Ólst upp við skipskaða í Reykjanesvita Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. ágúst 2018 20:00 Reykjanesviti á Bæjarfelli Vísir/Einar Árnason Hundrað og tíu ár eru síðan núverandi Reykjanesviti var tekinn í notkun. Af því tilefni verður afhjúpað svokallað konungsmerki sem tekið var niður eftir að vitinn hafði skemmst í jarðskjálfta. Afkomandi vitavarðar sem ólst upp í Reykjanesvita segir það hafa verið hræðilegt að upplifa alla þá skipsskaða sem urðu við Reykjanestá. Rekjanesviti á sér langa og merkilega sögu þetta vitahús var reist árið 1907 og tekið í notkun árið 1908 í tíð Friðriks VIII, danakonungs. Á um níutíu árum stöfuðu þrettán vitaverðir en rétt fyrir aldamótin var tæknin orðin algjörlega sjálfvirk. Reykjanesviti var löngum talinn aðalviti landsins. Fyrsti vitinn var byggður á Valahnjúk fram við sjávarbrún þar sem bjargið stendur þverhnýpt en hann skemmdist illa í jarðskjálfta fyrir aldamótin 1900. Núverandi viti var reistur á Bæjarfelli, steinsnar frá fyrrum vitastæði. Um næstu helgi verður konungsmerki afhjúpað á vitanum, merki sem var tekið niður eftir að vitinn hafði einnig skemmst illa í jarðskjálfta árið 1926.Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Við erum að halda sögunni á lofti, þetta er ekki út af neinu öðru sem við erum að þessu,“ segir Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka Reykjanesvita. Hollvinasamtökin fengu styrk síðastliðið haust úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja að upphæð ein milljón til þess að koma endurgera konungsmerkið. En samtökin hafa hugmyndir um að koma upp safni á svæðinu þar sem saga vitanna og vitavarðanna er sögð. Vitarnir voru reistir á þessum stað á Reykjanestá vegna tíðra sjóslysa. Dóttir vitavarðar ólst upp í Reykjanesvita og í uppvextinum varð hún vitni af þremur mannskæðum skipsköðum. Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrum vitavarðar í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Það voru þrjú strönd hérna á á meðan að ég var hér Klambstrandið árið 1951, en þá var ég svo ung. Svo Jón Baldvinsson, ég man nú ekki nákvæmlega tímann en svo var hérna Þorbjörn RE30 sem fórst hérna og einn maður bjargaðist. Þannig að ég ólst upp við þetta. Þetta var alveg hræðileg upplifun, sagði Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrverandi vitavarðar í Reykjanesvita. Vitaverðir og fjölskyldur þeirra voru oft vitni af og þau fyrstu sem komu til hjálpar og voru vitaverðir oft heiðraðir fyrir sín björgunarstörf. Barnabarnabarn Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita arfleiddi slíka viðurkenningu. Arnbjörn Ólafsson, barnabarnabarn og alnafni fyrsta vitavarðarins í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Hann var hetjan í fjölskyldunni. Hann náði að bjarga þarna áhöfn af gufuskipi sem strandaði við suðurströndina árið 1899. Gufuskip frá Hull og hann hlaut viðurkenningu skipverja fyrir vikið,“ segir barnabarnabarn og alnafni Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita. Tengdar fréttir Óskað eftir tillögum að uppbyggingu við Reykjanesvita Stjórn Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru að hefja uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir Reykjanesvita og nágrenni. 