Sjö félög fá mestu HM-peningana frá KSÍ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2018 12:00 KSÍ fékk mikla peninga frá FIFA vegna HM og aðildarfélögin fá að njóta góðs af því. Vísir/Getty Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig HM-peningarnir skiptast á milli aðildarfélaga sinna en KSÍ greiðir alls 200 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ vegna HM í Rússlandi. Íslenska sambandið fékk mikinn pening vegna árangurs íslenska karlalandsliðsins sem vann sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í sögunni. Fjármunum sem veitt er til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna en upphæðin var ákveðin á síðasta ársþingi KSÍ sem fram fór 10. febrúar síðastliðinn. Stjórn KSÍ hefur nú ákveðið hvernig greiðslurnar skiptast á milli aðildarfélaga og segir frá skiptingunni á heimasíðu sinni. Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokks karla og kvenna í deildum síðastliðin tvö ár eða árin 2017 og 2018. Við úthlutun eftir EM 2016 var miðað við árin 2014 til 2016. Félögunum er skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög í deildarkeppni, sem eru með unglingastarf og hins vegar félög sem ekki standa fyrir barna- og unglingastarfi. Félögin með unglingastarf, sem eru alls 47, fá liðlega 198,5 milljónir króna sem skiptast eftir gefnum stigum sem miðast við stöðu í deildum á áðurnefndu tímabili. Félögum án unglingastarfs, sem eru 30, er úthlutað alls tæplega 1,7 milljónum króna. Aðferðafræðin er því sambærileg því sem viðhöfð var árið 2016. Sjö félög fá hæstu upphæðina eða 7.586.191 milljónir. Þau eru Breiðablik, FH, ÍBV, KR, Stjarnan, Valur og Grindavík. „Þeir fjármunir sem nú skila sér til knattspyrnufélaga á Íslandi skipta aðildarfélögin verulegu máli. Stjórn KSÍ væntir þess að þeim verði ráðstafað til verkefna sem skili bættu starfi til lengri tíma,“ segir meðal annars í frétt á heimasíðu KSÍ en skiptingin til félaganna er annars eftirfarandi.HM framlag til aðildarfélaga KSÍ: Breiðablik | 7.586.191 FH | 7.586.191 ÍBV | 7.586.191 KR | 7.586.191 Stjarnan | 7.586.191 Valur | 7.586.191 Grindavík | 7.586.191 Fylkir | 6.729.095 Selfoss | 6.319.874 ÍA | 6.319.874 Haukar | 6.319.874 Keflavík | 6.319.874 KA | 6.319.847 Fjölnir | 6.319.874 Víkingur R. | 6.115.264 Þróttur R. | 5.910.653 ÍR | 5.910.653 Þór Akureyri | 5.501.432 Víkingur Ólafsvík | 5.501.432 HK | 5.296.821 Fram | 4.887.600 Leiknir R. | 4.273.769 Grótta | 3.682.990 Magni | 3.864.548 Njarðvík | 3.864.548 Sindri | 3.682.990 Tindastóll | 3.682.990 Völsungur | 3.273.769 Leiknir F. | 3.134.634 Afturelding | 3.069.158 Höttur | 2.725.412 Fjarðarbyggð | 2.725.412 Huginn | 2.455.327 Vestri | 2.455.327 Einherji | 2.455.327 Víðir | 2.455.327 Þróttur V. | 2.046.105 KF | 1.636.884 Dalvík/Reynir | 1.636.884 Álftanes | 1.636.884 Ægir | 1.636.884 Reynir S. | 1.227.663 KFR | 818.442 Snæfell/UDN | 818.442 Skallagrímur | 818.442 Kormákur/Hvöt | 818.442 Hamar | 818.442 Félög án barna- og unglingastarfs, 30 félög, fá samtals 1,7 milljónir króna, eða 56.000.- hvert félag. HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands hefur ákveðið hvernig HM-peningarnir skiptast á milli aðildarfélaga sinna en KSÍ greiðir alls 200 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ vegna HM í Rússlandi. Íslenska sambandið fékk mikinn pening vegna árangurs íslenska karlalandsliðsins sem vann sér sæti á heimsmeistaramótinu í fyrsta sinn í sögunni. Fjármunum sem veitt er til aðildarfélaga skal eingöngu varið til knattspyrnutengdra verkefna félaganna en upphæðin var ákveðin á síðasta ársþingi KSÍ sem fram fór 10. febrúar síðastliðinn. Stjórn KSÍ hefur nú ákveðið hvernig greiðslurnar skiptast á milli aðildarfélaga og segir frá skiptingunni á heimasíðu sinni. Framlag til aðildarfélaga byggist fyrst og fremst á stöðu meistaraflokks karla og kvenna í deildum síðastliðin tvö ár eða árin 2017 og 2018. Við úthlutun eftir EM 2016 var miðað við árin 2014 til 2016. Félögunum er skipt upp í tvo flokka. Annars vegar félög í deildarkeppni, sem eru með unglingastarf og hins vegar félög sem ekki standa fyrir barna- og unglingastarfi. Félögin með unglingastarf, sem eru alls 47, fá liðlega 198,5 milljónir króna sem skiptast eftir gefnum stigum sem miðast við stöðu í deildum á áðurnefndu tímabili. Félögum án unglingastarfs, sem eru 30, er úthlutað alls tæplega 1,7 milljónum króna. Aðferðafræðin er því sambærileg því sem viðhöfð var árið 2016. Sjö félög fá hæstu upphæðina eða 7.586.191 milljónir. Þau eru Breiðablik, FH, ÍBV, KR, Stjarnan, Valur og Grindavík. „Þeir fjármunir sem nú skila sér til knattspyrnufélaga á Íslandi skipta aðildarfélögin verulegu máli. Stjórn KSÍ væntir þess að þeim verði ráðstafað til verkefna sem skili bættu starfi til lengri tíma,“ segir meðal annars í frétt á heimasíðu KSÍ en skiptingin til félaganna er annars eftirfarandi.HM framlag til aðildarfélaga KSÍ: Breiðablik | 7.586.191 FH | 7.586.191 ÍBV | 7.586.191 KR | 7.586.191 Stjarnan | 7.586.191 Valur | 7.586.191 Grindavík | 7.586.191 Fylkir | 6.729.095 Selfoss | 6.319.874 ÍA | 6.319.874 Haukar | 6.319.874 Keflavík | 6.319.874 KA | 6.319.847 Fjölnir | 6.319.874 Víkingur R. | 6.115.264 Þróttur R. | 5.910.653 ÍR | 5.910.653 Þór Akureyri | 5.501.432 Víkingur Ólafsvík | 5.501.432 HK | 5.296.821 Fram | 4.887.600 Leiknir R. | 4.273.769 Grótta | 3.682.990 Magni | 3.864.548 Njarðvík | 3.864.548 Sindri | 3.682.990 Tindastóll | 3.682.990 Völsungur | 3.273.769 Leiknir F. | 3.134.634 Afturelding | 3.069.158 Höttur | 2.725.412 Fjarðarbyggð | 2.725.412 Huginn | 2.455.327 Vestri | 2.455.327 Einherji | 2.455.327 Víðir | 2.455.327 Þróttur V. | 2.046.105 KF | 1.636.884 Dalvík/Reynir | 1.636.884 Álftanes | 1.636.884 Ægir | 1.636.884 Reynir S. | 1.227.663 KFR | 818.442 Snæfell/UDN | 818.442 Skallagrímur | 818.442 Kormákur/Hvöt | 818.442 Hamar | 818.442 Félög án barna- og unglingastarfs, 30 félög, fá samtals 1,7 milljónir króna, eða 56.000.- hvert félag.
HM 2018 í Rússlandi Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Fótbolti Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira