Skutluþjónusta í boði á Menningarnótt Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. ágúst 2018 07:30 Frítt verður í Strætó á Menningarnótt og er fólk hvatt til að nýta sér það. Fréttablaðið/Stefán Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Ferðir verða í boði frá klukkan hálf átta um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Frítt verður í þessar ferðir sem og aðrar strætisvagnaferðir á Menningarnótt. Aðeins þarf að greiða fyrir næturakstur. Almennu leiðarkerfi Strætó verður skipt í þrjá fasa. Hefðbundin laugardagsáætlun verður í gildi til klukkan hálf ellefu um kvöldið. Þó verður stór hluti miðbæjarins lokaður fyrir bílaumferð og munu margar leiðir þurfa að aka hjáleiðir. Búast má við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons. Annar fasinn felst í svokölluðu tæmingarkerfi sem verður í gildi frá klukkan ellefu um kvöldið til klukkan eitt um nóttina. Miðar kerfið að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Munu strætisvagnar keyra frá Hlemmi og BSÍ á mismunandi áfangastaði á höfuðborgarsvæðinu. Þriðji fasinn felst svo í næturakstri en eftir klukkan eitt um nóttina tekur hefðbundinn næturakstur við. Frekari upplýsingar um þjónustuna og þær leiðir sem eknar verða má finna á heimasíðu Strætó, straeto.is. Reykjavíkurborg hvetur fólk sérstaklega til að ganga í bæinn, hjóla eða nýta sér fríar ferðir með strætó. Stærstur hluti miðborgarinnar verður lokaður fyrir bílaumferð frá klukkan sjö um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Nær lokunin yfir svæðið vestan Snorrabrautar, norðan Vatnsmýrarvegar og Hringbrautar, allt vestur að Ægisgötu, og Ljósvallagötu.Garðastræti norðan Túngötu er lokað. – sar Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Strætó Tengdar fréttir Opið hús á Bessastöðum Bessastaðir verða opnir almenningi á Menningarnótt. 15. ágúst 2018 16:23 Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00 Sérstakar strætóskutlur starfræktar Strætó er ókeypis frá 07:00-01:00 á morgun vegna Menningarnætur. Sérstakar strætóskutlur verða starfræktar sem munu aka án sérstakrar tímatöflu. 17. ágúst 2018 17:50 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Strætó hvetur ökumenn til að nýta sér skutluþjónustu sem verður í boði á Menningarnótt. Þannig munu strætisvagnar aka frá Laugardalshöll, um Borgartún, að Hlemmi og beinustu leið upp að Hallgrímskirkju og til baka. Ferðir verða í boði frá klukkan hálf átta um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Frítt verður í þessar ferðir sem og aðrar strætisvagnaferðir á Menningarnótt. Aðeins þarf að greiða fyrir næturakstur. Almennu leiðarkerfi Strætó verður skipt í þrjá fasa. Hefðbundin laugardagsáætlun verður í gildi til klukkan hálf ellefu um kvöldið. Þó verður stór hluti miðbæjarins lokaður fyrir bílaumferð og munu margar leiðir þurfa að aka hjáleiðir. Búast má við töfum fyrri hluta dags vegna Reykjavíkurmaraþons. Annar fasinn felst í svokölluðu tæmingarkerfi sem verður í gildi frá klukkan ellefu um kvöldið til klukkan eitt um nóttina. Miðar kerfið að því að koma gestum Menningarnætur heim eins fljótt og kostur er. Munu strætisvagnar keyra frá Hlemmi og BSÍ á mismunandi áfangastaði á höfuðborgarsvæðinu. Þriðji fasinn felst svo í næturakstri en eftir klukkan eitt um nóttina tekur hefðbundinn næturakstur við. Frekari upplýsingar um þjónustuna og þær leiðir sem eknar verða má finna á heimasíðu Strætó, straeto.is. Reykjavíkurborg hvetur fólk sérstaklega til að ganga í bæinn, hjóla eða nýta sér fríar ferðir með strætó. Stærstur hluti miðborgarinnar verður lokaður fyrir bílaumferð frá klukkan sjö um morguninn til klukkan eitt um nóttina. Nær lokunin yfir svæðið vestan Snorrabrautar, norðan Vatnsmýrarvegar og Hringbrautar, allt vestur að Ægisgötu, og Ljósvallagötu.Garðastræti norðan Túngötu er lokað. – sar
Birtist í Fréttablaðinu Menningarnótt Strætó Tengdar fréttir Opið hús á Bessastöðum Bessastaðir verða opnir almenningi á Menningarnótt. 15. ágúst 2018 16:23 Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00 Sérstakar strætóskutlur starfræktar Strætó er ókeypis frá 07:00-01:00 á morgun vegna Menningarnætur. Sérstakar strætóskutlur verða starfræktar sem munu aka án sérstakrar tímatöflu. 17. ágúst 2018 17:50 Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Ráðherra skenkir súpu Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra mun skenkja súpu í súputjaldi Nettó á Menningarnótt. Alls verða notuð rúmlega hundrað kíló af hráefni sem ekki þykir uppfylla útlitsstaða, eða er nærri síðasta söludegi. 18. ágúst 2018 11:00
Sérstakar strætóskutlur starfræktar Strætó er ókeypis frá 07:00-01:00 á morgun vegna Menningarnætur. Sérstakar strætóskutlur verða starfræktar sem munu aka án sérstakrar tímatöflu. 17. ágúst 2018 17:50