Borgin hefur varið 11,3 milljónum í sálfræðinga vegna eineltismála Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. „Upphæðin er slík að ég sé fyrir mér enn meiri ástæðu til að færa þessi mál betur inn í borgina og mannauðsdeildina,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um kostnað borgarinnar við aðkeypta þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga vegna eineltismála. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar um kostnaðinn, sem birtist í fundargerð borgarráðs í gær, kemur fram að kostnaðurinn hafi numið rúmum 11,3 milljónum króna síðastliðin fimm ár. Borgarráð samþykkti í júlí síðastliðnum tillögu Kolbrúnar um stofnun stýrihóps um endurskoðun gildandi stefnumótunar borgarinnar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Hugmyndin er að Kolbrún fari fyrir hópnum og nýti þar áralanga reynslu sína sem sálfræðingur á þessu sviði. „Markmiðið er að borgin eigi að geta sinnt stofnunum borgarinnar betur í þessum málum og þurfi ekki að leita alltaf út á við, því það kostar auðvitað mjög mikið. Ég vil koma inn með verkferla, tillögur að forvörnum og úrvinnslu mála enda hef ég verið lengi að vinna í þessum málum sjálf,“ segir Kolbrún sem kveðst í tengslum við tillögu sína um stofnun þessa stýrihóps hafa viljað fá að vita hvað borgin væri að borga fólki úti í bæ fyrir að taka á þessum málum. „Það er mannauðsdeild hér á vegum borgarinnar og jafnvel þótt einhver tengsl séu þá er lítið mál að láta viðkomandi víkja og kalla annan inn, búa til öflugt teymi. Eins þegar stofnanir borgarinnar eru með yfirmann sem verið er að kvarta yfir, þá þarf borgin að geta tekið á þessum málum af fagmennsku.“ Í svarinu segir að mannauðsdeild ráðhússins og mannauðsþjónustur fagsviða sinni forvörnum í tengslum við samskiptamál og vinnustaðarmenningu starfsstaða. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira
„Upphæðin er slík að ég sé fyrir mér enn meiri ástæðu til að færa þessi mál betur inn í borgina og mannauðsdeildina,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um kostnað borgarinnar við aðkeypta þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga vegna eineltismála. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar um kostnaðinn, sem birtist í fundargerð borgarráðs í gær, kemur fram að kostnaðurinn hafi numið rúmum 11,3 milljónum króna síðastliðin fimm ár. Borgarráð samþykkti í júlí síðastliðnum tillögu Kolbrúnar um stofnun stýrihóps um endurskoðun gildandi stefnumótunar borgarinnar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Hugmyndin er að Kolbrún fari fyrir hópnum og nýti þar áralanga reynslu sína sem sálfræðingur á þessu sviði. „Markmiðið er að borgin eigi að geta sinnt stofnunum borgarinnar betur í þessum málum og þurfi ekki að leita alltaf út á við, því það kostar auðvitað mjög mikið. Ég vil koma inn með verkferla, tillögur að forvörnum og úrvinnslu mála enda hef ég verið lengi að vinna í þessum málum sjálf,“ segir Kolbrún sem kveðst í tengslum við tillögu sína um stofnun þessa stýrihóps hafa viljað fá að vita hvað borgin væri að borga fólki úti í bæ fyrir að taka á þessum málum. „Það er mannauðsdeild hér á vegum borgarinnar og jafnvel þótt einhver tengsl séu þá er lítið mál að láta viðkomandi víkja og kalla annan inn, búa til öflugt teymi. Eins þegar stofnanir borgarinnar eru með yfirmann sem verið er að kvarta yfir, þá þarf borgin að geta tekið á þessum málum af fagmennsku.“ Í svarinu segir að mannauðsdeild ráðhússins og mannauðsþjónustur fagsviða sinni forvörnum í tengslum við samskiptamál og vinnustaðarmenningu starfsstaða.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Sjá meira