Borgin hefur varið 11,3 milljónum í sálfræðinga vegna eineltismála Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. ágúst 2018 05:00 Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins. „Upphæðin er slík að ég sé fyrir mér enn meiri ástæðu til að færa þessi mál betur inn í borgina og mannauðsdeildina,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um kostnað borgarinnar við aðkeypta þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga vegna eineltismála. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar um kostnaðinn, sem birtist í fundargerð borgarráðs í gær, kemur fram að kostnaðurinn hafi numið rúmum 11,3 milljónum króna síðastliðin fimm ár. Borgarráð samþykkti í júlí síðastliðnum tillögu Kolbrúnar um stofnun stýrihóps um endurskoðun gildandi stefnumótunar borgarinnar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Hugmyndin er að Kolbrún fari fyrir hópnum og nýti þar áralanga reynslu sína sem sálfræðingur á þessu sviði. „Markmiðið er að borgin eigi að geta sinnt stofnunum borgarinnar betur í þessum málum og þurfi ekki að leita alltaf út á við, því það kostar auðvitað mjög mikið. Ég vil koma inn með verkferla, tillögur að forvörnum og úrvinnslu mála enda hef ég verið lengi að vinna í þessum málum sjálf,“ segir Kolbrún sem kveðst í tengslum við tillögu sína um stofnun þessa stýrihóps hafa viljað fá að vita hvað borgin væri að borga fólki úti í bæ fyrir að taka á þessum málum. „Það er mannauðsdeild hér á vegum borgarinnar og jafnvel þótt einhver tengsl séu þá er lítið mál að láta viðkomandi víkja og kalla annan inn, búa til öflugt teymi. Eins þegar stofnanir borgarinnar eru með yfirmann sem verið er að kvarta yfir, þá þarf borgin að geta tekið á þessum málum af fagmennsku.“ Í svarinu segir að mannauðsdeild ráðhússins og mannauðsþjónustur fagsviða sinni forvörnum í tengslum við samskiptamál og vinnustaðarmenningu starfsstaða. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
„Upphæðin er slík að ég sé fyrir mér enn meiri ástæðu til að færa þessi mál betur inn í borgina og mannauðsdeildina,“ segir Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, um kostnað borgarinnar við aðkeypta þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga vegna eineltismála. Í svari við fyrirspurn Kolbrúnar um kostnaðinn, sem birtist í fundargerð borgarráðs í gær, kemur fram að kostnaðurinn hafi numið rúmum 11,3 milljónum króna síðastliðin fimm ár. Borgarráð samþykkti í júlí síðastliðnum tillögu Kolbrúnar um stofnun stýrihóps um endurskoðun gildandi stefnumótunar borgarinnar gegn einelti, áreitni og ofbeldi. Hugmyndin er að Kolbrún fari fyrir hópnum og nýti þar áralanga reynslu sína sem sálfræðingur á þessu sviði. „Markmiðið er að borgin eigi að geta sinnt stofnunum borgarinnar betur í þessum málum og þurfi ekki að leita alltaf út á við, því það kostar auðvitað mjög mikið. Ég vil koma inn með verkferla, tillögur að forvörnum og úrvinnslu mála enda hef ég verið lengi að vinna í þessum málum sjálf,“ segir Kolbrún sem kveðst í tengslum við tillögu sína um stofnun þessa stýrihóps hafa viljað fá að vita hvað borgin væri að borga fólki úti í bæ fyrir að taka á þessum málum. „Það er mannauðsdeild hér á vegum borgarinnar og jafnvel þótt einhver tengsl séu þá er lítið mál að láta viðkomandi víkja og kalla annan inn, búa til öflugt teymi. Eins þegar stofnanir borgarinnar eru með yfirmann sem verið er að kvarta yfir, þá þarf borgin að geta tekið á þessum málum af fagmennsku.“ Í svarinu segir að mannauðsdeild ráðhússins og mannauðsþjónustur fagsviða sinni forvörnum í tengslum við samskiptamál og vinnustaðarmenningu starfsstaða.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira