Þrír mánuðir síðan skipunartími rannsóknarnefndar rann út Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. ágúst 2018 17:00 Nefndarmenn tilheyra ekki daglegri starfsemi og eru því öllu jafna ekki í fullu starfi. Þeir hins vegar afgreiða rannsóknarskýrslur starfsmanna á alvarlegum slysum í lofti, láði og sjó. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Rannsóknarnefnd samgönguslysa er ekki starfandi eftir að skipunartími nefndarmanna rann út í lok maí og nú tæpum þremur mánuðum síðar hefur samgönguráðherra enn ekki skipað nýja nefnd. Fresta hefur þurft afgreiðslu mála sökum þess að nefndarmenn eru án umboðs. Rannsóknarnefndir flug, umferðar- og sjóslysa voru sameinaðar í eina nefnd, Rannsóknarnefnd samgönguslysa, í febrúar 2013 með nýjum lögum sem tóku gildi fyrsta júní sama ár. Nefndin er skipuð 7 aðalmönnum og 6 varamönnum og hafa nefndarmenn faglegan bakgrunn á hverju sviði fyrir sig og sitja nefndarfundi á því sviði sem bakgrunnur þeirra nær til. Nefndarmenn tilheyra ekki daglegri starfsemi og eru því öllu jafna ekki í fullu starfi. Þeir hins vegar afgreiða rannsóknarskýrslur starfsmanna á alvarlegum slysum í lofti, láði og sjó. Morgunblaðið greindi fyrst frá því í morgun að skipunartími nefndarmanna hafi runnið út 31. maí síðastliðinn og er því Rannsóknarnefndin ekki starfandi sem stendur. Fram kemur í Morgunblaðinu að sá hluti nefndarinnar sem annast rannsóknir sjóslysa hafi ætlað að funda síðastliðinn föstudag, eins og tiltekið var í starfsáætlun en ekkert hafi orðið af fundinum því umboð nefndarmanna var runnið út. Allmörgum málum sem voru á dagskránni hafi því þurft að fresta. Stofnunin heyrir í dag stjórnsýslulega undir Samgönguráðherra. Hún starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Fyrrverandi formaður nefndarinnar, Geirþrúður Alfreðsdóttir, baðst undan viðtali við fréttastofu í morgun en sagði að beðið væri eftir nýjum skipunarbréfum frá ráðherra og að þau væru væntanleg innan tíðar. Hún sagði ráðherra leggja áherslu á faglega skipun nefndarmanna og jafnvægi í kynjahlutfalli. Og bætti við að það hefði ekki áhrif á daglega starfsemi stofnunarinnar að nefnd væri ekki skipuð. Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Rannsóknarnefnd samgönguslysa er ekki starfandi eftir að skipunartími nefndarmanna rann út í lok maí og nú tæpum þremur mánuðum síðar hefur samgönguráðherra enn ekki skipað nýja nefnd. Fresta hefur þurft afgreiðslu mála sökum þess að nefndarmenn eru án umboðs. Rannsóknarnefndir flug, umferðar- og sjóslysa voru sameinaðar í eina nefnd, Rannsóknarnefnd samgönguslysa, í febrúar 2013 með nýjum lögum sem tóku gildi fyrsta júní sama ár. Nefndin er skipuð 7 aðalmönnum og 6 varamönnum og hafa nefndarmenn faglegan bakgrunn á hverju sviði fyrir sig og sitja nefndarfundi á því sviði sem bakgrunnur þeirra nær til. Nefndarmenn tilheyra ekki daglegri starfsemi og eru því öllu jafna ekki í fullu starfi. Þeir hins vegar afgreiða rannsóknarskýrslur starfsmanna á alvarlegum slysum í lofti, láði og sjó. Morgunblaðið greindi fyrst frá því í morgun að skipunartími nefndarmanna hafi runnið út 31. maí síðastliðinn og er því Rannsóknarnefndin ekki starfandi sem stendur. Fram kemur í Morgunblaðinu að sá hluti nefndarinnar sem annast rannsóknir sjóslysa hafi ætlað að funda síðastliðinn föstudag, eins og tiltekið var í starfsáætlun en ekkert hafi orðið af fundinum því umboð nefndarmanna var runnið út. Allmörgum málum sem voru á dagskránni hafi því þurft að fresta. Stofnunin heyrir í dag stjórnsýslulega undir Samgönguráðherra. Hún starfar sjálfstætt og óháð stjórnvöldum og öðrum rannsóknaraðilum, ákæruvaldi og dómstólum. Fyrrverandi formaður nefndarinnar, Geirþrúður Alfreðsdóttir, baðst undan viðtali við fréttastofu í morgun en sagði að beðið væri eftir nýjum skipunarbréfum frá ráðherra og að þau væru væntanleg innan tíðar. Hún sagði ráðherra leggja áherslu á faglega skipun nefndarmanna og jafnvægi í kynjahlutfalli. Og bætti við að það hefði ekki áhrif á daglega starfsemi stofnunarinnar að nefnd væri ekki skipuð.
Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira