Fjölmargir freistuðu þess að næla sér í nýjustu Yeezy-skóna Sylvía Hall skrifar 30. júní 2018 11:09 Yeezy-skórnir eiga sér marga dygga aðdáendur víða um land og leggja margir hverjir ýmislegt á sig til að næla sér í par. Ekki er vitað hvort einhverjir tjölduðu þó í þetta skiptið. Fréttablaðið/Ernir Hátt í hundrað manns höfðu safnast saman fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík í morgun í þeirri von um að næla sér í par af nýjustu Yeezy Boost 350 V2 skónum, en þeir eru hannaðir af Kanye West fyrir Adidas. Skórnir hafa notið mikilla vinsælda um allan heim, enda koma þeir í takmörkuðu upplagi og aðeins í útvöldum verslunum. Húrra Reykjavík er eina verslunin á Íslandi sem selur þessa skó og fóru þeir í sölu á sama tíma um allan heim. Í samtali við Vísi segir Sindri Snær Jensson, eigandi Húrra Reykjavík, að dagurinn hafi farið vel af stað og augljóst að mikill áhugi er fyrir skónum. „Það var frekar góð stemning þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi verið samir við sig“, segir Sindri. Hann segir fólk hafa gert sig líklegt til þess að byrja að standa í röð seinnipartinn í gær og líkt og fyrr segir hafi hátt í hundrað manns beðið fyrir utan verslunina í morgun. Verslunin birti mynd á Instagram-reikningi sínum í morgun fyrir opnun. Þar má sjá fjölda fólks bíða í von um að næla sér í par af skónum vinsælu.Vísir/SkjáskotSkórnir hafa að mestu leyti sömu hönnun og fyrri útgáfur af Yeezy Boost 350 V2, en þeir hafa notið mikilla vinsælda og því margir sem reyna að eignast sem flestar útgáfur, enda koma þeir yfirleitt í takmörkuðu upplagi líkt og þessi. Þessi útgáfa kemur í ljósgulum lit sem ber heitið „Butter“, og mætti því þýðast á íslensku sem „smjör“. Skórnir fóru í sölu í báðum verslunum Húrra á Hverfisgötu 50 og 78 og má fylgjast með stöðu mála á Instagram-reikningi verslunarinnar. A post shared by Húrra Reykjavík (@hurrareykjavik) on Jun 29, 2018 at 11:29am PDT Tengdar fréttir Hátt í 200 manns biðu í röð eftir YEEZY BOOST Hleypt var inn í tíu manna hollum þegar Húrra Reykjavík opnaði klukkan níu í morgun. 17. desember 2016 10:30 Fjölmenn biðröð á Hverfisgötu eftir nýju YEEZY-skóm Kanye Röð hefur myndast fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Skórnir fara í sölu í fyrramálið. 24. júní 2017 00:01 Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Hátt í hundrað manns höfðu safnast saman fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík í morgun í þeirri von um að næla sér í par af nýjustu Yeezy Boost 350 V2 skónum, en þeir eru hannaðir af Kanye West fyrir Adidas. Skórnir hafa notið mikilla vinsælda um allan heim, enda koma þeir í takmörkuðu upplagi og aðeins í útvöldum verslunum. Húrra Reykjavík er eina verslunin á Íslandi sem selur þessa skó og fóru þeir í sölu á sama tíma um allan heim. Í samtali við Vísi segir Sindri Snær Jensson, eigandi Húrra Reykjavík, að dagurinn hafi farið vel af stað og augljóst að mikill áhugi er fyrir skónum. „Það var frekar góð stemning þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi verið samir við sig“, segir Sindri. Hann segir fólk hafa gert sig líklegt til þess að byrja að standa í röð seinnipartinn í gær og líkt og fyrr segir hafi hátt í hundrað manns beðið fyrir utan verslunina í morgun. Verslunin birti mynd á Instagram-reikningi sínum í morgun fyrir opnun. Þar má sjá fjölda fólks bíða í von um að næla sér í par af skónum vinsælu.Vísir/SkjáskotSkórnir hafa að mestu leyti sömu hönnun og fyrri útgáfur af Yeezy Boost 350 V2, en þeir hafa notið mikilla vinsælda og því margir sem reyna að eignast sem flestar útgáfur, enda koma þeir yfirleitt í takmörkuðu upplagi líkt og þessi. Þessi útgáfa kemur í ljósgulum lit sem ber heitið „Butter“, og mætti því þýðast á íslensku sem „smjör“. Skórnir fóru í sölu í báðum verslunum Húrra á Hverfisgötu 50 og 78 og má fylgjast með stöðu mála á Instagram-reikningi verslunarinnar. A post shared by Húrra Reykjavík (@hurrareykjavik) on Jun 29, 2018 at 11:29am PDT
Tengdar fréttir Hátt í 200 manns biðu í röð eftir YEEZY BOOST Hleypt var inn í tíu manna hollum þegar Húrra Reykjavík opnaði klukkan níu í morgun. 17. desember 2016 10:30 Fjölmenn biðröð á Hverfisgötu eftir nýju YEEZY-skóm Kanye Röð hefur myndast fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Skórnir fara í sölu í fyrramálið. 24. júní 2017 00:01 Mest lesið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Menning Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Skvísur á öllum aldri fögnuðu í Firðinum Tíska og hönnun „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Lífið Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Íslensk mæðgin slá í gegn í herferð Zöru Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Sjá meira
Hátt í 200 manns biðu í röð eftir YEEZY BOOST Hleypt var inn í tíu manna hollum þegar Húrra Reykjavík opnaði klukkan níu í morgun. 17. desember 2016 10:30
Fjölmenn biðröð á Hverfisgötu eftir nýju YEEZY-skóm Kanye Röð hefur myndast fyrir utan verslunina Húrra Reykjavík á Hverfisgötu. Skórnir fara í sölu í fyrramálið. 24. júní 2017 00:01