Þannig María Bjarnadóttir skrifar 10. ágúst 2018 07:00 Ég er enginn sérfræðingur en ég held að börn fæðist fordómalaus. Í það minnsta vona ég það alveg einlæglega. Það er svo ónotalegt til þess að hugsa að grátur ungabarns sé í raun rasískt raunakvein. Ég held að fordóma hljóti nýburar að fá í minni eða stærri inngjöfum í gegnum uppeldi og samfélag eftir því sem þau eldast. Fordómarnir taka svo á sig ýmsar myndir. Undanfarið hafa þeir verið að birtast mikið sem ummæli í athugasemdakerfum netmiðla. Það gera þeir ekki af sjálfu sér. Það er einhver sem skrifar þá. Fordómarnir lifa nefnilega ekki sjálfstæðu lífi. Þeir þurfa manneskjur til þess að nærast á til að halda sér á lífi. Pínulítið eins og Voldemort í Harry Potter. Þeir geta líka birst sem löggjöf. Samkynhneigð er enn þá refsiverð sumstaðar. Það þýðir að fyrrverandi nýburar, núverandi þingmenn, telja rétt að annað fólk sæti frelsissviptingu eða refsingum fyrir að laðast að fólki af sama kyni. Fordómarnir hafa náð að narta í þau einhvers staðar á leiðinni frá vöggudeild til löggjafarþings. Fordómafull lög er hægt að afnema. Hér giltu lög sem gerðu samkynhneigð refsiverða og voru afnumin árið 1940. Á grundvelli þeirra var einn maður dæmdur til átta mánaða betrunarhúsvistar fyrir ”holdlegt samræði við aðra karla”. Betrunarvistina tók hann út í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Það var því táknrænt og fallegt að hinsegin dagar voru í vikunni opnaðir með því að mála sömu götu í regnbogans litum. Hinsegin dagar í Reykjavík minna okkur öll á að við erum öll einhvern veginn; þannig og hinsegin og allt þar á milli. Þannig minnka þeir líka vonandi hættuna á að ungabörn smitist síðar af fordómum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ég er enginn sérfræðingur en ég held að börn fæðist fordómalaus. Í það minnsta vona ég það alveg einlæglega. Það er svo ónotalegt til þess að hugsa að grátur ungabarns sé í raun rasískt raunakvein. Ég held að fordóma hljóti nýburar að fá í minni eða stærri inngjöfum í gegnum uppeldi og samfélag eftir því sem þau eldast. Fordómarnir taka svo á sig ýmsar myndir. Undanfarið hafa þeir verið að birtast mikið sem ummæli í athugasemdakerfum netmiðla. Það gera þeir ekki af sjálfu sér. Það er einhver sem skrifar þá. Fordómarnir lifa nefnilega ekki sjálfstæðu lífi. Þeir þurfa manneskjur til þess að nærast á til að halda sér á lífi. Pínulítið eins og Voldemort í Harry Potter. Þeir geta líka birst sem löggjöf. Samkynhneigð er enn þá refsiverð sumstaðar. Það þýðir að fyrrverandi nýburar, núverandi þingmenn, telja rétt að annað fólk sæti frelsissviptingu eða refsingum fyrir að laðast að fólki af sama kyni. Fordómarnir hafa náð að narta í þau einhvers staðar á leiðinni frá vöggudeild til löggjafarþings. Fordómafull lög er hægt að afnema. Hér giltu lög sem gerðu samkynhneigð refsiverða og voru afnumin árið 1940. Á grundvelli þeirra var einn maður dæmdur til átta mánaða betrunarhúsvistar fyrir ”holdlegt samræði við aðra karla”. Betrunarvistina tók hann út í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Það var því táknrænt og fallegt að hinsegin dagar voru í vikunni opnaðir með því að mála sömu götu í regnbogans litum. Hinsegin dagar í Reykjavík minna okkur öll á að við erum öll einhvern veginn; þannig og hinsegin og allt þar á milli. Þannig minnka þeir líka vonandi hættuna á að ungabörn smitist síðar af fordómum.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun