Annmarkar á framkvæmd kosninga í Árneshreppi en kæru um ógildingu hafnað Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2018 18:28 Frá Norðurfirði í Árneshreppi. STÖÐ 2/BALDUR HRAFNKELL JÓNSSON Dómsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að umtalsverðir annmarkar hafi verið á undirbúningi og framkvæmd kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps í maí síðastliðinn. Enginn annmarkanna geti þó valdið ógildingu kosninganna. Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins kemur ennfremur fram að ráðuneytið hafi hafnað að fella úrskurð kjörnefndar sýslumanns á Vestfjörðum úr gildi.RÚV greindi fyrst frá málinu síðdegis í dag, en úrskurður dómsmálaráðuneytisins er dagsettur 1. ágúst.Deilt um lögheimilisflutningaMikið var fjallað um kosningarnar í Árneshreppi á sínum tíma þar sem mikið var deilt um byggingu Hvalárvirkjunar, sér í lagi eftir að sautján einstaklingar fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp í aðdraganda kosninganna. Að beiðni Þjóðskrár var lögregla fengin til að kanna lögmæti lögheimilisflutninganna, sem komst að þeirri niðurstöðu að stærstur hluti flutningnanna hafi verið ólöglegur. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins, en fjölgun íbúa nam því 38 prósentum. Þeir Elías Svavar Kristinssona og Ólafur Valsson kærðu undirbúning og framkvæmd kosninganna til kjörnefndar á vegum sýslumannsins á Vestfjörðum. Kærunum var hafnað en þeir Elías Svavar og Ólafur skutu niðurstöðunni til ráðuneytisins sem nú hefur úrskurðað í málinu.AnnmarkarÍ úrskurðinum segir að veigamestu annmarkarnir við framkvæmd kosninganna snúi að „auglýsingu sveitarstjórnarfunda, framlagningu kjörskrár, tilkynningar um breytingar á kjörskrár, skráningu eins einstaklings á kjörskrá sem óljóst er hvort þar átti að vera auk þess sem ekki var fjallað af sveitarstjórn um þær athugasemdir sem bárust við kjörskrá á kjördag.“Allir sem réttilega áttu kosningarétt gátu neytt hansÍ úrskuðinum segir einnig að eftir að umræddir sautján einstaklingar höfðu verið strikaðir út af kjörskrá stóðu þar eftir 46 kjósendur. „Af þeim neyttu 43 kosningaréttar síns. Það sem mestu máli skiptir við mat á því hvort skilyrði 94. gr. laga nr. 5/1998 séu uppfyllt í máli þessu er hvort að annmarkar á undirbúningi og framkvæmd kosninganna hafi orðið til þess að einhverjum þeim sem réttilega átti kosningarétt í Árneshreppi, hafi verið meinað að neyta hans. Telur ráðuneytið alveg ljóst að svo hafi ekki verið og því megi ekki ætla að þeir annmarkar hafi haft áhrif á úrslit þeirra. Er því hafnað kröfu kærenda um ógildingu hins kærða úrskurðar sem og kröfu kærenda um ógildingu kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps sem fram fóru þann 26. maí sl.,“ segir í úrskurðinum. Árneshreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti,“ segir Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi, sem verður ekki grunnskóli næsta vetur. Þar verður boðið upp á námskeið. 1. ágúst 2018 06:00 Kærumálum hafnað en hreppurinn ber kostnað Úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá. 13. júní 2018 22:15 Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00 Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið hefur úrskurðað að umtalsverðir annmarkar hafi verið á undirbúningi og framkvæmd kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps í maí síðastliðinn. Enginn annmarkanna geti þó valdið ógildingu kosninganna. Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins kemur ennfremur fram að ráðuneytið hafi hafnað að fella úrskurð kjörnefndar sýslumanns á Vestfjörðum úr gildi.RÚV greindi fyrst frá málinu síðdegis í dag, en úrskurður dómsmálaráðuneytisins er dagsettur 1. ágúst.Deilt um lögheimilisflutningaMikið var fjallað um kosningarnar í Árneshreppi á sínum tíma þar sem mikið var deilt um byggingu Hvalárvirkjunar, sér í lagi eftir að sautján einstaklingar fluttu lögheimili sitt í Árneshrepp í aðdraganda kosninganna. Að beiðni Þjóðskrár var lögregla fengin til að kanna lögmæti lögheimilisflutninganna, sem komst að þeirri niðurstöðu að stærstur hluti flutningnanna hafi verið ólöglegur. Árneshreppur er fámennasta sveitarfélag landsins, en fjölgun íbúa nam því 38 prósentum. Þeir Elías Svavar Kristinssona og Ólafur Valsson kærðu undirbúning og framkvæmd kosninganna til kjörnefndar á vegum sýslumannsins á Vestfjörðum. Kærunum var hafnað en þeir Elías Svavar og Ólafur skutu niðurstöðunni til ráðuneytisins sem nú hefur úrskurðað í málinu.AnnmarkarÍ úrskurðinum segir að veigamestu annmarkarnir við framkvæmd kosninganna snúi að „auglýsingu sveitarstjórnarfunda, framlagningu kjörskrár, tilkynningar um breytingar á kjörskrár, skráningu eins einstaklings á kjörskrá sem óljóst er hvort þar átti að vera auk þess sem ekki var fjallað af sveitarstjórn um þær athugasemdir sem bárust við kjörskrá á kjördag.“Allir sem réttilega áttu kosningarétt gátu neytt hansÍ úrskuðinum segir einnig að eftir að umræddir sautján einstaklingar höfðu verið strikaðir út af kjörskrá stóðu þar eftir 46 kjósendur. „Af þeim neyttu 43 kosningaréttar síns. Það sem mestu máli skiptir við mat á því hvort skilyrði 94. gr. laga nr. 5/1998 séu uppfyllt í máli þessu er hvort að annmarkar á undirbúningi og framkvæmd kosninganna hafi orðið til þess að einhverjum þeim sem réttilega átti kosningarétt í Árneshreppi, hafi verið meinað að neyta hans. Telur ráðuneytið alveg ljóst að svo hafi ekki verið og því megi ekki ætla að þeir annmarkar hafi haft áhrif á úrslit þeirra. Er því hafnað kröfu kærenda um ógildingu hins kærða úrskurðar sem og kröfu kærenda um ógildingu kosninga til sveitarstjórnar Árneshrepps sem fram fóru þann 26. maí sl.,“ segir í úrskurðinum.
Árneshreppur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti,“ segir Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi, sem verður ekki grunnskóli næsta vetur. Þar verður boðið upp á námskeið. 1. ágúst 2018 06:00 Kærumálum hafnað en hreppurinn ber kostnað Úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá. 13. júní 2018 22:15 Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00 Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Innlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Fleiri fréttir Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Sjá meira
Hjartað í Árneshreppi slær með öðrum hætti „Það er ekki eins og neitt hjarta sé að hætta að slá. Það slær bara með öðrum takti,“ segir Vigdís Grímsdóttir, skólastjóri Finnbogastaðaskóla í Árneshreppi, sem verður ekki grunnskóli næsta vetur. Þar verður boðið upp á námskeið. 1. ágúst 2018 06:00
Kærumálum hafnað en hreppurinn ber kostnað Úrskurðarnefnd hefur hafnað kröfu andstæðinga Hvalárvirkjunar um ógildingu kosninganna í Árneshreppi og tekur fram að það varðar refsingu að færa lögheimili sitt til þess eins að verða settur á kjörskrá. 13. júní 2018 22:15
Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. 4. júní 2018 21:00
Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57