Deila um lögmæti kosninganna en kjörstjórn hafnar ásökunum Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Stuðningsmenn stjórnarandstöðuflokksins fagna fyrir utan kosningamiðstöð í höfuðborginni. Vísir/AFP Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Simbabve er sigurviss eftir forsetakosningarnar en segir að töf á birtingu á niðurstöðum bendi til þess að brögð séu í tafli. Innanríkisráðherra hefur hótað flokknum saksókn vegna yfirlýsinga sinna. Kosningar til þings og forsetaembættis fóru fram í Simbabve á mánudaginn í fyrsta sinn frá því að Robert Mugabe var hrakinn frá völdum í nóvember í fyrra. Nelson Chimesa, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, fullyrti í gærmorgun að flokkurinn væri að „vinna“ kosningarnar „örugglega“. Stuðningsmenn hans söfnuðust saman í kosningamiðstöðinni í höfuðborginni til þess að fagna þrátt fyrir að engar niðurstöður hefðu verið birtar. Flokkur Chimesa heldur því hins vegar fram að Zanu-PF sé að reyna að hagræða úrslitum kosninganna og segir að töf á birtingu niðurstaðna sé óásættanleg. Stjórnvöld hafa tekið illa í ásakanir stjórnarandstöðunnar. Obert Mpofu innanríkisráðherra sagði í gær að það færi gegn lögum að tilkynna niðurstöður kosninga áður en þær væru birtar. „Ég er ekki viss um að neinn vilji vekja reiði ákæruvaldsins né hætta á að fara í fangelsi,“ sagði Mpofu. Yfirkjörstjórn hefur frest fram á laugardag til að tilkynna úrslitin en formaður hennar, Priscilla Chigumba, gerir ekki ráð fyrir að beðið verði fram á síðustu stundu. Hún hafnar öllum ásökunum um kosningasvik. „Við munum ekki grafa undan vilja fólksins,“ sagði Chigumba á blaðamannafundi í gær. Kosningaeftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins skoðar nú hvort framkvæmd kosninga hafi verið í lagi. Þá eru áhyggjur af því að ofbeldi brjótist á endanum út vegna deilna um lögmæti kosninganna. „Við óttumst að fólk verði svo óánægt að það fari út á götur og þá vakna áhyggjur yfir viðbrögðum lögreglunnar,“ segir Andrew Makoni, starfsmaður samtaka sem höfðu 6.500 manns á sínum snærum við að vakta framkvæmd kosninganna. Úrslit þingkosninganna hafa verið tilkynnt að hluta til en yfirkjörstjórnin segist þurfa meiri tíma til að safna saman tölum úr forsetakosningunni. Forsetaframbjóðandi þarf yfir 50 prósent atkvæða til að vinna kosninguna, ella verður kosið á milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28 Mugabe snýr baki við gömlum félögum Forseta- og þingkosningar fara fram í Simbabve í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember á síðasta ári eftir 37 ára valdatíð. 30. júlí 2018 05:30 Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Simbabve er sigurviss eftir forsetakosningarnar en segir að töf á birtingu á niðurstöðum bendi til þess að brögð séu í tafli. Innanríkisráðherra hefur hótað flokknum saksókn vegna yfirlýsinga sinna. Kosningar til þings og forsetaembættis fóru fram í Simbabve á mánudaginn í fyrsta sinn frá því að Robert Mugabe var hrakinn frá völdum í nóvember í fyrra. Nelson Chimesa, leiðtogi stærsta stjórnarandstöðuflokksins, fullyrti í gærmorgun að flokkurinn væri að „vinna“ kosningarnar „örugglega“. Stuðningsmenn hans söfnuðust saman í kosningamiðstöðinni í höfuðborginni til þess að fagna þrátt fyrir að engar niðurstöður hefðu verið birtar. Flokkur Chimesa heldur því hins vegar fram að Zanu-PF sé að reyna að hagræða úrslitum kosninganna og segir að töf á birtingu niðurstaðna sé óásættanleg. Stjórnvöld hafa tekið illa í ásakanir stjórnarandstöðunnar. Obert Mpofu innanríkisráðherra sagði í gær að það færi gegn lögum að tilkynna niðurstöður kosninga áður en þær væru birtar. „Ég er ekki viss um að neinn vilji vekja reiði ákæruvaldsins né hætta á að fara í fangelsi,“ sagði Mpofu. Yfirkjörstjórn hefur frest fram á laugardag til að tilkynna úrslitin en formaður hennar, Priscilla Chigumba, gerir ekki ráð fyrir að beðið verði fram á síðustu stundu. Hún hafnar öllum ásökunum um kosningasvik. „Við munum ekki grafa undan vilja fólksins,“ sagði Chigumba á blaðamannafundi í gær. Kosningaeftirlitsmenn á vegum Evrópusambandsins skoðar nú hvort framkvæmd kosninga hafi verið í lagi. Þá eru áhyggjur af því að ofbeldi brjótist á endanum út vegna deilna um lögmæti kosninganna. „Við óttumst að fólk verði svo óánægt að það fari út á götur og þá vakna áhyggjur yfir viðbrögðum lögreglunnar,“ segir Andrew Makoni, starfsmaður samtaka sem höfðu 6.500 manns á sínum snærum við að vakta framkvæmd kosninganna. Úrslit þingkosninganna hafa verið tilkynnt að hluta til en yfirkjörstjórnin segist þurfa meiri tíma til að safna saman tölum úr forsetakosningunni. Forsetaframbjóðandi þarf yfir 50 prósent atkvæða til að vinna kosninguna, ella verður kosið á milli tveggja fylgismestu frambjóðendanna.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28 Mugabe snýr baki við gömlum félögum Forseta- og þingkosningar fara fram í Simbabve í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember á síðasta ári eftir 37 ára valdatíð. 30. júlí 2018 05:30 Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10 Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Stjórnarandstaðan lýsir yfir sigri í Simbabve Niðurstaða kosninga í gær hefur ekki verið opinberuð og verður ekki opinberuð fyrr en öll atkvæði hafa verið talin, samkvæmt yfirkjörstjórn ríkisins. 31. júlí 2018 15:28
Mugabe snýr baki við gömlum félögum Forseta- og þingkosningar fara fram í Simbabve í dag. Þetta eru fyrstu kosningarnar sem haldnar eru eftir að Robert Mugabe var steypt af stóli í nóvember á síðasta ári eftir 37 ára valdatíð. 30. júlí 2018 05:30
Stjórnarandstaðan í Simbabve kvartar yfir töfum Íbúar Simbabve ganga nú til sinna fyrstu kosninga án Robert Mugabe, fyrrverandi leiðtoga ríkisins, í framboði. 30. júlí 2018 16:10