„Þakklát fyrir að hafa lent í þessu áfalli á þessum tímapunkti“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2018 13:00 Guðlaug Edda Hannesdóttir Mynd/ITU Aquathlon World Championships Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur sett stefnuna á Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 og er ein af átta íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir leikanna. Guðlaug Edda fékk styrkinn í júní og strax í næsta mánuði á eftir sýndi hún styrk sinn með því að vinna tvíþrautarkeppnina á Aquathon World Championship. Sigur hennar er enn merkilegri fyrir þær sakir að hún féll illa í keppni í byrjun sumar og fékk þá heilahristing. Guðlaug Edda fer yfir sumarið til þessa í pistli inn á bloggsíðu sinni og skrifar um sína upplifun af því að fá heilahristing á miðju tímabili. „Eins og líklega flest ykkar vita sem með mér fylgjast þá lenti ég í slysi í Leeds á fyrstu kílómetrum hjólsins. Tvær konur fóru niður fyrir framan mig og ég hafði ekki annarra kosta en að nauðhemla og flaug af hjólinu. Ég lenti mjög illa en höggið við fallið kom næstum allt aftan á hnakkann minn sem olli því að ég fékk heilahristing. Ég var ótrúlega heppinn að hafa ekki slasast meira. Ég braut líka hjólið mitt. Mánuðurinn eftir Leeds var virkilega erfiður,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það reyndi mjög mikið á hana andlega að detta svona út á tíma þegar hún ætlaði að vera á fullu að keppa. „Ég er búin að vera að reyna að vinna í andlegum þáttum í keppnum í ár og var loksins byrjuð að sjá árangur þegar slysið í Leeds gerðist. Það setti mig aftur og ég strögglaði mikið fyrstu vikurnar eftir slysið. Ekki hjálpaði að ég gat ekkert gert út af heilahristingnum heldur en að liggja uppi í rúmi og reyna að slaka á. Ég átti erfitt með allt ljós, hávaða, tölvur, síma, að halda uppi samræðum og svo framvegis vegna heilahristingsins. Mest af öllu langaði mig að liggja uppí rúmi og undir sæng allan daginn og sofa. Mér leið illa og kenndi mér sjálfri um hvernig fór (þrátt fyrir að ég viti vel að ég hefði ekkert getað gert annað í þessum aðstæðum),“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda komst hinsvegar í gegnum þetta og hún ætlar að læra af þessari erfiðu reynslu sinni. „Eftir á að hyggja er ég þakklát fyrir að hafa lent í þessu áfalli á þeim tímapunkti sem það átti sér stað. Ég fékk tækifæri til að vinna enn betur í sjálfri mér andlega og ég er viss um að það hefur ekki bara gert mig sterkari, heldur líka að betri manneskju. Ég er líka ótrúlega þakklát öllum þeim sem hjálpuðu mér í kjölfar heilahristingsins, kærastanum, fjölskyldunni, vinunum, læknunum, sjúkraþjálfaranum mínum og þjálfaranum og öðrum sem lögðu hönd á plóg,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún kom líka sterk til baka. Þremur vikum eftir slysið tók hún þátt í keppni og fimm dögum síðar varð hún heimsmeistari á Aquathon World Championship. „Því lauk minni fyrstu heimsmeistarakeppni með sigri sem er auðvitað alveg frábært, en mig langar ekki að einblína of mikið á sæti eða titla heldur frekar að eiga góðar keppnir sem ég sjálf get verið stolt af sama hvar ég enda (erfiðara að fylgja þessu eftir en að skrifa það en ég er svo sannarlega að reyna!). Það er svo ótrúlega mikið af atvikum sem geta komið upp í draft-legal keppnum sem geta gert útaf við keppnina hvað varðar sæti, en eitt er aldrei tekið af manni og það er manns eigið viðhorf og hvernig maður bregst við í slíkum aðstæðum. Það er það sem skilgreinir karaktera,“ skrifaði Guðlaug Edda en það má lesa allan pistil hennar með því að smella hér. Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sjá meira
