Risavaxið erfðamengi hveitis kortlagt Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 17. ágúst 2018 07:30 Dýpri þekking á erfðamengi hveitis er sögð vera forsenda þess að hægt verði tryggja fæðuöryggi. NORDICPHOTOS/GETTY Alþjóðlegur hópur vísindamanna – skipaður 200 erfða- og líffræðingum frá 73 rannsóknarstofnunum í 20 löndum – hefur lokið 13 ára verkefni sem miðaði að því að kortleggja að fullu erfðamengi hveitis. Áfanginn þykir marka þáttaskil í því langtíma verkefni að tryggja hnattrænt fæðuöryggi en hveiti tekur til eins fimmta af öllum hitaeiningum sem mannkyn neytir á ári. Niðurstöðurnar voru birtar í gærkvöldi í vísindaritinu Science. Í niðurstöðunum er að finna upplýsingar sem lýsa af mikilli nákvæmni um 94 prósentum af erfðamengi hveititegundarinnar Triticum aesticum L. Upplýsingarnar munu nýtast í ræktun annarra tegunda hveitis, en þær eru birtar með þeim hætti að mögulegt er að staðsetja vissar táknraðir í erfðamenginu. Þetta þýðir að ræktendur hveitis munu nú eiga auðveldara með að hámarka uppskeru sína með því að eiga við erfðaefni plöntunnar.Tölulegar staðreyndir um hveiti.„Gert er ráð fyrir því að árið 2050 muni heimurinn þurfa 60 prósent meira hveiti en er framleitt nú til að mæta eftirspurn,“ segir Cristobal Uauy, verkefnastjóri hjá John Innes-miðstöðinni á Bretlandi og sérfræðingur í erfðafræði nytjaplantna. „Við höfum aldrei verið í betri aðstöðu en núna að auka uppskeru, til að rækta plöntur með hærra næringargildi og að búa til tegundir sem munu þola áhrif loftslagsbreytinga betur. „Þökk sé niðurstöðunum sem við birtum nú ásamt kollegum okkar ytra höfum við aldrei verið í betri aðstöðu en nú til að auka uppskeru, til að rækta plöntur sem hafa hærra næringargildi og til að búa til ný afbrigði sem þola áhrif loftslagsbreytinga betur.“ Uppskera hveitis hefur dregist saman víða um heim sökum breytinga á veðurfari, sjúkdóma og ágangs skordýra. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og mannfólki fjölgar hratt. Alþjóðlegu samtökin um raðgreiningu hveitis (IWAC), sem stutt hafa verkefnið undanfarin ár, segja dýpri þekkingu á erfðaefni hveitis nauðsynlega til að forðast matarskort í framtíðinni. Lengi vel var það talið ómögulegt að raðgreina erfðamengi hveitis, þá fyrst og fremst sökum þess hversu risavaxið og flókið það er. Það er fimm sinnum stærra en erfðamengi mannsins. Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Alþjóðlegur hópur vísindamanna – skipaður 200 erfða- og líffræðingum frá 73 rannsóknarstofnunum í 20 löndum – hefur lokið 13 ára verkefni sem miðaði að því að kortleggja að fullu erfðamengi hveitis. Áfanginn þykir marka þáttaskil í því langtíma verkefni að tryggja hnattrænt fæðuöryggi en hveiti tekur til eins fimmta af öllum hitaeiningum sem mannkyn neytir á ári. Niðurstöðurnar voru birtar í gærkvöldi í vísindaritinu Science. Í niðurstöðunum er að finna upplýsingar sem lýsa af mikilli nákvæmni um 94 prósentum af erfðamengi hveititegundarinnar Triticum aesticum L. Upplýsingarnar munu nýtast í ræktun annarra tegunda hveitis, en þær eru birtar með þeim hætti að mögulegt er að staðsetja vissar táknraðir í erfðamenginu. Þetta þýðir að ræktendur hveitis munu nú eiga auðveldara með að hámarka uppskeru sína með því að eiga við erfðaefni plöntunnar.Tölulegar staðreyndir um hveiti.„Gert er ráð fyrir því að árið 2050 muni heimurinn þurfa 60 prósent meira hveiti en er framleitt nú til að mæta eftirspurn,“ segir Cristobal Uauy, verkefnastjóri hjá John Innes-miðstöðinni á Bretlandi og sérfræðingur í erfðafræði nytjaplantna. „Við höfum aldrei verið í betri aðstöðu en núna að auka uppskeru, til að rækta plöntur með hærra næringargildi og að búa til tegundir sem munu þola áhrif loftslagsbreytinga betur. „Þökk sé niðurstöðunum sem við birtum nú ásamt kollegum okkar ytra höfum við aldrei verið í betri aðstöðu en nú til að auka uppskeru, til að rækta plöntur sem hafa hærra næringargildi og til að búa til ný afbrigði sem þola áhrif loftslagsbreytinga betur.“ Uppskera hveitis hefur dregist saman víða um heim sökum breytinga á veðurfari, sjúkdóma og ágangs skordýra. Þetta er þróun sem á sér stað á sama tíma og mannfólki fjölgar hratt. Alþjóðlegu samtökin um raðgreiningu hveitis (IWAC), sem stutt hafa verkefnið undanfarin ár, segja dýpri þekkingu á erfðaefni hveitis nauðsynlega til að forðast matarskort í framtíðinni. Lengi vel var það talið ómögulegt að raðgreina erfðamengi hveitis, þá fyrst og fremst sökum þess hversu risavaxið og flókið það er. Það er fimm sinnum stærra en erfðamengi mannsins.
Birtist í Fréttablaðinu Vísindi Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira