Leiktæki fyrir fötluð börn ítrekað skemmt Sigurður Mikael Jónsson skrifar 11. ágúst 2018 07:15 Aðkoman að trampólíni ætluðu fötluðum börnum var ljót í vikunni. Búið var að brjóta stöng sem heldur öryggisneti tækisins. Myndir/Guðlaugur Ómar Ítrekuð skemmdarverk hafa í vikunni verið unnin á nýju trampólíni sem keypt var fyrir Öspina, frístundaheimili fatlaðra barna í Reykjanesbæ. Starfsmaður segir virkilega leiðinlegt að hafa komið að skemmdarverkunum á þriðjudagsmorgun. Síðan hefur trampólínið verið skemmt frekar en það var gjöf frá Skötumessunni, áhugafélagi um velferð fatlaðra. Viðbrögðin í bæjarfélaginu hafa verið mikil. Guðlaugur Ómar Guðmundsson, starfsmaður hjá Öspinni, kom að trampólíninu illa förnu á þriðjudag. Hann segir að málið sé leiðinlegt en að þau hafi fundið fyrir miklum stuðningi hjá íbúum bæjarins sem auðvitað séu allt annað en hrifnir af svona skemmdarverkum. „Við erum í húsnæði sem er sérkennsluhúsnæði hjá Njarðvíkurskóla yfir veturinn og er hugsað sem frístundaheimili fyrir fatlaða yfir sumarið. Börn með alls konar vandamál, sum væg og önnur erfiðari. Við höfum reynt að gera dvöl þeirra sem skemmtilegasta og keyptum þetta trampólín í lok júlí og þegar við mættum til vinnu á þriðjudag þá var þetta aðkoman,“ segir Guðlaugur. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem hann tók hafa stoðir sem halda uppi öryggisneti trampólínsins meðal annars verið brotnar. Lítið hefur því verið hægt að nota tækið síðan. Eftir að Guðlaugur vakti athygli á skemmdarverkunum í Facebook-hópi íbúa í Reykjanesbæ hefur fólk sett sig í samband. Síðan á þriðjudag hefur fengist ein ný stöng í öryggisnetið en síðan létu skemmdarvargar aftur til skarar skríða og í gærmorgun hafði trampólínið verið skemmt frekar. Einn aðstandenda Skötumessunnar í Garði, sem gaf Öspinni trampólínið, segir í spjallþræði um málið í hópnum að þetta sé skelfilegt að sjá. „Hreint ótrúleg skemmdarfýsnin hjá sumum … skammist ykkar.“ Guðlaugur Ómar beindi því til bæjarbúa að brýna það fyrir börnum sínum að skemmdarverk sem þessi væru ekki í boði. Hann vonar að hægt verði að lagfæra leiktækið fljótt og það fái að standa í friði framvegis og veita fötluðum börnum gleði það sem eftir lifir sumars. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira
Ítrekuð skemmdarverk hafa í vikunni verið unnin á nýju trampólíni sem keypt var fyrir Öspina, frístundaheimili fatlaðra barna í Reykjanesbæ. Starfsmaður segir virkilega leiðinlegt að hafa komið að skemmdarverkunum á þriðjudagsmorgun. Síðan hefur trampólínið verið skemmt frekar en það var gjöf frá Skötumessunni, áhugafélagi um velferð fatlaðra. Viðbrögðin í bæjarfélaginu hafa verið mikil. Guðlaugur Ómar Guðmundsson, starfsmaður hjá Öspinni, kom að trampólíninu illa förnu á þriðjudag. Hann segir að málið sé leiðinlegt en að þau hafi fundið fyrir miklum stuðningi hjá íbúum bæjarins sem auðvitað séu allt annað en hrifnir af svona skemmdarverkum. „Við erum í húsnæði sem er sérkennsluhúsnæði hjá Njarðvíkurskóla yfir veturinn og er hugsað sem frístundaheimili fyrir fatlaða yfir sumarið. Börn með alls konar vandamál, sum væg og önnur erfiðari. Við höfum reynt að gera dvöl þeirra sem skemmtilegasta og keyptum þetta trampólín í lok júlí og þegar við mættum til vinnu á þriðjudag þá var þetta aðkoman,“ segir Guðlaugur. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem hann tók hafa stoðir sem halda uppi öryggisneti trampólínsins meðal annars verið brotnar. Lítið hefur því verið hægt að nota tækið síðan. Eftir að Guðlaugur vakti athygli á skemmdarverkunum í Facebook-hópi íbúa í Reykjanesbæ hefur fólk sett sig í samband. Síðan á þriðjudag hefur fengist ein ný stöng í öryggisnetið en síðan létu skemmdarvargar aftur til skarar skríða og í gærmorgun hafði trampólínið verið skemmt frekar. Einn aðstandenda Skötumessunnar í Garði, sem gaf Öspinni trampólínið, segir í spjallþræði um málið í hópnum að þetta sé skelfilegt að sjá. „Hreint ótrúleg skemmdarfýsnin hjá sumum … skammist ykkar.“ Guðlaugur Ómar beindi því til bæjarbúa að brýna það fyrir börnum sínum að skemmdarverk sem þessi væru ekki í boði. Hann vonar að hægt verði að lagfæra leiktækið fljótt og það fái að standa í friði framvegis og veita fötluðum börnum gleði það sem eftir lifir sumars.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Sjá meira