Supreme frumsýnir vetrarlínu Bergþór Másson skrifar 13. ágúst 2018 11:43 Mynd úr nýrri vetrarlínu Supreme Supreme Fatamerkið Supreme birti í dag myndir af komandi vetrarlínu sinni. Merkið gefur út svokallað „lookbook“ tvisvar á ári þar sem nýjar vörur merkisins eru frumsýndar, fyrst fyrir sumarið í byrjun árs og síðan fyrir veturinn í lok sumars. Supreme var stofnað árið 1994 í New York. Merkið sérhæfir sig í „götuklæðnaði“ og er þekkt fyrir að hanna flíkur í samstarfi við önnur fatamerki, eins og til dæmis Louis Vuitton, The North Face og Stone Island. Viðskiptamódel merkisins er einstakt á þann hátt að vörurnar eru seldar í takmörkuðu upplagi og aldrei endurframleiddar. Flestar vörur Supreme er síðan hægt að endurselja á sérstökum síðum á internetinu á uppsprengdu verði. Supreme gefur út part af flíkunum sem frumsýndar eru í gegnum „lookbookið“ í hverri viku og myndast nánast undantekningarlaust biðraðir fyrir utan verslanir merkisins í hvert sinn, eins og þekkist vel í menningarheimi götutískunnar.Biðröð fyrir utan Supreme búðina í Los Angeles.The HundredsBúðir Supreme eru í London, New York, Los Angeles, Paris og Tokyo en einnig rekur merkið vefverslun. Vörur Supreme eru einungis seldar í þeirra eigin verslunum. Supreme er gríðarlega vinsælt meðal íslenskra ungmenna og eru meðal annars hópar á Facebook með fleiri en fimm þúsund meðlimi, og sölusíður á Instagram, með fjögur þúsund fylgjendur, sem sérhæfa sig í að endurselja vörur merkisins.Hér er hægt að skoða umrætt „lookbook“ merkisins fyrir næstkomandi vetur. Tengdar fréttir Nike í samstarf við Supreme og NBA Það eru allir í sama liði! 6. mars 2018 13:30 Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Götutískumerkið vinsæla og hátískuhúsið gætu verið að slá sér upp. 5. janúar 2017 11:30 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Fatamerkið Supreme birti í dag myndir af komandi vetrarlínu sinni. Merkið gefur út svokallað „lookbook“ tvisvar á ári þar sem nýjar vörur merkisins eru frumsýndar, fyrst fyrir sumarið í byrjun árs og síðan fyrir veturinn í lok sumars. Supreme var stofnað árið 1994 í New York. Merkið sérhæfir sig í „götuklæðnaði“ og er þekkt fyrir að hanna flíkur í samstarfi við önnur fatamerki, eins og til dæmis Louis Vuitton, The North Face og Stone Island. Viðskiptamódel merkisins er einstakt á þann hátt að vörurnar eru seldar í takmörkuðu upplagi og aldrei endurframleiddar. Flestar vörur Supreme er síðan hægt að endurselja á sérstökum síðum á internetinu á uppsprengdu verði. Supreme gefur út part af flíkunum sem frumsýndar eru í gegnum „lookbookið“ í hverri viku og myndast nánast undantekningarlaust biðraðir fyrir utan verslanir merkisins í hvert sinn, eins og þekkist vel í menningarheimi götutískunnar.Biðröð fyrir utan Supreme búðina í Los Angeles.The HundredsBúðir Supreme eru í London, New York, Los Angeles, Paris og Tokyo en einnig rekur merkið vefverslun. Vörur Supreme eru einungis seldar í þeirra eigin verslunum. Supreme er gríðarlega vinsælt meðal íslenskra ungmenna og eru meðal annars hópar á Facebook með fleiri en fimm þúsund meðlimi, og sölusíður á Instagram, með fjögur þúsund fylgjendur, sem sérhæfa sig í að endurselja vörur merkisins.Hér er hægt að skoða umrætt „lookbook“ merkisins fyrir næstkomandi vetur.
Tengdar fréttir Nike í samstarf við Supreme og NBA Það eru allir í sama liði! 6. mars 2018 13:30 Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Götutískumerkið vinsæla og hátískuhúsið gætu verið að slá sér upp. 5. janúar 2017 11:30 Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Elín Hall í Vogue „Ég hef alltaf þorað að vera ég sjálfur“ Helen Óttars í alþjóðlegri nærfataauglýsingu Kvenmannsbuxur sem áttu að fara til Chalamet Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Þýðingarmikill klæðnaður Kendrick Lamar Rokkaði tíu milljón króna hálsmen Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Halla forseti rokkar svart og hvítt Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Louis Vuitton hugsanlega í samstarfi með Supreme Götutískumerkið vinsæla og hátískuhúsið gætu verið að slá sér upp. 5. janúar 2017 11:30