Selfoss náði sér í sitt fyrsta stig í Inkasso-deild karla síðan tólfta júlí er liðið gerði 1-1 jafntefli við Víking Ólafsvík í kvöld.
Selfoss hefur verið að ganga í gegnum þrautargöngu og síðustu stig Selfyssinga komu tólfta júli er liðið vann 4-1 sigur á Njarðvík.
Ignacio Heras Anglada kom Víkingi Ólafsvík yfir á 32. mínútu og þannig stóðu leikar allt þangað til á 74. mínútu er Emil Dokara skoraði sjálfsmark. Lokatölur 1-1.
Dýrmæt stig í súginn hjá Ólafsvík en liðið er í þriðja sætinu með 32 stig, með jafn mörg stig og HK sem er í öðru sætinu, en stigi á eftir ÍA sem er á toppnum.
Selfoss er í ellefta sætinu með tólf stig, jafn mörg stig og Magni sem er í botnsætinu en stigi á eftir Njarðvík sem er í tíunda sætinu.
Ólafsvík tapaði mikilvægum stigum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
