Reglulegir fundir ríkisstjórnarinnar munu héðan í frá verða að jafnaði tvisvar í viku meðan þing stendur yfir í stað einu sinni áður. Þetta felst í nýjum starfsreglum ríkisstjórnarinnar.
Í reglunum sem áður giltu var kveðið á um að reglulegir fundartímar skyldu vera einu sinni í viku eða á slaginu hálf tíu hvern föstudag. Í hinum nýju reglum er kveðið á um að á meðan þing sé að störfum skuli ríkisstjórnin að auki funda á hverjum þriðjudagsmorgni.
Í hinum nýju reglum er einnig kveðið á um að dagskrá fundar auk fundargagna skuli liggja fyrir í fundakerfi ríkisstjórnar kl. 16 daginn fyrir fund.
Ríkisstjórnin fundar oftar
Jóhann Óli Eiðsson skrifar
