Frétti rétt fyrir leik að morðingi systur hennar hefði verið látinn laus Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2018 09:00 Serena Williams. Vísir/Getty Serena Williams átti alls ekki góðan dag á Mubadala Silicon Valley Classic tennismótinu á dögunum þar sem hún tapaði sannfærandi fyrir Johannu Konta. Tapið á móti Johannu Konta var stærsta tap Serenu Williams á ferlinum en nú horfa margir á þennan skell tennisdrottningarinnar öðrum augum. Serena Williams sagði nefnilega frá því í viðtali við Time að rétt fyrir þennan leik að hún frétt af því að morðingi systur hennar hafi verið látinn laus."I couldn't shake it out of my mind," Serena Williams told Time. https://t.co/B5lLj4QA8y — USA TODAY (@USATODAY) August 16, 2018Maðurinn fékk reynslulausn en hann drap systur hennar Yetunde Price árið 2003. Yetunde Price var 31 árs gömul þegar hún var myrt en hún var hálfsystir þeirra tennissystra Venusar og Serenu Williams. Leikur Serenu Williams og Johannu Konta tók aðeins 52 mínútur og Konta vann hann 6-1 og 6-0. Eftir leikinn talaði Serena Williams ekki um morðingja systur hennar heldur að hún óttaðist það að hún væri ekki nógu góð móðir. Serena var búinn að leggja mikið á sig við að komast aftur inn á tennisvöllinn en það kostaði líka fjarveru frá ellefu mánaða dóttur hennar Alexis Olympiu Ohanian. Robert E. Maxfield fékk reynslulausn þremur árum áður en fangelsivist hans átti að ljúka. Hann skaut Price til bana.Serena Williams opens up about her complicated comeback, motherhood and making time to be selfish https://t.co/6AsAAlvM27 — TIME (@TIME) August 17, 2018„Þetta var mjög erfitt því ég gat ekki hugsað um annað en börnin hennar og hvað þau skiptu mig miklu máli. Og hvað ég elska þau mikið,“ sagði Serena við Time. Yetunde Price var þriggja barna móðir. Serena Williams segðist heldur ekki getað skilið það af hversu þessi maður var laus úr fangelsi. „Hvað sem gerist þá er systir mín ekki að koma til baka vegna góðrar hegðunnar. Það er ósanngjarnt að hún fær aldrei aftur tækifæri til að faðma mig,“ sagði Serena. Serena Williams segist vilja læra að fyrirgefa og að hún ætli að kenna dóttur sinni það. „Ég er bara ekki komin þangað ennþá. Ég vil læra að fyrirgefa og ég mun komast þangað,“ sagði Serena.Serena Williams for TIME pic.twitter.com/pEtt5NbhAN — Luis. (@serenapower_) August 16, 2018 Tennis Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Fleiri fréttir Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Sjá meira
Serena Williams átti alls ekki góðan dag á Mubadala Silicon Valley Classic tennismótinu á dögunum þar sem hún tapaði sannfærandi fyrir Johannu Konta. Tapið á móti Johannu Konta var stærsta tap Serenu Williams á ferlinum en nú horfa margir á þennan skell tennisdrottningarinnar öðrum augum. Serena Williams sagði nefnilega frá því í viðtali við Time að rétt fyrir þennan leik að hún frétt af því að morðingi systur hennar hafi verið látinn laus."I couldn't shake it out of my mind," Serena Williams told Time. https://t.co/B5lLj4QA8y — USA TODAY (@USATODAY) August 16, 2018Maðurinn fékk reynslulausn en hann drap systur hennar Yetunde Price árið 2003. Yetunde Price var 31 árs gömul þegar hún var myrt en hún var hálfsystir þeirra tennissystra Venusar og Serenu Williams. Leikur Serenu Williams og Johannu Konta tók aðeins 52 mínútur og Konta vann hann 6-1 og 6-0. Eftir leikinn talaði Serena Williams ekki um morðingja systur hennar heldur að hún óttaðist það að hún væri ekki nógu góð móðir. Serena var búinn að leggja mikið á sig við að komast aftur inn á tennisvöllinn en það kostaði líka fjarveru frá ellefu mánaða dóttur hennar Alexis Olympiu Ohanian. Robert E. Maxfield fékk reynslulausn þremur árum áður en fangelsivist hans átti að ljúka. Hann skaut Price til bana.Serena Williams opens up about her complicated comeback, motherhood and making time to be selfish https://t.co/6AsAAlvM27 — TIME (@TIME) August 17, 2018„Þetta var mjög erfitt því ég gat ekki hugsað um annað en börnin hennar og hvað þau skiptu mig miklu máli. Og hvað ég elska þau mikið,“ sagði Serena við Time. Yetunde Price var þriggja barna móðir. Serena Williams segðist heldur ekki getað skilið það af hversu þessi maður var laus úr fangelsi. „Hvað sem gerist þá er systir mín ekki að koma til baka vegna góðrar hegðunnar. Það er ósanngjarnt að hún fær aldrei aftur tækifæri til að faðma mig,“ sagði Serena. Serena Williams segist vilja læra að fyrirgefa og að hún ætli að kenna dóttur sinni það. „Ég er bara ekki komin þangað ennþá. Ég vil læra að fyrirgefa og ég mun komast þangað,“ sagði Serena.Serena Williams for TIME pic.twitter.com/pEtt5NbhAN — Luis. (@serenapower_) August 16, 2018
Tennis Mest lesið Diogo Jota lést í bílslysi Fótbolti Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Enski boltinn Glódís mætti ekki á æfingu Fótbolti Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fótbolti Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Fótbolti „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Fótbolti Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Enski boltinn Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Körfubolti Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Handbolti Fleiri fréttir Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Sjáðu úrslitin ráðast í æsispennandi vítakeppni í Vestmannaeyjum Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Diogo Jota lést í bílslysi Hita upp fyrir HM með úrslitaleik um Gullbikarinn Myndasyrpa: Stelpurnar vel studdar í svekkjandi tapi „Ótrúlega gott fyrir hjartað að sjá þau“ Ásthildur Helga: Þetta var bara lélegt Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Dagskráin: Meistararnir mæta í Mosfellsbæ og Orkumótið í Eyjum Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Skórnir hennar seldust upp á mínútu Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Dramatík í endurkomusigri Norðmanna í hinum leik íslenska riðilsins Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Jóhann Berg kominn með nýtt lið á Arabíuskaganum Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn „Heilt yfir var ég bara sáttur“ „Ég var bara með niðurgang“ Sjá meira