Rosenborg og Celtic gerðu markalaust jafntefli þegar liðin mættust á Lerkendal vellinum í Noregi í dag.
Fyrri leiknum lauk með 3-1 sigri skosku meistaranna í Celtic og nægir jafnteflið því liðinu til að tryggja sér sæti í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu.
Matthías Vilhjálmsson lék síðustu fimmtán mínútur leiksins.
Í þriðju umferðinni mætir Celtic grísku meisturunum í AEK.
