Fyrirtækið Guide to Iceland greiðir 600 milljóna króna arð Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 30. júlí 2018 07:30 Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hefur notið góðs af stríðum straumi ferðamanna til Íslands. Stefán Karlsson Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári og hefur stjórn félagsins samþykkt að greiða 600 milljóna króna arð til hluthafa. Hagnaður Guide to Iceland jókst töluvert á milli ára en hann var 178 milljónir árið 2016. Það skýrist meðal annars af kröftugum tekjuvexti sem nam hátt í 70 prósent en heildartekjur Guide to Iceland af bókunum námu 4,8 milljörðum króna á árinu 2017. Aukin umsvif bókunarfyrirtækisins komu fram í launakostnaðinum sem jókst úr 248 milljónum í 410 milljónir á sama tíma og starfsmönnum fjölgaði úr 28 í 49. Eignir námu 2,2 milljörðum króna, eigið féð 719 milljónum og eiginfjárhlutfallið var 32,7 prósent. Guide to Iceland var stofnað 2012 og rekur vefsíðuna guidetoiceland.is sem er eins konar markaðstorg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þar koma ferðaþjónustufyrirtæki vörum sínum á framfæri gegn þóknun.Sækja inn á erlenda markaði Davíð Ólafur Ingimarsson, fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Guide to Iceland, segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtur síðustu ára sé einsdæmi. „Vöxturinn hefur verið gríðarlegur. Á árunum 2013 til 2016 var tekjuvöxturinn yfir 30 þúsund prósent sem er í raun fordæmalaust hér á Íslandi,“ segir Davíð. Að sögn Davíðs er Guide to Iceland orðið langstærsta markaðstorgið fyrir ferðþjónustu á Íslandi og rekur ástæðurnar. „Við höfum lagt áherslu á þróun hugbúnaðarins og að auka sjálfvirkni þannig að ferðaþjónustufyrirtæki geti stundað viðskipti við okkur umsvifalaust,“ segir Davíð. „Auk þess höfum við notað sterka stöðu markaðstorgsins til að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun og einokun á markaðinum með því að koma smærri og meðalstórum fyrirtækjum á framfæri.“ Þá segir Davíð fyrirtækið stefna að því að sækja inn á erlenda markaði. „Við vinnum nú að því að taka saman gögn til að ákveða hvar það verður. Hugbúnaðurinn og viðskiptahugmyndin voru sannreynd á Íslandi og við höfum mikla trú á því að þetta muni gefa góða raun annars staðar í heiminum,“ segir Davíð. Stærstu hluthafar í Guide to Iceland eru Ingólfur Abraham Shahin með 55,3 prósenta hlut í gegnum félagið Djengis, Iurie Belegurschi með 18,5 prósent í gegnum Aurora Capital og Xiaochen Tian með 9,2 prósent í gegnum Chenchen. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Bókunarfyrirtækið Guide to Iceland hagnaðist um 676 milljónir króna á síðasta ári og hefur stjórn félagsins samþykkt að greiða 600 milljóna króna arð til hluthafa. Hagnaður Guide to Iceland jókst töluvert á milli ára en hann var 178 milljónir árið 2016. Það skýrist meðal annars af kröftugum tekjuvexti sem nam hátt í 70 prósent en heildartekjur Guide to Iceland af bókunum námu 4,8 milljörðum króna á árinu 2017. Aukin umsvif bókunarfyrirtækisins komu fram í launakostnaðinum sem jókst úr 248 milljónum í 410 milljónir á sama tíma og starfsmönnum fjölgaði úr 28 í 49. Eignir námu 2,2 milljörðum króna, eigið féð 719 milljónum og eiginfjárhlutfallið var 32,7 prósent. Guide to Iceland var stofnað 2012 og rekur vefsíðuna guidetoiceland.is sem er eins konar markaðstorg fyrir íslenska ferðaþjónustu. Þar koma ferðaþjónustufyrirtæki vörum sínum á framfæri gegn þóknun.Sækja inn á erlenda markaði Davíð Ólafur Ingimarsson, fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Guide to Iceland, segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtur síðustu ára sé einsdæmi. „Vöxturinn hefur verið gríðarlegur. Á árunum 2013 til 2016 var tekjuvöxturinn yfir 30 þúsund prósent sem er í raun fordæmalaust hér á Íslandi,“ segir Davíð. Að sögn Davíðs er Guide to Iceland orðið langstærsta markaðstorgið fyrir ferðþjónustu á Íslandi og rekur ástæðurnar. „Við höfum lagt áherslu á þróun hugbúnaðarins og að auka sjálfvirkni þannig að ferðaþjónustufyrirtæki geti stundað viðskipti við okkur umsvifalaust,“ segir Davíð. „Auk þess höfum við notað sterka stöðu markaðstorgsins til að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun og einokun á markaðinum með því að koma smærri og meðalstórum fyrirtækjum á framfæri.“ Þá segir Davíð fyrirtækið stefna að því að sækja inn á erlenda markaði. „Við vinnum nú að því að taka saman gögn til að ákveða hvar það verður. Hugbúnaðurinn og viðskiptahugmyndin voru sannreynd á Íslandi og við höfum mikla trú á því að þetta muni gefa góða raun annars staðar í heiminum,“ segir Davíð. Stærstu hluthafar í Guide to Iceland eru Ingólfur Abraham Shahin með 55,3 prósenta hlut í gegnum félagið Djengis, Iurie Belegurschi með 18,5 prósent í gegnum Aurora Capital og Xiaochen Tian með 9,2 prósent í gegnum Chenchen.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira