Hætti á dvalarheimili eftir lyfjaþjófnað Sighvatur Arnmundsson skrifar 1. ágúst 2018 06:00 Frá Akranesi Vísir/GVA Starfsmaður á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi hefur látið af störfum eftir að upp komst að viðkomandi hefði tekið morfínskyld lyf ófrjálsri hendi. Slík lyf eru lyfseðilskyld. Þetta staðfestir Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri dvalarheimilisins. Gengið var frá starfslokum umrædds starfsmanns í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins var það gert á fundi með framkvæmdastjóra, formanni og varaformanni stjórnar auk mannauðsstjóra hjá Akranesbæ. Þá herma sömu heimildir að starfsmaðurinn hafi verið boðaður á fleiri fundi í gær. Framkvæmdastjórinn segir að við reglulegt eftirlit í öndverðum júlímánuði hafi komið upp misræmi og málið farið í ákveðið ferli. Viðkomandi starfsmaður var þá í sumarleyfi. Þegar starfsmaðurinn kom aftur til starfa eftir leyfið viðurkenndi hann brot sitt. „Málið hefur verið tilkynnt til Landlæknisembættisins,“ segir Kjartan. Hann segir að viðkomandi starfsmaður hafi ekki haft langan starfsaldur hjá dvalarheimilinu. Kjartan segir að það líti út fyrir að um einangrað tilvik sé að ræða. Þá hafi magnið verið óverulegt. Elsa Lára Arnardóttir, formaður stjórnar dvalarheimilisins, segir málið enn til meðferðar. „Stjórnin á eftir að koma saman en mun gera það innan tíðar og fara yfir verkferla. Við þurfum að klára að senda allar upplýsingar til Landlæknisembættisins og stígum síðan næstu skref samkvæmt því sem þarf í þessum efnum,“ segir Elsa Lára Embætti landlæknis vildi ekki tjá sig um málið þar sem það gæti ekki fjallað um einstök mál. Þá vildi embættið heldur ekki svara fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sambærileg mál hefðu verið tilkynnt til embættisins að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi hefur umrætt mál ekki ratað inn á borð embættisins. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira
Starfsmaður á Dvalarheimilinu Höfða á Akranesi hefur látið af störfum eftir að upp komst að viðkomandi hefði tekið morfínskyld lyf ófrjálsri hendi. Slík lyf eru lyfseðilskyld. Þetta staðfestir Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri dvalarheimilisins. Gengið var frá starfslokum umrædds starfsmanns í gær. Samkvæmt heimildum blaðsins var það gert á fundi með framkvæmdastjóra, formanni og varaformanni stjórnar auk mannauðsstjóra hjá Akranesbæ. Þá herma sömu heimildir að starfsmaðurinn hafi verið boðaður á fleiri fundi í gær. Framkvæmdastjórinn segir að við reglulegt eftirlit í öndverðum júlímánuði hafi komið upp misræmi og málið farið í ákveðið ferli. Viðkomandi starfsmaður var þá í sumarleyfi. Þegar starfsmaðurinn kom aftur til starfa eftir leyfið viðurkenndi hann brot sitt. „Málið hefur verið tilkynnt til Landlæknisembættisins,“ segir Kjartan. Hann segir að viðkomandi starfsmaður hafi ekki haft langan starfsaldur hjá dvalarheimilinu. Kjartan segir að það líti út fyrir að um einangrað tilvik sé að ræða. Þá hafi magnið verið óverulegt. Elsa Lára Arnardóttir, formaður stjórnar dvalarheimilisins, segir málið enn til meðferðar. „Stjórnin á eftir að koma saman en mun gera það innan tíðar og fara yfir verkferla. Við þurfum að klára að senda allar upplýsingar til Landlæknisembættisins og stígum síðan næstu skref samkvæmt því sem þarf í þessum efnum,“ segir Elsa Lára Embætti landlæknis vildi ekki tjá sig um málið þar sem það gæti ekki fjallað um einstök mál. Þá vildi embættið heldur ekki svara fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu mörg sambærileg mál hefðu verið tilkynnt til embættisins að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi hefur umrætt mál ekki ratað inn á borð embættisins.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Fleiri fréttir Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Bein útsending: Upplýsingafundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Sjá meira