29. janúar 2016 10:01 Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Hundrað og tíu ár eru síðan núverandi Reykjanesviti var tekinn í notkun. Af því tilefni verður afhjúpað svokallað konungsmerki sem tekið var niður eftir að vitinn hafði skemmst í jarðskjálfta. Afkomandi vitavarðar sem ólst upp í Reykjanesvita segir það hafa verið hræðilegt að upplifa alla þá skipsskaða sem urðu við Reykjanestá. Rekjanesviti á sér langa og merkilega sögu þetta vitahús var reist árið 1907 og tekið í notkun árið 1908 í tíð Friðriks VIII, danakonungs. Á um níutíu árum stöfuðu þrettán vitaverðir en rétt fyrir aldamótin var tæknin orðin algjörlega sjálfvirk. Reykjanesviti var löngum talinn aðalviti landsins. Fyrsti vitinn var byggður á Valahnjúk fram við sjávarbrún þar sem bjargið stendur þverhnýpt en hann skemmdist illa í jarðskjálfta fyrir aldamótin 1900. Núverandi viti var reistur á Bæjarfelli, steinsnar frá fyrrum vitastæði. Um næstu helgi verður konungsmerki afhjúpað á vitanum, merki sem var tekið niður eftir að vitinn hafði einnig skemmst illa í jarðskjálfta árið 1926.Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Við erum að halda sögunni á lofti, þetta er ekki út af neinu öðru sem við erum að þessu,“ segir Hallur Gunnarsson, formaður Hollvinasamtaka Reykjanesvita. Hollvinasamtökin fengu styrk síðastliðið haust úr Uppbyggingarsjóði Suðurnesja að upphæð ein milljón til þess að koma endurgera konungsmerkið. En samtökin hafa hugmyndir um að koma upp safni á svæðinu þar sem saga vitanna og vitavarðanna er sögð. Vitarnir voru reistir á þessum stað á Reykjanestá vegna tíðra sjóslysa. Dóttir vitavarðar ólst upp í Reykjanesvita og í uppvextinum varð hún vitni af þremur mannskæðum skipsköðum. Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrum vitavarðar í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Það voru þrjú strönd hérna á á meðan að ég var hér Klambstrandið árið 1951, en þá var ég svo ung. Svo Jón Baldvinsson, ég man nú ekki nákvæmlega tímann en svo var hérna Þorbjörn RE30 sem fórst hérna og einn maður bjargaðist. Þannig að ég ólst upp við þetta. Þetta var alveg hræðileg upplifun, sagði Gréta Súsanna Fjeldsted, dóttir fyrrverandi vitavarðar í Reykjanesvita. Vitaverðir og fjölskyldur þeirra voru oft vitni af og þau fyrstu sem komu til hjálpar og voru vitaverðir oft heiðraðir fyrir sín björgunarstörf. Barnabarnabarn Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita arfleiddi slíka viðurkenningu. Arnbjörn Ólafsson, barnabarnabarn og alnafni fyrsta vitavarðarins í ReykjanesvitaVísir/Stöð 2„Hann var hetjan í fjölskyldunni. Hann náði að bjarga þarna áhöfn af gufuskipi sem strandaði við suðurströndina árið 1899. Gufuskip frá Hull og hann hlaut viðurkenningu skipverja fyrir vikið,“ segir barnabarnabarn og alnafni Arnbjörns Ólafssonar fyrsta vitavarðarins í Reykjanesvita.
Tengdar fréttir Óskað eftir tillögum að uppbyggingu við Reykjanesvita Stjórn Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru að hefja uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir Reykjanesvita og nágrenni. 29. janúar 2016 10:01 Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent Handtekinn í Dölunum Innlent Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Innlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Sjá meira
Óskað eftir tillögum að uppbyggingu við Reykjanesvita Stjórn Reykjanes UNESCO Global Geopark hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum sem tilbúnir eru að hefja uppbyggingu ferðaþjónustu fyrir Reykjanesvita og nágrenni. 29. janúar 2016 10:01
Launin fóru niður en lífsgæðin upp Hilmar Sigvaldason, vitavörður, sagði upp vinnu sinni í Norðuráli á Grundartanga í lok ársins 2014 og vinnur nú allan ársins hring við það að taka á móti ferðamönnum, og einstaka blaðamanni, við Akranesvita. 30. apríl 2018 09:15