Þríþrautarkonan Guðlaug Edda Hannesdóttir hefur sett stefnuna á Ólympíuleikanna í Tókýó 2020 og er ein af átta íþróttamönnum sem Ólympíusamhjálpin styrkir vegna undirbúnings fyrir leikanna. Guðlaug Edda fékk styrkinn í júní og strax í næsta mánuði á eftir sýndi hún styrk sinn með því að vinna tvíþrautarkeppnina á Aquathon World Championship. Sigur hennar er enn merkilegri fyrir þær sakir að hún féll illa í keppni í byrjun sumar og fékk þá heilahristing. Guðlaug Edda fer yfir sumarið til þessa í pistli inn á bloggsíðu sinni og skrifar um sína upplifun af því að fá heilahristing á miðju tímabili. „Eins og líklega flest ykkar vita sem með mér fylgjast þá lenti ég í slysi í Leeds á fyrstu kílómetrum hjólsins. Tvær konur fóru niður fyrir framan mig og ég hafði ekki annarra kosta en að nauðhemla og flaug af hjólinu. Ég lenti mjög illa en höggið við fallið kom næstum allt aftan á hnakkann minn sem olli því að ég fékk heilahristing. Ég var ótrúlega heppinn að hafa ekki slasast meira. Ég braut líka hjólið mitt. Mánuðurinn eftir Leeds var virkilega erfiður,“ skrifaði Guðlaug Edda. Það reyndi mjög mikið á hana andlega að detta svona út á tíma þegar hún ætlaði að vera á fullu að keppa. „Ég er búin að vera að reyna að vinna í andlegum þáttum í keppnum í ár og var loksins byrjuð að sjá árangur þegar slysið í Leeds gerðist. Það setti mig aftur og ég strögglaði mikið fyrstu vikurnar eftir slysið. Ekki hjálpaði að ég gat ekkert gert út af heilahristingnum heldur en að liggja uppi í rúmi og reyna að slaka á. Ég átti erfitt með allt ljós, hávaða, tölvur, síma, að halda uppi samræðum og svo framvegis vegna heilahristingsins. Mest af öllu langaði mig að liggja uppí rúmi og undir sæng allan daginn og sofa. Mér leið illa og kenndi mér sjálfri um hvernig fór (þrátt fyrir að ég viti vel að ég hefði ekkert getað gert annað í þessum aðstæðum),“ skrifaði Guðlaug Edda. Guðlaug Edda komst hinsvegar í gegnum þetta og hún ætlar að læra af þessari erfiðu reynslu sinni. „Eftir á að hyggja er ég þakklát fyrir að hafa lent í þessu áfalli á þeim tímapunkti sem það átti sér stað. Ég fékk tækifæri til að vinna enn betur í sjálfri mér andlega og ég er viss um að það hefur ekki bara gert mig sterkari, heldur líka að betri manneskju. Ég er líka ótrúlega þakklát öllum þeim sem hjálpuðu mér í kjölfar heilahristingsins, kærastanum, fjölskyldunni, vinunum, læknunum, sjúkraþjálfaranum mínum og þjálfaranum og öðrum sem lögðu hönd á plóg,“ skrifaði Guðlaug Edda. Hún kom líka sterk til baka. Þremur vikum eftir slysið tók hún þátt í keppni og fimm dögum síðar varð hún heimsmeistari á Aquathon World Championship. „Því lauk minni fyrstu heimsmeistarakeppni með sigri sem er auðvitað alveg frábært, en mig langar ekki að einblína of mikið á sæti eða titla heldur frekar að eiga góðar keppnir sem ég sjálf get verið stolt af sama hvar ég enda (erfiðara að fylgja þessu eftir en að skrifa það en ég er svo sannarlega að reyna!). Það er svo ótrúlega mikið af atvikum sem geta komið upp í draft-legal keppnum sem geta gert útaf við keppnina hvað varðar sæti, en eitt er aldrei tekið af manni og það er manns eigið viðhorf og hvernig maður bregst við í slíkum aðstæðum. Það er það sem skilgreinir karaktera,“ skrifaði Guðlaug Edda en það má lesa allan pistil hennar með því að smella hér.
Aðrar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fleiri fréttir Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Sjá meira