Frábærar fréttir fyrir Gylfa að fá Yerry Mina á Goodison Park Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2018 09:30 Yerry Mina sýndi styrk sinn í loftinu í föstum leikatriðum á HM í sumar. Hér skorar hann á móti Englandi. Vísir/Getty Það verður spennandi að fylgjast með því hvort horn- og aukaspyrnur Gylfa okkar Sigurðssonar á komandi leiktíð rati ekki á kollinn á nýja Kólumbíumanninnum á Goodison Park. Everton var vissulega stórtækt á síðustu klukkutímum félagsskiptagluggans en félagið raðaði inn leikmönnum á lokadegi hans í gær. Einn af þeim sérhæfði sig í að skora úr föstum leikatriðum á HM í Rússlandi í sumar. Everton keypti miðvörðinn Yerry Mina frá Barcelona fyrir um 30 milljónir evra. Hann spilaði ekki oft fyrir Barcelona en sló í gegn á HM í Rússlandi í sumar.| "It's important that the Club wants to fight for something. I'm delighted to be here." - Yerry Mina Full: https://t.co/9zXSg1DOPSpic.twitter.com/9yeOQP2m8H — Everton (@Everton) August 9, 2018 Bestu fréttirnar fyrir Gylfa eru að Yerry Mina skoraði þrisvar sinnum eftir föst leikatriði á HM í sumar og ef einhver getur fundið öfluga skallamenn í horn- og aukaspyrnum þá er það íslenski landsliðsmaðurinn. Yerry Mina skoraði með skalla á móti Póllandi, Senegal og Englandi á HM. Gylfi var líka að fá meiri hjálp út á köntunum í mönnum eins og Richarlison og Bernard sem báðir eru brasilískir vængmenn sem voru keyptir í sumargluganum. Gylfi er kominn í treyju númer tíu og vonandi fær hann líka að spila í tíu-stöðunni á vellinum. Þar ættu leikskilningur og sendingageta hans að nýtast vel nú þegar hann er kominn með öll þessi vopn í kringum sig. Gylfi „gaf“ aðeins þrjár stoðsendingar á sínu fyrsta tímabili með Everton, tíu stoðsendingum færra en árið á undan með Swansea City. Þessi tala ætti að hækka aftur á tímabilinu 2018-19 ef allt er eðlilegt.@Everton Summer Signings: Richarlison = £40m Yerry Mina = £30m Lucas Digne = £20m Bernard = Free Andre Gomes = Loan Big. Name. Signings. pic.twitter.com/NgNf9yEECz — SPORF (@Sporf) August 9, 2018 Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Sjá meira
Það verður spennandi að fylgjast með því hvort horn- og aukaspyrnur Gylfa okkar Sigurðssonar á komandi leiktíð rati ekki á kollinn á nýja Kólumbíumanninnum á Goodison Park. Everton var vissulega stórtækt á síðustu klukkutímum félagsskiptagluggans en félagið raðaði inn leikmönnum á lokadegi hans í gær. Einn af þeim sérhæfði sig í að skora úr föstum leikatriðum á HM í Rússlandi í sumar. Everton keypti miðvörðinn Yerry Mina frá Barcelona fyrir um 30 milljónir evra. Hann spilaði ekki oft fyrir Barcelona en sló í gegn á HM í Rússlandi í sumar.| "It's important that the Club wants to fight for something. I'm delighted to be here." - Yerry Mina Full: https://t.co/9zXSg1DOPSpic.twitter.com/9yeOQP2m8H — Everton (@Everton) August 9, 2018 Bestu fréttirnar fyrir Gylfa eru að Yerry Mina skoraði þrisvar sinnum eftir föst leikatriði á HM í sumar og ef einhver getur fundið öfluga skallamenn í horn- og aukaspyrnum þá er það íslenski landsliðsmaðurinn. Yerry Mina skoraði með skalla á móti Póllandi, Senegal og Englandi á HM. Gylfi var líka að fá meiri hjálp út á köntunum í mönnum eins og Richarlison og Bernard sem báðir eru brasilískir vængmenn sem voru keyptir í sumargluganum. Gylfi er kominn í treyju númer tíu og vonandi fær hann líka að spila í tíu-stöðunni á vellinum. Þar ættu leikskilningur og sendingageta hans að nýtast vel nú þegar hann er kominn með öll þessi vopn í kringum sig. Gylfi „gaf“ aðeins þrjár stoðsendingar á sínu fyrsta tímabili með Everton, tíu stoðsendingum færra en árið á undan með Swansea City. Þessi tala ætti að hækka aftur á tímabilinu 2018-19 ef allt er eðlilegt.@Everton Summer Signings: Richarlison = £40m Yerry Mina = £30m Lucas Digne = £20m Bernard = Free Andre Gomes = Loan Big. Name. Signings. pic.twitter.com/NgNf9yEECz — SPORF (@Sporf) August 9, 2018
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Fleiri fréttir Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Benoný fagnaði eftir fund með Bolt Sjáðu Eze senda Palace í undanúrslit Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Sjá meira