Samfélagsleg ábyrgð fyrirtækja Ingrid Kuhlman skrifar 29. ágúst 2018 07:00 Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er það viðfangsefni sem nú ber hæst. Afleiðingar loftslagsbreytinga hafa verið mjög sýnilegar í sumar; hitastigið á jörðinni hækkar stöðugt, gróðurbelti eru að færast til, yfirborð sjávar hækkar vegna bráðnunar jökla og flóðahætta eykst á ýmsum frjósömum og þéttbýlum svæðum. Auk þess eru sýnilegar breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum, sýrustigi og seltu. Að óbreyttu er ekkert annað fram undan en náttúruhamfarir af óþekktri stærðargráðu. Spurningin sem við eigum öll að ræða er: Hvað getum við Íslendingar gert til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? Í skýrslu Hagfræðistofnunar um Ísland og loftslagsmál frá febrúar 2017 kemur fram að áætlaður útblástur frá framræstu votlendi sé langstærsti einstaki losunarþáttur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eða um 70% af heildarlosuninni. Á árum áður voru grafnir um 34.000 km af skurðum sem hafa raskað um 4.200 ferkílómetrum lands. Áætlað er að aðeins um 15% framræsts lands sé nýtt til jarðræktar. Samkvæmt stuðlum IPCC (Vísindanefndar loftslagssamningsins) og innlendum rannsóknum losar hver hektari um 20 tonn af gróðurhúsalofttegundum á ári. Það er því til mikils að vinna með endurheimt votlendis. Votlendissvæði eru einnig mikilvæg í öðru samhengi því þau eru búsvæði ýmissa lífvera (plantna, fugla, fiska og smádýra) og gegna hlutverki í vatns- og efnabúskap lands. Endurheimt getur aukið útivistargildi svæða. Þau verða áhugaverðari til fuglaskoðunar og skilyrði geta skapast til veiða á fugli og fiski. Því felst margs konar ávinningur í að nýta þá áhrifaríku en jafnframt hagkvæmu loftslagsaðgerð sem endurheimt votlendis er. Votlendissjóðurinn, sem var stofnaður sl. vor, hefur efnt til þjóðarátaks í nafni samfélagslegrar ábyrgðar til að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstum mýrum. Sjóðurinn vinnur að endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagssamtök og einstaklinga. Fjölmörg fyrirtæki hafa lagt verkefninu lið, bæði með því að gerast stofnaðilar en einnig með því að leggja til fé til endurheimtar votlendis. Það er ómetanlegt að eiga að traust fyrirtæki til að styðja við bakið á þessu stóra samfélagsverkefni. Ég hvet öll fyrirtæki landsins til að kynna sér málið á votlendi.is og leggja verkefninu lið. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og FKA-félagskona Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Umhverfismál Ingrid Kuhlman Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Baráttan við loftslagsbreytingar af mannavöldum er það viðfangsefni sem nú ber hæst. Afleiðingar loftslagsbreytinga hafa verið mjög sýnilegar í sumar; hitastigið á jörðinni hækkar stöðugt, gróðurbelti eru að færast til, yfirborð sjávar hækkar vegna bráðnunar jökla og flóðahætta eykst á ýmsum frjósömum og þéttbýlum svæðum. Auk þess eru sýnilegar breytingar á lífsskilyrðum í sjó vegna breytinga á straumum, sýrustigi og seltu. Að óbreyttu er ekkert annað fram undan en náttúruhamfarir af óþekktri stærðargráðu. Spurningin sem við eigum öll að ræða er: Hvað getum við Íslendingar gert til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda? Í skýrslu Hagfræðistofnunar um Ísland og loftslagsmál frá febrúar 2017 kemur fram að áætlaður útblástur frá framræstu votlendi sé langstærsti einstaki losunarþáttur gróðurhúsalofttegunda á Íslandi eða um 70% af heildarlosuninni. Á árum áður voru grafnir um 34.000 km af skurðum sem hafa raskað um 4.200 ferkílómetrum lands. Áætlað er að aðeins um 15% framræsts lands sé nýtt til jarðræktar. Samkvæmt stuðlum IPCC (Vísindanefndar loftslagssamningsins) og innlendum rannsóknum losar hver hektari um 20 tonn af gróðurhúsalofttegundum á ári. Það er því til mikils að vinna með endurheimt votlendis. Votlendissvæði eru einnig mikilvæg í öðru samhengi því þau eru búsvæði ýmissa lífvera (plantna, fugla, fiska og smádýra) og gegna hlutverki í vatns- og efnabúskap lands. Endurheimt getur aukið útivistargildi svæða. Þau verða áhugaverðari til fuglaskoðunar og skilyrði geta skapast til veiða á fugli og fiski. Því felst margs konar ávinningur í að nýta þá áhrifaríku en jafnframt hagkvæmu loftslagsaðgerð sem endurheimt votlendis er. Votlendissjóðurinn, sem var stofnaður sl. vor, hefur efnt til þjóðarátaks í nafni samfélagslegrar ábyrgðar til að stöðva losun gróðurhúsalofttegunda frá framræstum mýrum. Sjóðurinn vinnur að endurheimt votlendis í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagssamtök og einstaklinga. Fjölmörg fyrirtæki hafa lagt verkefninu lið, bæði með því að gerast stofnaðilar en einnig með því að leggja til fé til endurheimtar votlendis. Það er ómetanlegt að eiga að traust fyrirtæki til að styðja við bakið á þessu stóra samfélagsverkefni. Ég hvet öll fyrirtæki landsins til að kynna sér málið á votlendi.is og leggja verkefninu lið. Höfundur er framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar og FKA-félagskona
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun