Íssólgnir landsmenn láta veður ekki á sig fá Jónas Már Torfason skrifar 3. ágúst 2018 05:30 Ísmaðurinn Daníel nýkominn úr ferð í Skagafjörð. Fréttablaðið/Þórsteinn Líkt og landsmenn vita verður tæplega talað um að sumarveður hafi verið í Reykjavík undanfarna mánuði. Þrátt fyrir veðurhörmungar höfuðborgarbúa er sala á ís úr Ísbílnum með besta móti. Daníel Heide Sævarsson ísbílstjóri – eða ísmaðurinn, eins og börnin kalla hann – segir að Íslendingar kaupi sér ís sama hvernig viðrar. „Reykvíkingar eru kannski þreyttir á veðrinu, en þeir taka þá bara sumarið með sér inn í stofu,“ segir Daníel. Ísbíllinn er nokkurs konar ísbúð á hjólum. Hver bíll , en þeir eru tólf talsins á ferð á hverjum tíma, er með allt að tonn af ís um borð og stoppar á 50 til 100 stöðum á dag. Ísbílarnir ferðast um allt land, og er Daníel nýkominn úr sex daga ferð í Skagafjörð þar sem hann segist hafa gert gott mót. „Það er blússandi sala úti á landi. Ef það er sól er salan frábær, sérstaklega ef það hefur rignt í einhverja daga á undan,“ en sólin hefur mun frekar brosað við landsbyggðinni en höfuðborginni þetta sumarið. Ísbíllinn var umkringdur íssólgnum Reykvíkingum seinni partinn í gær í Hlíðunum þegar blaðamann bar að garði. „Við reynum að heimsækja sömu hverfin reglulega,“ segir Daníel og heldur áfram. „Við reynum líka að vera í sömu hverfum á sama degi vikunnar, þá veit fólk frekar af okkur.“ Hann segir að þegar sólin loksins láti sjá sig skemmi það ekki fyrir sölu á svalandi íspinnum. „Fyrirtæki hringja reglulega og biðja okkur um að koma. Einn daginn í júlí hringdu sex fyrirtæki á sama tíma um leið og sólin braust í gegnum skýin.“ Ísbílarnir eru einnig á ferð yfir veturinn og segir Daníel söluna í desember glettilega mikla „Við förum í ferðir stuttu fyrir jól. Salan er eiginlega best í jólaferðunum,“ segir hann. „Við erum með mikið úrval, 45 stakar tegundir af ís og fjölskyldupakka líka.“ Hann segir að margar af þeim tegundum sem til sölu eru í bílnum fáist hvergi annars staðar á landinu. „Við erum með ís sem er úti um allt á Norðurlöndunum, en sést ekki á Íslandi.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Sjá meira
Líkt og landsmenn vita verður tæplega talað um að sumarveður hafi verið í Reykjavík undanfarna mánuði. Þrátt fyrir veðurhörmungar höfuðborgarbúa er sala á ís úr Ísbílnum með besta móti. Daníel Heide Sævarsson ísbílstjóri – eða ísmaðurinn, eins og börnin kalla hann – segir að Íslendingar kaupi sér ís sama hvernig viðrar. „Reykvíkingar eru kannski þreyttir á veðrinu, en þeir taka þá bara sumarið með sér inn í stofu,“ segir Daníel. Ísbíllinn er nokkurs konar ísbúð á hjólum. Hver bíll , en þeir eru tólf talsins á ferð á hverjum tíma, er með allt að tonn af ís um borð og stoppar á 50 til 100 stöðum á dag. Ísbílarnir ferðast um allt land, og er Daníel nýkominn úr sex daga ferð í Skagafjörð þar sem hann segist hafa gert gott mót. „Það er blússandi sala úti á landi. Ef það er sól er salan frábær, sérstaklega ef það hefur rignt í einhverja daga á undan,“ en sólin hefur mun frekar brosað við landsbyggðinni en höfuðborginni þetta sumarið. Ísbíllinn var umkringdur íssólgnum Reykvíkingum seinni partinn í gær í Hlíðunum þegar blaðamann bar að garði. „Við reynum að heimsækja sömu hverfin reglulega,“ segir Daníel og heldur áfram. „Við reynum líka að vera í sömu hverfum á sama degi vikunnar, þá veit fólk frekar af okkur.“ Hann segir að þegar sólin loksins láti sjá sig skemmi það ekki fyrir sölu á svalandi íspinnum. „Fyrirtæki hringja reglulega og biðja okkur um að koma. Einn daginn í júlí hringdu sex fyrirtæki á sama tíma um leið og sólin braust í gegnum skýin.“ Ísbílarnir eru einnig á ferð yfir veturinn og segir Daníel söluna í desember glettilega mikla „Við förum í ferðir stuttu fyrir jól. Salan er eiginlega best í jólaferðunum,“ segir hann. „Við erum með mikið úrval, 45 stakar tegundir af ís og fjölskyldupakka líka.“ Hann segir að margar af þeim tegundum sem til sölu eru í bílnum fáist hvergi annars staðar á landinu. „Við erum með ís sem er úti um allt á Norðurlöndunum, en sést ekki á Íslandi.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara í Pallborði Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Sjá meira