Everton var vissulega stórtækt á síðustu klukkutímum félagsskiptagluggans en félagið raðaði inn leikmönnum á lokadegi hans í gær. Einn af þeim sérhæfði sig í að skora úr föstum leikatriðum á HM í Rússlandi í sumar.
Everton keypti miðvörðinn Yerry Mina frá Barcelona fyrir um 30 milljónir evra. Hann spilaði ekki oft fyrir Barcelona en sló í gegn á HM í Rússlandi í sumar.
| "It's important that the Club wants to fight for something. I'm delighted to be here." - Yerry Mina
Full: https://t.co/9zXSg1DOPSpic.twitter.com/9yeOQP2m8H
— Everton (@Everton) August 9, 2018
Yerry Mina skoraði með skalla á móti Póllandi, Senegal og Englandi á HM.
Gylfi var líka að fá meiri hjálp út á köntunum í mönnum eins og Richarlison og Bernard sem báðir eru brasilískir vængmenn sem voru keyptir í sumargluganum.
Gylfi er kominn í treyju númer tíu og vonandi fær hann líka að spila í tíu-stöðunni á vellinum. Þar ættu leikskilningur og sendingageta hans að nýtast vel nú þegar hann er kominn með öll þessi vopn í kringum sig.
Gylfi „gaf“ aðeins þrjár stoðsendingar á sínu fyrsta tímabili með Everton, tíu stoðsendingum færra en árið á undan með Swansea City. Þessi tala ætti að hækka aftur á tímabilinu 2018-19 ef allt er eðlilegt.
@Everton Summer Signings:
Richarlison = £40m
Yerry Mina = £30m
Lucas Digne = £20m
Bernard = Free
Andre Gomes = Loan
Big. Name. Signings. pic.twitter.com/NgNf9yEECz
— SPORF (@Sporf) August 9, 2018