Harka leysir af samráð í pólitík Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. ágúst 2018 08:00 Minnihlutinn í borgarstjórn hefur beitt sér af hörku þann stutta tíma sem liðinn er af kjörtímabilinu. Fréttablaðið/Ernir „Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum. Á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá því að ný borgarstjórn tók til starfa hefur verið heldur stormasamara í ráðhúsinu en borgarbúar hafa átt að venjast á undanförnum árum. Eiríkur segir mögulegar skýringar að finna annars vegar í almennri þróun stjórnmála á Vesturlöndum og hins vegar megi einnig finna séríslenskar skýringar. „Í þeim stéttastjórnmálum sem voru framan af tuttugustu öldinni var oft gríðarleg harka í pólitíkinni og þá var líka gríðarleg harka í pólitík á Íslandi. Svo gerist það svona á síðustu áratugum að það fer að verða meira samráð víða í stjórnmálum og þessi ofboðslegu átök sem verið höfðu fara minnkandi og það gerist líka hér á Íslandi. Síðan færist þessi harka af stað á nýjan leik.“ Eiríkur leggur áherslu á að þegar við tölum um aukna hörku núna, megi ekki skilja það sem svo að slíkt hafi ekki sést áður. „Við erum hins vegar að koma úr löngu tímabili minni átaka.“ Um hinar íslensku aðstæður segir Eiríkur að pólitíkin í borgarstjórnum undanfarinna kjörtímabila hafi gengið meira út á samráð minnihluta og meirihluta. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í minnihluta lögðu margir hverjir upp með það að reyna að koma sínum málum í gegn með samráði við meirihlutann frekar en að vera í stöðugum átökum sem felur þá í sér að koma færri málum í gegn,“ segir Eiríkur og segir þetta hafa verið meðvitaða pólitík hinna frjálslyndari borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og mörgu leyti áhrifaríka í því að koma málum í gegn en síður áhrifaríka í því að sýna fram á eða skerpa á einhvers konar sérstöðu andstöðunnar fyrir kosningar. „Svo gerist það að þessari stjórnarandstöðu er hafnað af Sjálfstæðisflokknum fyrir síðustu kosningar og það er stillt upp annars konar liði sem greinilega hefur hafnað þessari aðferð og hefur farið miklu nær þeirri aðferð í stjórnarandstöðu sem til dæmis Davíð Oddsson lýsti, það er að segja að fara í öll mál og gera allt tortryggilegt. Og það er sú breyting sem við erum að verða vitni að núna í borgarstjórn,“ segir Eiríkur.adalheidur@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir svar úr kosningaprófi RÚV ekki stangast á við afstöðu sína í málefnum heimilislausra Eyþór Arnalds sagðist ósammála því að borgin ætti að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV. Hann hefur nú gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. 1. ágúst 2018 15:24 Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Vísar ávirðingum minnihlutans og Ragnars Þórs til föðurhúsanna Heiða Björg Hilmarsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, svarar ávirðingum minnihlutans. 4. ágúst 2018 22:22 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
„Það er svona aukin sundrung sem hefur verið að færast í stjórnmál á Vesturlöndum á liðnum árum og þessari auknu sundrungu hefur fylgt aukin harka í hinni pólitísku umræðu frá því sem verið hafði til skamms tíma,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, aðspurður um þá stemningu sem ríkt hefur í borgarstjórn frá kosningum. Á þeim tveimur mánuðum sem liðnir eru frá því að ný borgarstjórn tók til starfa hefur verið heldur stormasamara í ráðhúsinu en borgarbúar hafa átt að venjast á undanförnum árum. Eiríkur segir mögulegar skýringar að finna annars vegar í almennri þróun stjórnmála á Vesturlöndum og hins vegar megi einnig finna séríslenskar skýringar. „Í þeim stéttastjórnmálum sem voru framan af tuttugustu öldinni var oft gríðarleg harka í pólitíkinni og þá var líka gríðarleg harka í pólitík á Íslandi. Svo gerist það svona á síðustu áratugum að það fer að verða meira samráð víða í stjórnmálum og þessi ofboðslegu átök sem verið höfðu fara minnkandi og það gerist líka hér á Íslandi. Síðan færist þessi harka af stað á nýjan leik.“ Eiríkur leggur áherslu á að þegar við tölum um aukna hörku núna, megi ekki skilja það sem svo að slíkt hafi ekki sést áður. „Við erum hins vegar að koma úr löngu tímabili minni átaka.“ Um hinar íslensku aðstæður segir Eiríkur að pólitíkin í borgarstjórnum undanfarinna kjörtímabila hafi gengið meira út á samráð minnihluta og meirihluta. „Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í minnihluta lögðu margir hverjir upp með það að reyna að koma sínum málum í gegn með samráði við meirihlutann frekar en að vera í stöðugum átökum sem felur þá í sér að koma færri málum í gegn,“ segir Eiríkur og segir þetta hafa verið meðvitaða pólitík hinna frjálslyndari borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og mörgu leyti áhrifaríka í því að koma málum í gegn en síður áhrifaríka í því að sýna fram á eða skerpa á einhvers konar sérstöðu andstöðunnar fyrir kosningar. „Svo gerist það að þessari stjórnarandstöðu er hafnað af Sjálfstæðisflokknum fyrir síðustu kosningar og það er stillt upp annars konar liði sem greinilega hefur hafnað þessari aðferð og hefur farið miklu nær þeirri aðferð í stjórnarandstöðu sem til dæmis Davíð Oddsson lýsti, það er að segja að fara í öll mál og gera allt tortryggilegt. Og það er sú breyting sem við erum að verða vitni að núna í borgarstjórn,“ segir Eiríkur.adalheidur@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir svar úr kosningaprófi RÚV ekki stangast á við afstöðu sína í málefnum heimilislausra Eyþór Arnalds sagðist ósammála því að borgin ætti að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV. Hann hefur nú gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. 1. ágúst 2018 15:24 Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30 Vísar ávirðingum minnihlutans og Ragnars Þórs til föðurhúsanna Heiða Björg Hilmarsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, svarar ávirðingum minnihlutans. 4. ágúst 2018 22:22 Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Kærði mótmælendurna til að fæla aðra frá Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Sjá meira
Segir svar úr kosningaprófi RÚV ekki stangast á við afstöðu sína í málefnum heimilislausra Eyþór Arnalds sagðist ósammála því að borgin ætti að leggja aukna áherslu á uppbyggingu félagslegs húsnæðis í kosningaprófi RÚV. Hann hefur nú gagnrýnt meirihlutann harðlega fyrir aðgerðarleysi í málaflokknum. 1. ágúst 2018 15:24
Sakna ekki ulls og vitleysu í borgarstjórn Fyrrverandi borgarfulltrúar úr fjórum flokkum segjast ekki sakna þess að sitja í borgarstjórn. 17. ágúst 2018 11:30
Vísar ávirðingum minnihlutans og Ragnars Þórs til föðurhúsanna Heiða Björg Hilmarsdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkur, svarar ávirðingum minnihlutans. 4. ágúst 2018 22:22