Enn ein morðhrinan skekur Chicago Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 9. ágúst 2018 06:00 Lögreglumenn á vettvangi einnar af fjölmörgum skotárásum undanfarinnar helgar. Yfirvöld í Chicago reyna að kljást við morðölduna en illa gengur. Lögreglu tekst aðeins að leysa lítið brot morðmála. Vísir/getty Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir fyrir lögregluna í bandarísku borginni Chicago. Að minnsta kosti 74 voru skotnir um helgina og þar af létust þrettán. Yngsta fórnarlambið var, samkvæmt New York Times, aðeins ellefu ára. Enginn hefur enn verið handtekinn. Þessi mikli fjöldi skotárása er síður en svo einstakur í borginni. 6.200 skotárásir voru gerðar árin 2016 og 2017 og létust rúmlega 1.400. Það sem af er ári hafa 325 verið myrt, samkvæmt USA Today, og þótt það sé fimmtungi minna en á sama tíma í fyrra lítur út fyrir að Chicago muni enn á ný verða sú borg þar sem flestir eru myrtir á árinu. Til að bregðast við ástandinu sem hefur myndast, og morðhríð helgarinnar, ákvað lögregla borgarinnar að senda hundruð lögreglumanna til viðbótar í ofbeldisfyllstu hverfin. Rahm Emanuel borgarstjóri og lögreglustjórinn Eddie Johnson hvöttu borgarbúa svo í fyrrinótt til þess að gefa sig fram, hefðu þeir upplýsingar um árásarmenn helgarinnar. Chicago Tribune greindi frá því í gær að lögregla borgarinnar leysti aðeins brotabrot morðmála. Lögregla neitaði að afhenda miðlinum skjöl svo hægt væri að reikna þá tölfræði. Lögreglumaður myndar lík ökumanns sem skotinn var til bana á dögunum.Vísir/gettyRannsóknarvinna blaðamanna Chicago Tribune leiddi þó í ljós að einungis sautján prósent morðmála hafa verið leyst á síðasta ári, sú tala hafi farið lækkandi undanfarin ár. Hlutfall leystra skotárásarmála er enn lægra. Samkvæmt rannsókn Háskólans í Chicago leysti lögregla einungis fimm prósent slíkra mála árið 2016. Helstu ástæðuna sagði miðillinn vera tregðu íbúa ofbeldisfyllstu og jafnframt fátækustu hverfanna til þess að hjálpa lögreglu, en Johnson lögreglustjóri sagði flest mál helgarinnar tengjast gengjastarfsemi. Vilji íbúa til að veita þá hjálp sem Emanuel og Johnson óska eftir er því takmarkaður. Í samtali við Chicago Tribune sagði heimildarmaður, í skjóli nafnleyndar, að þessi tregða væri skiljanleg. Hættulegt væri að bera vitni í morðmáli þegar maður byggi í hverfi þar sem svo mörg morð eiga sér stað. Þá er líklegt að þau fjölmörgu tilfelli þar sem lögreglumenn hafa skotið svarta Bandaríkjamenn til bana leiki stórt hlutverk í þessu samhengi. Allnokkur slík mál hafa fengið mikla umfjöllun vestan hafs og hafa þau ekki verið til þess fallin að auka traust íbúa fátækustu hverfanna í garð lögreglu.Valtur stóll Þessi mikli fjöldi glæpa er talinn veikja stöðu Demókratans Emanuels töluvert, en Repúblikanar hafa lengi gagnrýnt frammistöðu hans í málaflokknum. „Arfleifð hans eru fleiri morð en nokkru sinni fyrr. Heilaþvottur Demókrata er eina ástæða þess að hann eigi möguleika á því að sitja áfram,“ tísti Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump forseta og fyrrverandi borgarstjóri New York, á mánudag. Kosið er um borgarstjórastólinn á næsta ári og að öllu óbreyttu mun Emanuel gefa kost á sér til endurkjörs. Það gæti þó breyst. Grasrótarhreyfing stuðningsmanna fyrrverandi ríkisstjórans Pats Quinn reynir nú að koma því á kjörseðilinn, samhliða þingkosningunum í nóvember næstkomandi, að kosið verði um að takmarka skuli fjölda kjörtímabila sem borgarstjóri situr, líkt og tíðkast í flestum öðrum stórborgum Bandaríkjanna. Quinn skilaði yfirvöldum í gær 86.481 undirskrift þess efnis. En rúmlega 50.000 þarf til að hefja ferlið sem kemur málum á kjörseðilinn. Í könnun sem Quinn lét gera í júlí kom fram að þrír af hverjum fjórum borgarbúum væru hlynntir því að takmarka fjölda kjörtímabila. Ef spurningin kemst á kjörseðilinn, og henni er svarað játandi í nóvember, mun Emanuel ekki geta gefið kost á sér að ári liðnu. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira
Undanfarnir dagar hafa verið erfiðir fyrir lögregluna í bandarísku borginni Chicago. Að minnsta kosti 74 voru skotnir um helgina og þar af létust þrettán. Yngsta fórnarlambið var, samkvæmt New York Times, aðeins ellefu ára. Enginn hefur enn verið handtekinn. Þessi mikli fjöldi skotárása er síður en svo einstakur í borginni. 6.200 skotárásir voru gerðar árin 2016 og 2017 og létust rúmlega 1.400. Það sem af er ári hafa 325 verið myrt, samkvæmt USA Today, og þótt það sé fimmtungi minna en á sama tíma í fyrra lítur út fyrir að Chicago muni enn á ný verða sú borg þar sem flestir eru myrtir á árinu. Til að bregðast við ástandinu sem hefur myndast, og morðhríð helgarinnar, ákvað lögregla borgarinnar að senda hundruð lögreglumanna til viðbótar í ofbeldisfyllstu hverfin. Rahm Emanuel borgarstjóri og lögreglustjórinn Eddie Johnson hvöttu borgarbúa svo í fyrrinótt til þess að gefa sig fram, hefðu þeir upplýsingar um árásarmenn helgarinnar. Chicago Tribune greindi frá því í gær að lögregla borgarinnar leysti aðeins brotabrot morðmála. Lögregla neitaði að afhenda miðlinum skjöl svo hægt væri að reikna þá tölfræði. Lögreglumaður myndar lík ökumanns sem skotinn var til bana á dögunum.Vísir/gettyRannsóknarvinna blaðamanna Chicago Tribune leiddi þó í ljós að einungis sautján prósent morðmála hafa verið leyst á síðasta ári, sú tala hafi farið lækkandi undanfarin ár. Hlutfall leystra skotárásarmála er enn lægra. Samkvæmt rannsókn Háskólans í Chicago leysti lögregla einungis fimm prósent slíkra mála árið 2016. Helstu ástæðuna sagði miðillinn vera tregðu íbúa ofbeldisfyllstu og jafnframt fátækustu hverfanna til þess að hjálpa lögreglu, en Johnson lögreglustjóri sagði flest mál helgarinnar tengjast gengjastarfsemi. Vilji íbúa til að veita þá hjálp sem Emanuel og Johnson óska eftir er því takmarkaður. Í samtali við Chicago Tribune sagði heimildarmaður, í skjóli nafnleyndar, að þessi tregða væri skiljanleg. Hættulegt væri að bera vitni í morðmáli þegar maður byggi í hverfi þar sem svo mörg morð eiga sér stað. Þá er líklegt að þau fjölmörgu tilfelli þar sem lögreglumenn hafa skotið svarta Bandaríkjamenn til bana leiki stórt hlutverk í þessu samhengi. Allnokkur slík mál hafa fengið mikla umfjöllun vestan hafs og hafa þau ekki verið til þess fallin að auka traust íbúa fátækustu hverfanna í garð lögreglu.Valtur stóll Þessi mikli fjöldi glæpa er talinn veikja stöðu Demókratans Emanuels töluvert, en Repúblikanar hafa lengi gagnrýnt frammistöðu hans í málaflokknum. „Arfleifð hans eru fleiri morð en nokkru sinni fyrr. Heilaþvottur Demókrata er eina ástæða þess að hann eigi möguleika á því að sitja áfram,“ tísti Rudy Giuliani, lögmaður Donalds Trump forseta og fyrrverandi borgarstjóri New York, á mánudag. Kosið er um borgarstjórastólinn á næsta ári og að öllu óbreyttu mun Emanuel gefa kost á sér til endurkjörs. Það gæti þó breyst. Grasrótarhreyfing stuðningsmanna fyrrverandi ríkisstjórans Pats Quinn reynir nú að koma því á kjörseðilinn, samhliða þingkosningunum í nóvember næstkomandi, að kosið verði um að takmarka skuli fjölda kjörtímabila sem borgarstjóri situr, líkt og tíðkast í flestum öðrum stórborgum Bandaríkjanna. Quinn skilaði yfirvöldum í gær 86.481 undirskrift þess efnis. En rúmlega 50.000 þarf til að hefja ferlið sem kemur málum á kjörseðilinn. Í könnun sem Quinn lét gera í júlí kom fram að þrír af hverjum fjórum borgarbúum væru hlynntir því að takmarka fjölda kjörtímabila. Ef spurningin kemst á kjörseðilinn, og henni er svarað játandi í nóvember, mun Emanuel ekki geta gefið kost á sér að ári liðnu.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Sjá meira