Williams klæddist heilgalla á Opna franska meistaramótinu fyrr í sumar og forráðamönnum mótsins fannst klæðnaðurinn kominn of langt frá því sem hefðbundið er á tennsimótum. Þeir hafa því sett strangari reglur fyrir næsta mót.
Opna bandaríska risamótið hófst í vikunni og mætti Williams í sérhönnuðum búning sem minnir helst á ballettklæðnað.
Búningurinn er hannaður af Virgil Abloh, hönnuði franska tískuhússins Louis Vuitton, í samstarfi við íþróttaframleiðandann Nike.
Williams sagði að það hefði verið „auðvelt að spila“ í pilsinu.
Stuðningsmenn Williams kepptust við að hrósa henni á samfélagsmiðlum og tímasetning hennar á frumsýningu búningsins hefði varla getað verið betri í ljósi aðgerða franska sambandsins fyrr í vikunni.
Here’s @serenawilliams as she debuts this stunning ensemble from the “Queen Collection” tonight in her first match at the #USOpen - her fashion collaboration with @Nike x @virgilabloh. #fashion#style#sports#tennis#Nike#VirgilAbloh#NewYork#SerenaWilliams pic.twitter.com/ANNJEqgTW4
— Tenille Clarke (@tenilleclarke1) August 28, 2018