Bæjarstjóra óheimilt að afsala sér launum sem bæjarfulltrúi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 05:00 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fær alls 2,2 milljónir á mánuði samkvæmt nýjum ráðningarsamningi. Fréttablaðið/Anton Brink Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að mánaðarlaun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra verði rúmar 2,2 milljónir króna. Gunnar hafði boðað það að hann myndi afsala sér launum sem bæjarfulltrúi á kjörtímabilinu en í ljós kom að það gat hann ekki gert. Þrátt fyrir að bæjarstjóralaunin hafi verið lækkuð á móti sat bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans hjá við afgreiðslu málsins í gær. Hann segir launin enn allt of há. „Við töldum okkur ekki geta samþykkt þessi ráðningarkjör. Þetta eru allt of há laun miðað við vinnu,“ segir Ingvar Arnarson, bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans, sem sat hjá við afgreiðslu málsins. Þá hafi hann einnig gert athugasemd við bifreiðahlunnindi bæjarstjórans, sem bærinn sér fyrir Toyota Land Cruiser-jeppa og greiðir af honum allan rekstrarkostnað. „Miðað við vegalengdir, umhverfissjónarmið og laun þá þykir okkur rétt að hann sjái um sín bílamál sjálfur, eða ef það á að vera bíll að hann verði þá umhverfisvænn,“ segir Ingvar og bætir við að hann hafi grínast með að best færi á því að bæjarstjórinn fengi rafhjól frá IKEA.Áslaug Hulda Jónsdóttir. Fréttablaðið/ValliSamkvæmt ráðningarsamningi Gunnars fær hann greiddar 1.282 þúsund krónur í grunnlaun fyrir dagvinnu sem bæjarstjóri, auk fastrar mánaðarlegrar yfirvinnu sem nemur 732.246 krónum. Ofan á þetta leggjast síðan rúmlega 199 þúsund krónur sem Gunnar fær greiddar sem bæjarfulltrúi. Mikil umræða var fyrir sveitarstjórnarkosningar um launakjör kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra, meðal annars vegna umfjöllunar Fréttablaðsins um miklar hækkanir til þeirra. Eftir kosningar kvaðst Gunnar ætla að afþakka bæjarfulltrúalaunin eftir að hafa náð inn sem aðalmaður. Í ráðningarsamningnum kemur fram að samkvæmt sveitarstjórnarlögum sé „bæjarstjóra óheimilt að afsala sér greiðslu launa fyrir setu í bæjarstjórn“. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að vegna þessa hafi bæjarstjóralaunin verið endurskoðuð og ákveðið að lækka þau. Bæði hafi föstum yfirvinnutímum bæjarstjóra verið fækkað og grunnlaunin lækkuð og að bæjarfulltrúalaunum meðtöldum nemi lækkunin um tíu prósentum. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Laun bæjarstjóra Kópavogs sættu harðri gagnrýni fyrir kosningar eftir að hafa hækkað um 32 prósent milli ára. Leggur nú til að laun hans og bæjarfulltrúa Kópavogs lækki um 15 prósent. Verður áfram næstlaunahæsti bæjarstjórinn. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að mánaðarlaun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra verði rúmar 2,2 milljónir króna. Gunnar hafði boðað það að hann myndi afsala sér launum sem bæjarfulltrúi á kjörtímabilinu en í ljós kom að það gat hann ekki gert. Þrátt fyrir að bæjarstjóralaunin hafi verið lækkuð á móti sat bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans hjá við afgreiðslu málsins í gær. Hann segir launin enn allt of há. „Við töldum okkur ekki geta samþykkt þessi ráðningarkjör. Þetta eru allt of há laun miðað við vinnu,“ segir Ingvar Arnarson, bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans, sem sat hjá við afgreiðslu málsins. Þá hafi hann einnig gert athugasemd við bifreiðahlunnindi bæjarstjórans, sem bærinn sér fyrir Toyota Land Cruiser-jeppa og greiðir af honum allan rekstrarkostnað. „Miðað við vegalengdir, umhverfissjónarmið og laun þá þykir okkur rétt að hann sjái um sín bílamál sjálfur, eða ef það á að vera bíll að hann verði þá umhverfisvænn,“ segir Ingvar og bætir við að hann hafi grínast með að best færi á því að bæjarstjórinn fengi rafhjól frá IKEA.Áslaug Hulda Jónsdóttir. Fréttablaðið/ValliSamkvæmt ráðningarsamningi Gunnars fær hann greiddar 1.282 þúsund krónur í grunnlaun fyrir dagvinnu sem bæjarstjóri, auk fastrar mánaðarlegrar yfirvinnu sem nemur 732.246 krónum. Ofan á þetta leggjast síðan rúmlega 199 þúsund krónur sem Gunnar fær greiddar sem bæjarfulltrúi. Mikil umræða var fyrir sveitarstjórnarkosningar um launakjör kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra, meðal annars vegna umfjöllunar Fréttablaðsins um miklar hækkanir til þeirra. Eftir kosningar kvaðst Gunnar ætla að afþakka bæjarfulltrúalaunin eftir að hafa náð inn sem aðalmaður. Í ráðningarsamningnum kemur fram að samkvæmt sveitarstjórnarlögum sé „bæjarstjóra óheimilt að afsala sér greiðslu launa fyrir setu í bæjarstjórn“. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að vegna þessa hafi bæjarstjóralaunin verið endurskoðuð og ákveðið að lækka þau. Bæði hafi föstum yfirvinnutímum bæjarstjóra verið fækkað og grunnlaunin lækkuð og að bæjarfulltrúalaunum meðtöldum nemi lækkunin um tíu prósentum.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Laun bæjarstjóra Kópavogs sættu harðri gagnrýni fyrir kosningar eftir að hafa hækkað um 32 prósent milli ára. Leggur nú til að laun hans og bæjarfulltrúa Kópavogs lækki um 15 prósent. Verður áfram næstlaunahæsti bæjarstjórinn. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Laun bæjarstjóra Kópavogs sættu harðri gagnrýni fyrir kosningar eftir að hafa hækkað um 32 prósent milli ára. Leggur nú til að laun hans og bæjarfulltrúa Kópavogs lækki um 15 prósent. Verður áfram næstlaunahæsti bæjarstjórinn. 29. júní 2018 06:00