Spurningu beint til Samtaka atvinnulífsins Ögmundur Jónasson skrifar 9. ágúst 2018 10:09 Davíð Þorláksson, lögfræðingur og forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, skrifar nýlega svokallaða bakþanka Fréttablaðsins. Þar segir hann að óþarfi sé „að brjálast“ yfir uppkaupum auðmanna á landi og „auðvitað skiptir engu máli“, segir hann enn fremur, „hvort það er Íslendingur eða útlendingur sem á það“. Það sé tímabært að stjórnmálamenn átti sig á því að eignarréttur sé ekki stjórntæki sem þeir geti gripið til að vild og hann bendir á að innlendir jafnt sem erlendir landeigendur þurfi að fara að margvíslegum lögum og reglum sem gilda hér á landi.Hvað segja lögin? Og Davíð Þorláksson byrjar að telja upp lagabálkana: „Þar má t.d. nefna skipulagslög nr. 123/2010, lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998 …“ Hvernig væri að taka Davíð Þorláksson á orðinu og byrja á því að fletta upp í þessum síðastnefndu lögum frá 1998. Þau vísa til þess hvers einkaeignarrétturinn tekur til, öðlist menn á annað borð eignarhald á landi. Í annarri grein segir að eigandi lands fari með „öll venjuleg eignarráð þess“, nokkuð sem er útlistað nánar í þriðju grein hvað auðlindir áhrærir því þar segir með skýrum hætti að eignarlandi fylgi eignarréttur „að auðlindum í jörðu“. Auðlindir eru skilgreindar í fyrstu greininni á eftirfarandi hátt: „Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við.“ Um að gera að brjálast ekki Þarna er sem sagt heitt vatn og kalt og jarðefni hverju nafni sem þau nefnast, allt er þetta í eigu landeigandans. Um nýtinguna gilda síðan ýmis lög, sem ég hef reyndar leyft mér að gagnrýna sum hver fyrir það hve slök þau eru. Grundvallaratriðið er eftir sem áður þetta: Landeigandinn á ekki bara yfirborð landsins heldur teygir eignarrétturinn sig langt niður í jörðina og umlykur einnig þær auðlindir sem þar er að finna. Óþarfi er „að brjálast“ yfir því á hvers hendi þessi réttindi eru, segir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. Gott og vel, um að gera að brjálast ekki.En hvað með að sýna fyrirhyggju? En hvernig væri að sýna fyrirhyggju og ábyrgðarkennd gagnvart framtíðinni og ókomnum kynslóðum? Finnst mönnum í lagi að eignarhald á auðlindum Íslands, þar með gulli framtíðarinnar sem vatnið er stundum kallað, komist í hendur nokkurra auðmanna innlendra eða erlendra? Ég leyfi mér reyndar að ganga lengra og líta svo á að eignarhald á landinu og auðlindum þess eigi að vera innan landsteinanna. Því fjær sem eignarhaldið er landinu sjálfu, því líklegra að það verði í huga eigandans verslunarvara sem lýtur lögmálum kauphallarinnar, en allt sem hvílir á öðrum gildum fjarlægara.Og síðan er það spurningin Samtök atvinnulífsins hafa, ekki síst á allra síðustu tímum, sýnt að þeim er ekki alveg sama um hin huglægu gildi. Vísa ég þar í áherslu samtakanna á að styrkja íslenska tungu og menningu. Hvernig væri að leyfa landinu og auðlindum þess að fylgja með í þeim pakka; að auðlindirnar verði okkar allra? Það er nóg pláss fyrir kapítalistana í SA að höndla á Íslandi án þess að þeir þurfi að gína yfir landinu, vatninu og orkunni, eða hvað? Ég bara spyr. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Landið selt? Fjárfesting erlendra aðila í landi hefur valdið uppnámi hjá sumum. 