Trump hefur í hótunum en segist vilja „HEIMSFRIГ Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2018 10:56 Digurbarkalegar yfirlýsingar Trump um Íran eru mjög í anda þeirra sem hann hefur áður látið frá sér fara. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði að hætta viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Íran á Twitter í dag. Refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran tóku í gildi í nótt. Trump segist fara fram á „HEIMSFRIГ. Refsiaðgerðirnar tóku aftur gildi í kjölfar þess að Trump ákvað að segja Bandaríkin úr kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015 fyrr á þessu ári. Enn harðari aðgerðir sem beinast gegn olíuútflutningi Írana taka gildi í nóvember að óbreyttu, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hótanir Trump gætu aukið enn á spennuna í samskiptum Bandaríkjanna við hefðbundnar bandalagsþjóðir í Evrópu. Evrópusambandið hefur sagst ætla að halda tryggð við kjarnorkusamninginn og verja fyrirtæki sem eiga í lögmætum viðskiptum við Íran. „Hver sem á í viðskiptum við Íran mun EKKI eiga í viðskiptum við Bandaríkin,“ tísti Trump í morgun en hann er nú í fríi í golfklúbbi sínum. Hann hefur nýtt tímann til að fara mikinn á uppáhaldssamfélagsmiðli sínum um hin ýmsu málefni. Sagði hann að refsiaðgerðirnar gegn Írönum nú yrðu þær ströngustu sem nokkru sinni hefðu verið lagðar á. „Ég fer fram á HEIMSFRIÐ, hvorki meira né minna!“ hrópaði forsetinn á Twitter.The Iran sanctions have officially been cast. These are the most biting sanctions ever imposed, and in November they ratchet up to yet another level. Anyone doing business with Iran will NOT be doing business with the United States. I am asking for WORLD PEACE, nothing less!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 7, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hótaði að hætta viðskiptum við ríki sem eiga í viðskiptum við Íran á Twitter í dag. Refsiaðgerðir Bandaríkjanna gegn Íran tóku í gildi í nótt. Trump segist fara fram á „HEIMSFRIГ. Refsiaðgerðirnar tóku aftur gildi í kjölfar þess að Trump ákvað að segja Bandaríkin úr kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015 fyrr á þessu ári. Enn harðari aðgerðir sem beinast gegn olíuútflutningi Írana taka gildi í nóvember að óbreyttu, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Hótanir Trump gætu aukið enn á spennuna í samskiptum Bandaríkjanna við hefðbundnar bandalagsþjóðir í Evrópu. Evrópusambandið hefur sagst ætla að halda tryggð við kjarnorkusamninginn og verja fyrirtæki sem eiga í lögmætum viðskiptum við Íran. „Hver sem á í viðskiptum við Íran mun EKKI eiga í viðskiptum við Bandaríkin,“ tísti Trump í morgun en hann er nú í fríi í golfklúbbi sínum. Hann hefur nýtt tímann til að fara mikinn á uppáhaldssamfélagsmiðli sínum um hin ýmsu málefni. Sagði hann að refsiaðgerðirnar gegn Írönum nú yrðu þær ströngustu sem nokkru sinni hefðu verið lagðar á. „Ég fer fram á HEIMSFRIÐ, hvorki meira né minna!“ hrópaði forsetinn á Twitter.The Iran sanctions have officially been cast. These are the most biting sanctions ever imposed, and in November they ratchet up to yet another level. Anyone doing business with Iran will NOT be doing business with the United States. I am asking for WORLD PEACE, nothing less!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 7, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09 Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira
Refsiaðgerðir gegn Íran taka gildi í nótt Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að hann hyggst fylgja eftir refsiaðgerðum gegn Íran, eftir að Bandaríkin drógu sig úr alþjóðlegu kjarnorkusamkomulagi í vor sem undirritað var árið 2015 en það var í stjórnartíð Baracks Obama. 6. ágúst 2018 20:09
Trump sendi Íran tóninn í hástöfum Forseti Bandaríkjanna brást ókvæða við ræðu íranska starfsbróður síns, Hassan Rouhani, sem sá síðarnefndi flutti í nótt. 23. júlí 2018 06:44