Júlíana og Leó misstu fyrsta og eina barnið sitt: „Hún kom ekki til baka“ Bergþór Másson skrifar 16. ágúst 2018 21:30 Júlíana Karvelsdóttir og unnusti hennar, Leó Baldursson, misstu sitt fyrsta og eina barn fyrir tæpu ári. Þau voru þá aðeins 21 og 23 ára gömul. Dóttir þeirra, sem hét Heiðrún, fæddist með hjartagalla og lést aðeins sjö mánaða gömul. Sindri Sindrason ræddi við þau í Ísland í dag í kvöld. Heiðrún fæddist 4. júní árið 2017 með hjarta- og litningagalla. Hjartagallinn hafði komið í ljós á tuttugustu viku meðgöngunnar en að um litningargalla væri að ræða var ekki staðfest fyrr en þremur mánuðum eftir fæðingu. „Við tókum því sem við fengum, okkur var boðið að binda enda á þetta á 24. viku en við sögðum bara að við tækjum því sem við fengum,“ segir Júlíana.Kom ekki til baka eftir hjartastopp 7. janúar, þegar Heiðrún var sjö mánaða gömul, fóru foreldar hennar með hana á Læknavaktina og þaðan á Barnaspítalann. „Þá var hún farin að detta út, við náðum engu sambandi við hana, þegar við erum komin með hana á Læknavaktina þá er hún farin að blána svolítið, þannig við brunum með hana upp á Barnaspítala.“ Á Barnaspítalanum fer hún í allskonar rannsóknir. Þá var hún greind með þvagfærasýkingu, eyrnabólgu, hálsbólgu og háan lungnaþrýsting. Heiðrún var sett í öndunarvél uppi á gjörgæslu og fór þar í hjartastopp. „Þeir bara hnoða hana og okkur var sagt að það hafi verið í tuttugu mínútur. Hún kom ekki til baka eftir þetta. Það var búið að fara í rannsóknir á líffærunum og þau voru öll hætt að starfa eðlilega.“ Heiðrún lést þann 12. janúar 2018.Tilbúin að tala um þetta Eftir andlát Heiðrúnar segja Júlíana og Leó samband þeirra hafa styrkst. „Þetta er erfitt, við bara pössum upp á hvort annað og svo bara gerum við eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt að gera og við minnumst hennar í gleði.“ Júlíana segir að margt hafi breyst eftir að Heiðrún lést og að sumt fólk komi öðruvísi fram við hana og Leó. „Fólki finnst oft erfitt að spyrja okkur um Heiðrúnu, en það þarf ekki að vera. Við erum alveg tilbúin að tala um allt hennar og mér finnst betra að fólk spyrji okkur hvað hafi komið fyrir.“ Júlíana og öll fjölskylda hennar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Neistans, styrktarfélags hjartaveikra barna.Hægt er að heita á þau hér. Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Júlíana Karvelsdóttir og unnusti hennar, Leó Baldursson, misstu sitt fyrsta og eina barn fyrir tæpu ári. Þau voru þá aðeins 21 og 23 ára gömul. Dóttir þeirra, sem hét Heiðrún, fæddist með hjartagalla og lést aðeins sjö mánaða gömul. Sindri Sindrason ræddi við þau í Ísland í dag í kvöld. Heiðrún fæddist 4. júní árið 2017 með hjarta- og litningagalla. Hjartagallinn hafði komið í ljós á tuttugustu viku meðgöngunnar en að um litningargalla væri að ræða var ekki staðfest fyrr en þremur mánuðum eftir fæðingu. „Við tókum því sem við fengum, okkur var boðið að binda enda á þetta á 24. viku en við sögðum bara að við tækjum því sem við fengum,“ segir Júlíana.Kom ekki til baka eftir hjartastopp 7. janúar, þegar Heiðrún var sjö mánaða gömul, fóru foreldar hennar með hana á Læknavaktina og þaðan á Barnaspítalann. „Þá var hún farin að detta út, við náðum engu sambandi við hana, þegar við erum komin með hana á Læknavaktina þá er hún farin að blána svolítið, þannig við brunum með hana upp á Barnaspítala.“ Á Barnaspítalanum fer hún í allskonar rannsóknir. Þá var hún greind með þvagfærasýkingu, eyrnabólgu, hálsbólgu og háan lungnaþrýsting. Heiðrún var sett í öndunarvél uppi á gjörgæslu og fór þar í hjartastopp. „Þeir bara hnoða hana og okkur var sagt að það hafi verið í tuttugu mínútur. Hún kom ekki til baka eftir þetta. Það var búið að fara í rannsóknir á líffærunum og þau voru öll hætt að starfa eðlilega.“ Heiðrún lést þann 12. janúar 2018.Tilbúin að tala um þetta Eftir andlát Heiðrúnar segja Júlíana og Leó samband þeirra hafa styrkst. „Þetta er erfitt, við bara pössum upp á hvort annað og svo bara gerum við eitthvað sem okkur finnst skemmtilegt að gera og við minnumst hennar í gleði.“ Júlíana segir að margt hafi breyst eftir að Heiðrún lést og að sumt fólk komi öðruvísi fram við hana og Leó. „Fólki finnst oft erfitt að spyrja okkur um Heiðrúnu, en það þarf ekki að vera. Við erum alveg tilbúin að tala um allt hennar og mér finnst betra að fólk spyrji okkur hvað hafi komið fyrir.“ Júlíana og öll fjölskylda hennar ætla að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkurmaraþoninu til styrktar Neistans, styrktarfélags hjartaveikra barna.Hægt er að heita á þau hér.
Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu