Ólafur um meiðsli Hörpu: „Vona að þetta sé ekki það sem allir eru að hugsa“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir á Laugardalsvelli skrifar 17. ágúst 2018 22:07 Ef fer á versta veg gæti Harpa misst af mikilvægum landsleikjum í byrjun september Vísir/Getty Annað árið í röð tapaði Stjarnan bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. Stjörnukonur urðu undir gegn Breiðabliki í kvöld. Þjálfari Stjörnunnar var að vonum svekktur í leikslok. „Maður er alltaf svekktur þegar maður tapar leik, sérstaklega svona leik,“ sagði þjálfarinn Ólafur Þór Guðbjörnsson í leikslok. „Það var ekkert þannig í spilunum að þær hefðu spilað einhvern miklu betri leik en við.“ „Þær nýttu færin og það gerði útslagið í dag.“ Stjörnukonur byrjuðu leikinn betur og voru hættulegri í fyrri hálfleik, sérstaklega framan af. Blikar nýttu hins vegar færin sem þær fengu á meðan Stjarnan gerði það ekki. „Það kom þarna tíu mínútna kafli þegar þær skoruðu fyrra markið og aðeins eftir það, en við byrjuðum og enduðum hálfleikinn mjög vel. Synd að geta ekki nýtt færin sem við fengum en þannig er þetta bara þegar tvö góð lið eru að spila, það er stöngin inn hjá öðru en stöngin út hjá hinum.“ „Það er reynsla í þessu liði og þær geta alveg þolað það að fá á sig mark, enda fannst mér við halda áfram að spila. Gáfum okkur fimm, tíu mínútur og vorum svo farnar aftur af stað. Ég er fúll að fá á okkur mark úr föstu leikatriði, þetta var allt of auðvelt.“ „Við vorum að skapa okkur góðar stöður en fórum bara ekki nógu vel með þær. En þetta var hörku leikur og heilt yfir vorum við alls ekki slakara liðið í dag. En svona er sumarið hjá Breiðabliki, það fer allt inn hjá þeim þegar þær komast inn í teiginn.“ Harpa Þorsteinsdóttir var borin af velli í seinni hálfleik eftir að hafa meiðst á hné, að því virtist nokkuð alvarlega. Hver er staðan á henni? „Enga hugmynd. Ég á eftir að skoða það. Ömurlegt í þessum leik að Harpa skyldi meiðast svona og ég vona að þetta sé ekki það sem allir séu að hugsa, að hnéð á henni hafi farið.“ „Ég vil taka það fram líka í dag að dómararnir dæmdu þennan leik mjög vel. Ég vil hrósa þeim fyrir að leyfa leiknum að fljóta vel og mönnum aðeins að takast á. Þeir fá hrós í dag líka,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik 1-2 │Breiðablik bikarmeistari Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. 17. ágúst 2018 21:45 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Annað árið í röð tapaði Stjarnan bikarúrslitaleik kvenna á Laugardalsvelli. Stjörnukonur urðu undir gegn Breiðabliki í kvöld. Þjálfari Stjörnunnar var að vonum svekktur í leikslok. „Maður er alltaf svekktur þegar maður tapar leik, sérstaklega svona leik,“ sagði þjálfarinn Ólafur Þór Guðbjörnsson í leikslok. „Það var ekkert þannig í spilunum að þær hefðu spilað einhvern miklu betri leik en við.“ „Þær nýttu færin og það gerði útslagið í dag.“ Stjörnukonur byrjuðu leikinn betur og voru hættulegri í fyrri hálfleik, sérstaklega framan af. Blikar nýttu hins vegar færin sem þær fengu á meðan Stjarnan gerði það ekki. „Það kom þarna tíu mínútna kafli þegar þær skoruðu fyrra markið og aðeins eftir það, en við byrjuðum og enduðum hálfleikinn mjög vel. Synd að geta ekki nýtt færin sem við fengum en þannig er þetta bara þegar tvö góð lið eru að spila, það er stöngin inn hjá öðru en stöngin út hjá hinum.“ „Það er reynsla í þessu liði og þær geta alveg þolað það að fá á sig mark, enda fannst mér við halda áfram að spila. Gáfum okkur fimm, tíu mínútur og vorum svo farnar aftur af stað. Ég er fúll að fá á okkur mark úr föstu leikatriði, þetta var allt of auðvelt.“ „Við vorum að skapa okkur góðar stöður en fórum bara ekki nógu vel með þær. En þetta var hörku leikur og heilt yfir vorum við alls ekki slakara liðið í dag. En svona er sumarið hjá Breiðabliki, það fer allt inn hjá þeim þegar þær komast inn í teiginn.“ Harpa Þorsteinsdóttir var borin af velli í seinni hálfleik eftir að hafa meiðst á hné, að því virtist nokkuð alvarlega. Hver er staðan á henni? „Enga hugmynd. Ég á eftir að skoða það. Ömurlegt í þessum leik að Harpa skyldi meiðast svona og ég vona að þetta sé ekki það sem allir séu að hugsa, að hnéð á henni hafi farið.“ „Ég vil taka það fram líka í dag að dómararnir dæmdu þennan leik mjög vel. Ég vil hrósa þeim fyrir að leyfa leiknum að fljóta vel og mönnum aðeins að takast á. Þeir fá hrós í dag líka,“ sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik 1-2 │Breiðablik bikarmeistari Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. 17. ágúst 2018 21:45 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Sjá meira
Umfjöllun: Stjarnan - Breiðablik 1-2 │Breiðablik bikarmeistari Breiðablik eru bikarmeistarar eftir 2-1 sigur á Stjörnunni í úrslitaleik Mjólkurbikars kvenna í knattspyrnu. 17. ágúst 2018 21:45