Samkeppni skortir sárlega Kristinn Ingi Jónsson skrifar 9. ágúst 2018 07:00 Fyrir þrjátíu árum kostaði um 55 þúsund krónur að fljúga til Kaupmannahafnar og til baka. Það jafngildir um 260 þúsundum króna á verðlagi dagsins í dag. Nú er hægt að kaupa flugmiða fram og til baka frá dönsku höfuðborginni á liðlega 25 þúsund krónur. Samkeppni á flugmarkaði hefur gert það að verkum að framboð á flugferðum hefur stóraukist og flugfargjöld hríðlækkað. Það sama gildir um aðra markaði þar sem kraftar samkeppninnar hafa fengið að njóta sín. Önnur lögmál gilda hins vegar um póstmarkaðinn þar sem ríkið hefur, enn sem fyrr, einkarétt til þess að dreifa bréfum undir 50 grömmum. Einokunin átti að tryggja sanngjarnt verð og trausta þjónustu. Fátt er fjær sanni. Fyrir þremur áratugum var póstburðargjald á léttustu bréfunum til Evrópu um 15 krónur eða sem samsvarar um 90 krónum á núverandi verðlagi. Í dag kostar hins vegar 200 krónur að senda sams konar bréf til Evrópu. Verðið hefur meira en tvöfaldast. Og varla er hægt að halda því fram að þjónustan hafi batnað svo um munar. Flutningshraði pósts til Evrópu hefur til að mynda lítið breyst. Árið 1988 var síðasti skiladagur póstkorta sem áttu að berast til álfunnar fyrir jól 14. desember. Í fyrra þurfti að póstleggja jólakortin fyrir 15. desember. Hluti póstmarkaðarins er vissulega frjáls en einokun ríkisins á dreifingu minnstu sendinganna skekkir samkeppnisstöðu einkafyrirtækja gagnvart ríkisrisanum og kemur í veg fyrir að neytendur geti notið raunverulegrar samkeppni. Frjáls samkeppni hefur alls staðar sannað gildi sitt þar sem kraftar hennar hafa fengið að njóta sín. Það er engin ástæða til að ætla að önnur lögmál gildi um póstþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir þrjátíu árum kostaði um 55 þúsund krónur að fljúga til Kaupmannahafnar og til baka. Það jafngildir um 260 þúsundum króna á verðlagi dagsins í dag. Nú er hægt að kaupa flugmiða fram og til baka frá dönsku höfuðborginni á liðlega 25 þúsund krónur. Samkeppni á flugmarkaði hefur gert það að verkum að framboð á flugferðum hefur stóraukist og flugfargjöld hríðlækkað. Það sama gildir um aðra markaði þar sem kraftar samkeppninnar hafa fengið að njóta sín. Önnur lögmál gilda hins vegar um póstmarkaðinn þar sem ríkið hefur, enn sem fyrr, einkarétt til þess að dreifa bréfum undir 50 grömmum. Einokunin átti að tryggja sanngjarnt verð og trausta þjónustu. Fátt er fjær sanni. Fyrir þremur áratugum var póstburðargjald á léttustu bréfunum til Evrópu um 15 krónur eða sem samsvarar um 90 krónum á núverandi verðlagi. Í dag kostar hins vegar 200 krónur að senda sams konar bréf til Evrópu. Verðið hefur meira en tvöfaldast. Og varla er hægt að halda því fram að þjónustan hafi batnað svo um munar. Flutningshraði pósts til Evrópu hefur til að mynda lítið breyst. Árið 1988 var síðasti skiladagur póstkorta sem áttu að berast til álfunnar fyrir jól 14. desember. Í fyrra þurfti að póstleggja jólakortin fyrir 15. desember. Hluti póstmarkaðarins er vissulega frjáls en einokun ríkisins á dreifingu minnstu sendinganna skekkir samkeppnisstöðu einkafyrirtækja gagnvart ríkisrisanum og kemur í veg fyrir að neytendur geti notið raunverulegrar samkeppni. Frjáls samkeppni hefur alls staðar sannað gildi sitt þar sem kraftar hennar hafa fengið að njóta sín. Það er engin ástæða til að ætla að önnur lögmál gildi um póstþjónustu.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun