Umdeildur starfsmaður FBI rekinn vegna skilaboða um Trump Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2018 15:48 Peter Strzok. Vísir/AP Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Strzok var einn af æðstu starfsmönnum FBI sem komu að Rússarannsókninni svokölluðu, þar til skilaboðin litu dagsins ljós.Strzok átti í ástarsambandi við annan starfsmann FBI sem heitir Lisa Page. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 og eitthvað fram á 2017 skiptust þau á smáskilaboðum á starfssímum þeirra þar sem þau ræddu meðal annars stjórnmál. Á þeim tíma vann Strzok við rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton og rannsókn Robert Mueller. Í einum skilaboðum fór Strzok illum orðum um Trump og í öðru sagði hann: „Þessi maður getur ekki orðið forseti“. Í öðrum skilaboðum var hann spurður hvort Trump gæti orðið forseti og svaraði hann á þá leið að svo væri ekki. „Við munum stöðva hann“.Færður til í starfi Síðan þá hafa stuðningsmenn Trump ítrekað notað skilaboðin og Strzok til þess að gagnrýna rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, mögulegri aðkomu framboðs Trump að afskiptunum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Sjálfur segir Strzok að hann hafi verið að vísa til kjósenda. Kjósendur væru „við“ og þeir myndu ekki kjósa Trump í embætti forseta. Strzok var færður til í starfi og innra eftirlit FBI lagði til að hann yrði lækkaður í tign og sendur í tveggja mánaða leyfi vegna málsins. Lögmaður hans tilkynnti svo í dag að hann hefði verið rekinn, þvert á fyrri yfirlýsingar Christopher Wray, núverandi yfirmanns FBI, sem hafði sagt að ferli máls Strzok myndi fylgja innri reglum stofnunarinnar.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögmaður Strzok að aðstoðaryfirmaður FBI hafi rekið Strzok á föstudaginn.Strzok hafði starfað hjá FBI í nærri því 22 ár og komið að ótalmörgum rannsóknum í gegnum tíðina.Segir utanaðkomandi þrýstingi um að kenna Lögmaður Strzok sendi frá sér tilkynningu vegna brottrekstursins í dag þar sem hann sagði að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur vegna málsins. Hann sagði að löng og ítarleg rannsókn og nokkrar lotur af framboði fyrir þingnefndum hefðu ekki leitt í ljós snefil af sönnunum fyrir því að persónulegar skoðanir Strzok hefðu haft áhrif á vinnu hans. Þvert á móti hefði hann um árabil verið einn af áreiðanlegustu starfsmönnum gagnnjósna FBI. Því sé ljóst að hann hafi verið rekinn vegna utanaðkomandi þrýstings og markmiðið hafi verið að refsa honum fyrir skoðanir sínar.FBI Special Agent Peter Strzok has been fired. Statement from his attorney. pic.twitter.com/oG780mZMjU— Laura Jarrett (@LauraAJarrett) August 13, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, hefur sagt Peter Strzok, fyrrverandi aðstoðaryfirmanni gagnnjósna FBI, upp vegna einkaskilaboða hans og annars starfsmanns FBI um Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Strzok var einn af æðstu starfsmönnum FBI sem komu að Rússarannsókninni svokölluðu, þar til skilaboðin litu dagsins ljós.Strzok átti í ástarsambandi við annan starfsmann FBI sem heitir Lisa Page. Á meðan á kosningabaráttunni stóð árið 2016 og eitthvað fram á 2017 skiptust þau á smáskilaboðum á starfssímum þeirra þar sem þau ræddu meðal annars stjórnmál. Á þeim tíma vann Strzok við rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton og rannsókn Robert Mueller. Í einum skilaboðum fór Strzok illum orðum um Trump og í öðru sagði hann: „Þessi maður getur ekki orðið forseti“. Í öðrum skilaboðum var hann spurður hvort Trump gæti orðið forseti og svaraði hann á þá leið að svo væri ekki. „Við munum stöðva hann“.Færður til í starfi Síðan þá hafa stuðningsmenn Trump ítrekað notað skilaboðin og Strzok til þess að gagnrýna rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara Dómsmálaráðuneytisins, á afskiptum Rússa af forsetakosningunum 2016, mögulegri aðkomu framboðs Trump að afskiptunum og hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar. Sjálfur segir Strzok að hann hafi verið að vísa til kjósenda. Kjósendur væru „við“ og þeir myndu ekki kjósa Trump í embætti forseta. Strzok var færður til í starfi og innra eftirlit FBI lagði til að hann yrði lækkaður í tign og sendur í tveggja mánaða leyfi vegna málsins. Lögmaður hans tilkynnti svo í dag að hann hefði verið rekinn, þvert á fyrri yfirlýsingar Christopher Wray, núverandi yfirmanns FBI, sem hafði sagt að ferli máls Strzok myndi fylgja innri reglum stofnunarinnar.Samkvæmt frétt Washington Post segir lögmaður Strzok að aðstoðaryfirmaður FBI hafi rekið Strzok á föstudaginn.Strzok hafði starfað hjá FBI í nærri því 22 ár og komið að ótalmörgum rannsóknum í gegnum tíðina.Segir utanaðkomandi þrýstingi um að kenna Lögmaður Strzok sendi frá sér tilkynningu vegna brottrekstursins í dag þar sem hann sagði að allir Bandaríkjamenn ættu að hafa áhyggjur vegna málsins. Hann sagði að löng og ítarleg rannsókn og nokkrar lotur af framboði fyrir þingnefndum hefðu ekki leitt í ljós snefil af sönnunum fyrir því að persónulegar skoðanir Strzok hefðu haft áhrif á vinnu hans. Þvert á móti hefði hann um árabil verið einn af áreiðanlegustu starfsmönnum gagnnjósna FBI. Því sé ljóst að hann hafi verið rekinn vegna utanaðkomandi þrýstings og markmiðið hafi verið að refsa honum fyrir skoðanir sínar.FBI Special Agent Peter Strzok has been fired. Statement from his attorney. pic.twitter.com/oG780mZMjU— Laura Jarrett (@LauraAJarrett) August 13, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir „Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49 Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Sjá meira
„Bomban“ sem Trump tísti um aftengd samdægurs Skilaboð sem áttu að sýna að Obama hefði verið með puttana í rannsókn FBI á Hillary Clinton vörðuðu áhuga hans á viðbrögðum FBI við afskiptum Rússa af forsetakosningunum. 8. febrúar 2018 16:49
Árásum íhaldsmanna á FBI fjölgar Útlit er fyrir að Repúblikanar séu með markvissum hætti að reyna að grafa undan trúverðugleika FBI og Mueller. Í það minnsta meðal stuðningsmanna flokksins. 26. janúar 2018 11:30