Haukar notuðu sektarsjóðinn til að styrkja þjálfarann og systur hans Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. ágúst 2018 15:30 Úr leik Hauka í Inkasso deildinni fréttablaðið/andri marínó Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Haukum ákvað að taka pening úr sektarsjóði sínum og styrkja systur þjálfara síns sem hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu. Svava Björnsdóttir og eiginmaður hennar misstu son sinn Kristján á miðri meðgöngu á síðasta ári. Hún, ásamt hópi annara, hleypur í minningu Kristjáns í Reykjavíkurmaraþoninu og safnar áheitum til styrktar Gleym-mér-ei, styrktarfélagi forledra sem missa börn á meðgöngu eða í fæðingu. Bróðir Svövu er Kristján Ómar Björnsson, þjálfari karlaliðs Hauka í fótbolta. Hann sagðist hafa ákveðið að misnota aðstöðu sína í eitt skipti og senda strákunum eina slóð í lok töflufundar. Slóðin var á styrktarsíðu Svövu. Þeir ákváðu svo sjálfir að taka sig saman og styrkja málefnið. „Kristján skiptir Hauka miklu máli og sem Haukamaður þá stendur maður alltaf með sínum,“ sagði Sigmundur Einar Jónsson, einn leikmanna Hauka, í samtali við Vísi. „Ég þekki það sjálfur sem pabbi að eignast barn og hvað það er fallegt allt saman. Orð fá því ekki lýst hvað það getur verið mikil sorg í fjölskyldunni í langan tíma eftir þetta og að geta styrkt félag sem styður við foreldra sem hafa misst börnin sín er alveg ómetanlegt.“ Sigmundur sagði strákana hafa ákveðið strax inni í klefa að loknum töflufundinum að styrkja Kristján og Svövu, það hafi tekið þá um 20 sekúndur að klára málið. Styrkur Hauka kom úr sektarsjóði félagsins, sjóðs sem strákarnir borga í fyrir að vera seinir á æfingar, fá „heimskuleg“ gul eða rauð spjöld og svo framvegis, og rennur annars í skemmtinefnd félagsins. „Það er ágætt að þetta sé að fara í eitthvað gott en ekki einhverja vitleysu eins og flöskuborð á B5,“ sagði Sigmundur. Kristján sagði strákana marga hverja hafa styrkt málefnið persónulega, bæði nafnlaust og undir nafni, fyrir utan framlagið sem liðið sendi sameiginlega frá sér. Kristján er ekki í þeim hópi sem hleypur með Svövu því Haukar eiga leik í Inkasso deildinni á laugardaginn, þeir mæta Selfyssingum fyrir austan fjall í fallbaráttuslag.Safnast hafa meira en 106,8 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið í ár þegar þetta er skrifað, þar af 3 milljónir fyrir Gleym-mér-ei. Áheitasöfnunin stendur ennþá yfir og er hægt að kynna sér hlauparana og málefnin á síðunni Hlaupastyrkur. Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hjá Haukum ákvað að taka pening úr sektarsjóði sínum og styrkja systur þjálfara síns sem hleypur í Reykjavíkurmaraþoninu. Svava Björnsdóttir og eiginmaður hennar misstu son sinn Kristján á miðri meðgöngu á síðasta ári. Hún, ásamt hópi annara, hleypur í minningu Kristjáns í Reykjavíkurmaraþoninu og safnar áheitum til styrktar Gleym-mér-ei, styrktarfélagi forledra sem missa börn á meðgöngu eða í fæðingu. Bróðir Svövu er Kristján Ómar Björnsson, þjálfari karlaliðs Hauka í fótbolta. Hann sagðist hafa ákveðið að misnota aðstöðu sína í eitt skipti og senda strákunum eina slóð í lok töflufundar. Slóðin var á styrktarsíðu Svövu. Þeir ákváðu svo sjálfir að taka sig saman og styrkja málefnið. „Kristján skiptir Hauka miklu máli og sem Haukamaður þá stendur maður alltaf með sínum,“ sagði Sigmundur Einar Jónsson, einn leikmanna Hauka, í samtali við Vísi. „Ég þekki það sjálfur sem pabbi að eignast barn og hvað það er fallegt allt saman. Orð fá því ekki lýst hvað það getur verið mikil sorg í fjölskyldunni í langan tíma eftir þetta og að geta styrkt félag sem styður við foreldra sem hafa misst börnin sín er alveg ómetanlegt.“ Sigmundur sagði strákana hafa ákveðið strax inni í klefa að loknum töflufundinum að styrkja Kristján og Svövu, það hafi tekið þá um 20 sekúndur að klára málið. Styrkur Hauka kom úr sektarsjóði félagsins, sjóðs sem strákarnir borga í fyrir að vera seinir á æfingar, fá „heimskuleg“ gul eða rauð spjöld og svo framvegis, og rennur annars í skemmtinefnd félagsins. „Það er ágætt að þetta sé að fara í eitthvað gott en ekki einhverja vitleysu eins og flöskuborð á B5,“ sagði Sigmundur. Kristján sagði strákana marga hverja hafa styrkt málefnið persónulega, bæði nafnlaust og undir nafni, fyrir utan framlagið sem liðið sendi sameiginlega frá sér. Kristján er ekki í þeim hópi sem hleypur með Svövu því Haukar eiga leik í Inkasso deildinni á laugardaginn, þeir mæta Selfyssingum fyrir austan fjall í fallbaráttuslag.Safnast hafa meira en 106,8 milljónir í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið í ár þegar þetta er skrifað, þar af 3 milljónir fyrir Gleym-mér-ei. Áheitasöfnunin stendur ennþá yfir og er hægt að kynna sér hlauparana og málefnin á síðunni Hlaupastyrkur.
Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþon Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Sport Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira