Guðni forseti segir fræðafólk ekki mega dvelja í fílabeinsturninum Bergþór Másson skrifar 13. ágúst 2018 16:00 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir / Ernir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti setningarávarp á alþjóðlega fornsagnaþinginu. Í ávarpi sínu ræddi Guðni þá „göfugu iðju að fræðast um fornar menntir“ og hvetur fræðimenn til þess að miðla þekkingu sinni áfram. Guðni var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands áður en hann tók við forsetaembættinu. Hann hefur skrifað fjölda sagnfræðirita meðal annars um sögu þorskastríðanna og um forsetaembættið sjálft. Guðni gengur meira að segja svo langt í ást sinni á fræðunum að á samfélagsmiðlinum Twitter gengur hann undir nafninu „sagnaritari.“ Alþjóðlega fornsagnaþingið er haldið þriðja hvert ár og það sækja fræðimenn og nemendur hvaðanæva úr heiminum. Fyrsta þingið var haldið í Edinborg 1971, en síðan þá hefur það verið haldið á ólíkum stöðum um veröld víða, allt frá Akureyri í norðri (1994) suður til Sydney í Ástralíu (2000). Í ár er það haldið í sautjánda skipti, í Reykjavík og Reykholti, á dögunum 12. til 18. ágúst. Þinggestir í ár eru hátt í 400. Guðni hvetur fræðimenn áfram í ávarpinu sínu og segir það mikilvægt að „hinir sérfróðu hugi sífellt að því hvernig vinnu þeirra og sjónarmiðum verði best miðlað til annarra í samfélaginu.“ Það er nauðsynlegt að fræðafólk láti til sín taka í opinberum umræðum um sögu, arfleið og uppruna segir Guðni. „Fræðafólk má ekki bara dvelja í fílabeinsturninum, ef svo má segja, heldur þarf það líka að halda út á torgið og miðla sínum fróðleik til almennings.“Óskar þáttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða Einnig segir Guðni frá mikilvægi fornbókmennta og segir þær koma víðar við í samtímanum en Íslendingar gera sér grein fyrir. „Við getum víða séð skemmtileg merki um áhrif frá fornaldarsögum, eddukvæðum og Íslendingasögum í sjónvarpsþáttum og sögulegum skáldskap, tölvuleikjum og myndasögum, þungarokki og rappi.“ Að lokum endar Guðni ávarp sitt á léttum nótum: „Kæru vinir. Við skulum njóta fornra sagna, dást að listfengi þeirra sem festu fróðleik og frásagnir á skinn, meta þennan mikla og einstæða menningararf, en benda líka á samhengi, tilgang og notkun – jafnvel misnotkun – í áranna rás. Í þeim anda leyfi ég mér að setja sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingið, óska skipuleggjendum til hamingju og öllum þátttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða.“Hægt er að lesa ávarp Guðna í heild sinni hér. Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni hljóp og hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands átti sjöunda besta tímann í Jökulslárlónshlaupinu um liðna helgi í vegalengdinni hálft maraþon. 13. ágúst 2018 13:11 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti setningarávarp á alþjóðlega fornsagnaþinginu. Í ávarpi sínu ræddi Guðni þá „göfugu iðju að fræðast um fornar menntir“ og hvetur fræðimenn til þess að miðla þekkingu sinni áfram. Guðni var prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands áður en hann tók við forsetaembættinu. Hann hefur skrifað fjölda sagnfræðirita meðal annars um sögu þorskastríðanna og um forsetaembættið sjálft. Guðni gengur meira að segja svo langt í ást sinni á fræðunum að á samfélagsmiðlinum Twitter gengur hann undir nafninu „sagnaritari.“ Alþjóðlega fornsagnaþingið er haldið þriðja hvert ár og það sækja fræðimenn og nemendur hvaðanæva úr heiminum. Fyrsta þingið var haldið í Edinborg 1971, en síðan þá hefur það verið haldið á ólíkum stöðum um veröld víða, allt frá Akureyri í norðri (1994) suður til Sydney í Ástralíu (2000). Í ár er það haldið í sautjánda skipti, í Reykjavík og Reykholti, á dögunum 12. til 18. ágúst. Þinggestir í ár eru hátt í 400. Guðni hvetur fræðimenn áfram í ávarpinu sínu og segir það mikilvægt að „hinir sérfróðu hugi sífellt að því hvernig vinnu þeirra og sjónarmiðum verði best miðlað til annarra í samfélaginu.“ Það er nauðsynlegt að fræðafólk láti til sín taka í opinberum umræðum um sögu, arfleið og uppruna segir Guðni. „Fræðafólk má ekki bara dvelja í fílabeinsturninum, ef svo má segja, heldur þarf það líka að halda út á torgið og miðla sínum fróðleik til almennings.“Óskar þáttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða Einnig segir Guðni frá mikilvægi fornbókmennta og segir þær koma víðar við í samtímanum en Íslendingar gera sér grein fyrir. „Við getum víða séð skemmtileg merki um áhrif frá fornaldarsögum, eddukvæðum og Íslendingasögum í sjónvarpsþáttum og sögulegum skáldskap, tölvuleikjum og myndasögum, þungarokki og rappi.“ Að lokum endar Guðni ávarp sitt á léttum nótum: „Kæru vinir. Við skulum njóta fornra sagna, dást að listfengi þeirra sem festu fróðleik og frásagnir á skinn, meta þennan mikla og einstæða menningararf, en benda líka á samhengi, tilgang og notkun – jafnvel misnotkun – í áranna rás. Í þeim anda leyfi ég mér að setja sautjánda alþjóðlega fornsagnaþingið, óska skipuleggjendum til hamingju og öllum þátttakendum góðra og skapandi stunda í ljúfum heimi rannsókna og fræða.“Hægt er að lesa ávarp Guðna í heild sinni hér.
Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni hljóp og hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands átti sjöunda besta tímann í Jökulslárlónshlaupinu um liðna helgi í vegalengdinni hálft maraþon. 13. ágúst 2018 13:11 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Sjá meira
Guðni hljóp og hleypur hálft maraþon Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands átti sjöunda besta tímann í Jökulslárlónshlaupinu um liðna helgi í vegalengdinni hálft maraþon. 13. ágúst 2018 13:11