1. ágúst 2018 08:00 Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Davíð Þorláksson, lögfræðingur og forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins, skrifar nýlega svokallaða bakþanka Fréttablaðsins. Þar segir hann að óþarfi sé „að brjálast“ yfir uppkaupum auðmanna á landi og „auðvitað skiptir engu máli“, segir hann enn fremur, „hvort það er Íslendingur eða útlendingur sem á það“. Það sé tímabært að stjórnmálamenn átti sig á því að eignarréttur sé ekki stjórntæki sem þeir geti gripið til að vild og hann bendir á að innlendir jafnt sem erlendir landeigendur þurfi að fara að margvíslegum lögum og reglum sem gilda hér á landi.Hvað segja lögin? Og Davíð Þorláksson byrjar að telja upp lagabálkana: „Þar má t.d. nefna skipulagslög nr. 123/2010, lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, lög um rannsóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu nr. 57/1998 …“ Hvernig væri að taka Davíð Þorláksson á orðinu og byrja á því að fletta upp í þessum síðastnefndu lögum frá 1998. Þau vísa til þess hvers einkaeignarrétturinn tekur til, öðlist menn á annað borð eignarhald á landi. Í annarri grein segir að eigandi lands fari með „öll venjuleg eignarráð þess“, nokkuð sem er útlistað nánar í þriðju grein hvað auðlindir áhrærir því þar segir með skýrum hætti að eignarlandi fylgi eignarréttur „að auðlindum í jörðu“. Auðlindir eru skilgreindar í fyrstu greininni á eftirfarandi hátt: „Með auðlindum er í lögum þessum átt við hvers konar frumefni, efnasambönd og orku sem vinna má úr jörðu, hvort heldur í föstu, fljótandi eða loftkenndu formi og án tillits til hitastigs sem þau kunna að finnast við.“ Um að gera að brjálast ekki Þarna er sem sagt heitt vatn og kalt og jarðefni hverju nafni sem þau nefnast, allt er þetta í eigu landeigandans. Um nýtinguna gilda síðan ýmis lög, sem ég hef reyndar leyft mér að gagnrýna sum hver fyrir það hve slök þau eru. Grundvallaratriðið er eftir sem áður þetta: Landeigandinn á ekki bara yfirborð landsins heldur teygir eignarrétturinn sig langt niður í jörðina og umlykur einnig þær auðlindir sem þar er að finna. Óþarfi er „að brjálast“ yfir því á hvers hendi þessi réttindi eru, segir fulltrúi Samtaka atvinnulífsins. Gott og vel, um að gera að brjálast ekki.En hvað með að sýna fyrirhyggju? En hvernig væri að sýna fyrirhyggju og ábyrgðarkennd gagnvart framtíðinni og ókomnum kynslóðum? Finnst mönnum í lagi að eignarhald á auðlindum Íslands, þar með gulli framtíðarinnar sem vatnið er stundum kallað, komist í hendur nokkurra auðmanna innlendra eða erlendra? Ég leyfi mér reyndar að ganga lengra og líta svo á að eignarhald á landinu og auðlindum þess eigi að vera innan landsteinanna. Því fjær sem eignarhaldið er landinu sjálfu, því líklegra að það verði í huga eigandans verslunarvara sem lýtur lögmálum kauphallarinnar, en allt sem hvílir á öðrum gildum fjarlægara.Og síðan er það spurningin Samtök atvinnulífsins hafa, ekki síst á allra síðustu tímum, sýnt að þeim er ekki alveg sama um hin huglægu gildi. Vísa ég þar í áherslu samtakanna á að styrkja íslenska tungu og menningu. Hvernig væri að leyfa landinu og auðlindum þess að fylgja með í þeim pakka; að auðlindirnar verði okkar allra? Það er nóg pláss fyrir kapítalistana í SA að höndla á Íslandi án þess að þeir þurfi að gína yfir landinu, vatninu og orkunni, eða hvað? Ég bara spyr.
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun