinn því það hefur ekki sést til þess síðan 2016 fyrir Barbie dúkkum sem liggja flatar undir Legó-húsum sem hrunin eru til grunna, heilu Sylvania fjölskyldunum sem orðið hafa fyrir leikfangalestum, þreklausum handbrúðum sem glatað hafa lífsþorstanum og prinsessubúningum sem liggja flatir eins og fallið konungsfólk í frönsku byltingunni. Ef allir týndu sokkar heimilisins, stytta eftir listakonuna Steinunni Þórarinsdóttur og flugvél Ameliu Earhart kæmu í leitirnar næst þegar tekið verður til í herberginu yrði ég ekki hissa. Í ljósi þessa kapítalíska hamfarasvæðis vildi ég ekki gefa dótturinni dót í afmælisgjöf. Ég vildi gefa henni eitthvað sem gagnaðist henni en líka eitthvað sem gleddi hana. En með hverju gleður maður einhvern sem stendur í þeirri trú að ærandi rafhlöðuknúnu vitsugurnar úr litskrúðuga plastinu frá Fisher Price gefi lífinu lit?Tindar í tungunni Sem Íslendingur sem búið hefur öll sín fullorðinsár í útlöndum er ég stundum eins og lúðulaki sem ferðaðist til landsins með tímavél þegar ég sæki Ísland heim. Ég á ekki úlpu frá 66°Norður, ég er ekki að þjálfa fyrir maraþon, klíf ekki fjöll, á ekki Omaggio-vasa, held að Hlemmur sé strætóstoppistöð og hef ekki smakkað Valdís. Það sama á við þegar kemur að íslenskri tungu; ég er steingervingur sem talar í tískuorðum sem síðast voru í almennri notkun þegar fólk í fötum úr Vinnufatabúðinni hékk á Prikinu og Sölvi í Quarashi var bókstaflega Sölvi í Quarashi; orðum eins og: ýkt; stulli; súperdós. En á meðan fjarlægðin við Ísland í tíma og rúmi gerir mig geðveikt halló (segir maður enn þá halló – eða er halló að segja halló?) er sýnin í hina áttina þveröfug. Fjarlægðin við heimahagana skýrir fyrir mér það sem hæst ber í flottheitum á Íslandi. Tískustraumar í klæðaburði, neyslumynstri og innanhússhönnun birtast mér í fjarska eins og Íslands fjöll rísa úr útsæ (hér gæti ég bætt við: „með eld í hjarta þakin mjöll“ en ég er ekki alveg svo halló). Það sama gildir um tungumálið en í því greini ég reglulega tinda sem ekki eru mér tamir: fössari; bolur; fólkið mitt (hvað varð um fjölskylduna?); og loks, Mount Everest – eða Hvannadalshnúkur – íslenskrar tungu sumarið 2018: Lifa og njóta. Á Facebook eru allir að lifa og njóta: Horfi á sólarlagið #lifaognjóta. Bera tærnar á sólarströnd við Miðjarðarhafið #lifaognjóta. Sit á dollunni án þess að börnin standi bankandi á baðherbergishurðina #lifaognjóta. Peningar og hamingjan Sagt er að peningar kaupi ekki hamingju. Það er hins vegar rangt. Rannsóknir sýna að hægt er að kaupa sér hamingju kaupi maður lífsreynslu en ekki hluti. Afmæli dótturinnar hittir á sumarfrí fjölskyldunnar í Portúgal. Sú stutta hefði eflaust viljað fagna áfanganum með veislu og tilheyrandi pakkaflóði á hamfarasvæðinu. En þegar maður er fimm er maður undirorpinn geðþótta foreldra sinna, duttlungafullri lífsspeki þeirra og örvæntingarfullum tilraunum þeirra til að vera ekki halló. Í stað þess að lifa og neyta í tilefni dagsins eins og venjan er fær dóttir mín lexíu í fimm ára afmælisgjöf, klisju sem tröllríður nú íslenskri tungu: Í dag verður henni kennt „að lifa og njóta“. Afmælisgjöfin verður ferð á ströndina og kannski íspinni. Vonandi verður mér fyrirgefið.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun