Fótbolti

PSG keypti fyrirliða þýska 21 árs landsliðsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Thilo Kehrer.
Thilo Kehrer. Vísir/Getty
Thilo Kehrer er nýjasti leikmaður franska stórliðsins Paris Saint Germain sem keypti þýska varnarmanninn í dag.

PSG borgaði Schalke 37 milljónir evra fyrir þenann 21 árs gamla varnarmann og leikmaðurinn skrifaði í kjölfarið undir fimm ára samning.

Thilo Kehrer hefur vakti mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Schalke og þá er hann einnig fyrirliði þýska 21 árs landsliðsins. Með hann í fararbroddi náði Schalke 04 öðru sætinu í þýsku deildinni á síðustu leiktíð.

„Allir í Evrópu vita hversu öflugt og spennandi Paris St-Germain verkefnið er,“ sagði Thilo Kehrer við heimasíðu Paris Saint Germain.

„Það er með mikilli ánægju og af miklum metnaði sem ég skrifa undir hjá Paris Saint-Germain í dag. Ég gæti ekki hugsað mér betra félag til að hjálpa mér við að ná markmiðum mínum í fótboltanum,“ sagði Thilo Kehrer.





Thilo Kehrer skoraði 4 mörk í 59 leikjum með Schalke í öllum keppnum. Hann er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur bæði spilað í vörninni sem og inná miðjunni.

„Nokkur stór félög voru að eltast við undirskrift hans en hann valdi Paris Saint-Germain,“ sagði Nasser Al-Khelaïfi, stjórnarformaður PSG.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×