Vit og strit Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 25. ágúst 2018 08:45 Fjölmiðlanefnd fer með heilmikið opinbert vald, sem hún beitir gegn þeim sem síst skyldi. Stóru málin, eins og margháttaðan síendurtekinn yfirgang RÚV í viðkvæmri samkeppni, lætur hún óátalin en sýnir viðkvæmum nýgræðingum tennurnar. Í skrautlegum margliða úrskurði í gær var sjónvarpsstöðinni Hringbraut, litlu sprotafyrirtæki, gert að greiða tveggja milljóna sekt vegna meintra brota sem erfitt er að átta sig á. Hringbraut er örlítil viðbót á litlum markaði og gerir engum mein með rekstri sínum. Þvert á móti – þar er oft fínasta sjónvarpsefni um menn og málefni sem lengi lifir og fólk horfir á þegar því hentar. Vitnað er í stöðina í öðrum miðlum og á netinu. Hún bætir við umræðuna. Allir nema fjölmiðlanefnd sjá, að stöðin er rekin af vanefnum. Tvær milljónir króna eru ekki hristar fram úr erminni í rekstrinum. Ekki er ljóst hvert fyrirmynd fjölmiðlanefndar er sótt. Oft er horft til Bretlands í leit að því sem vel er gert í fjölmiðlaumhverfinu. Þar starfar „The Press Complaints Commission“ á vegum prentmiðlanna sjálfra. Önnur álíka stofnun, Ofcom, veitir ljósvakamiðlum aðhald, hefur eftirlit með samkeppnisreglum og tekur við kvörtunum vegna efnistaka, þyki fólki gert á sinn hlut. Miðlarnir sjálfir leggja henni til rekstrarfé. Almennt viðhorf er að best fari á því að svona batterí séu aðgerðalítil, öryggisventill ef hlutir fara úr böndunum. En hjá fjölmiðlanefnd er mikið fjör. Hún réttlætir tilveru sínu með því að láta reglulega í sér heyra. Betur vinnur vit en strit ætti að vera kjörorðið, en er það greinilega ekki. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sprotamiðils sem fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir, sagði fyrir nokkru: „En fjölmiðlum er að blæða út. Starfsmannavelta er ótrúlega há. Laun eru alltof lág, starfsumhverfið er alltof íþyngjandi og rekstrarforsendurnar sífellt að verða verri.“ Þetta er kjarni málsins. Stjórnmálamenn þykjast flestir sjá myndina sem Þórður Snær lýsir. Nefndarálitin hrannast upp frá hverri ríkisstjórninni á fætur annarri. En aðgerðir til úrbóta láta á sér standa. Vonir voru bundnar við nýjan menntamálaráðherra þegar ríkisstjórnin tók við fyrir bráðum ári. Fátt bendir til að hún ætli að láta til sín taka. Ríkisútvarpið er gott fyrir sinn hatt og fáir efast um tilverurétt þess. En tímabært er að marka því skýrari ramma, sníða dagskrá þess að þörfum dagsins í dag. Byrja mætti á að spara háar fjárhæðir í innkaupum á erlendu efni og létta einkastöðvum lífið með því að hætta yfirboðum í innkaupum. Erfitt er að sætta sig við að ríkisstyrkt stofnun standi í slíku og furðulegt að engin lög nái yfir slíkt hátterni. Stofnunin fær 4 milljarða frá ríkinu og rúma tvo til viðbótar á auglýsingamarkaði. Samkeppnin er rammskökk. Fjölmiðlanefnd ætti að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að eltast við tittlingaskít öllum til ama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Fjölmiðlanefnd fer með heilmikið opinbert vald, sem hún beitir gegn þeim sem síst skyldi. Stóru málin, eins og margháttaðan síendurtekinn yfirgang RÚV í viðkvæmri samkeppni, lætur hún óátalin en sýnir viðkvæmum nýgræðingum tennurnar. Í skrautlegum margliða úrskurði í gær var sjónvarpsstöðinni Hringbraut, litlu sprotafyrirtæki, gert að greiða tveggja milljóna sekt vegna meintra brota sem erfitt er að átta sig á. Hringbraut er örlítil viðbót á litlum markaði og gerir engum mein með rekstri sínum. Þvert á móti – þar er oft fínasta sjónvarpsefni um menn og málefni sem lengi lifir og fólk horfir á þegar því hentar. Vitnað er í stöðina í öðrum miðlum og á netinu. Hún bætir við umræðuna. Allir nema fjölmiðlanefnd sjá, að stöðin er rekin af vanefnum. Tvær milljónir króna eru ekki hristar fram úr erminni í rekstrinum. Ekki er ljóst hvert fyrirmynd fjölmiðlanefndar er sótt. Oft er horft til Bretlands í leit að því sem vel er gert í fjölmiðlaumhverfinu. Þar starfar „The Press Complaints Commission“ á vegum prentmiðlanna sjálfra. Önnur álíka stofnun, Ofcom, veitir ljósvakamiðlum aðhald, hefur eftirlit með samkeppnisreglum og tekur við kvörtunum vegna efnistaka, þyki fólki gert á sinn hlut. Miðlarnir sjálfir leggja henni til rekstrarfé. Almennt viðhorf er að best fari á því að svona batterí séu aðgerðalítil, öryggisventill ef hlutir fara úr böndunum. En hjá fjölmiðlanefnd er mikið fjör. Hún réttlætir tilveru sínu með því að láta reglulega í sér heyra. Betur vinnur vit en strit ætti að vera kjörorðið, en er það greinilega ekki. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, sprotamiðils sem fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir, sagði fyrir nokkru: „En fjölmiðlum er að blæða út. Starfsmannavelta er ótrúlega há. Laun eru alltof lág, starfsumhverfið er alltof íþyngjandi og rekstrarforsendurnar sífellt að verða verri.“ Þetta er kjarni málsins. Stjórnmálamenn þykjast flestir sjá myndina sem Þórður Snær lýsir. Nefndarálitin hrannast upp frá hverri ríkisstjórninni á fætur annarri. En aðgerðir til úrbóta láta á sér standa. Vonir voru bundnar við nýjan menntamálaráðherra þegar ríkisstjórnin tók við fyrir bráðum ári. Fátt bendir til að hún ætli að láta til sín taka. Ríkisútvarpið er gott fyrir sinn hatt og fáir efast um tilverurétt þess. En tímabært er að marka því skýrari ramma, sníða dagskrá þess að þörfum dagsins í dag. Byrja mætti á að spara háar fjárhæðir í innkaupum á erlendu efni og létta einkastöðvum lífið með því að hætta yfirboðum í innkaupum. Erfitt er að sætta sig við að ríkisstyrkt stofnun standi í slíku og furðulegt að engin lög nái yfir slíkt hátterni. Stofnunin fær 4 milljarða frá ríkinu og rúma tvo til viðbótar á auglýsingamarkaði. Samkeppnin er rammskökk. Fjölmiðlanefnd ætti að gera eitthvað í því í staðinn fyrir að eltast við tittlingaskít öllum til ama.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun