Íslenska sundknattleiksdrottningin rétt missti af EM-gullinu í þriðja sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2018 14:30 Kristín Krisúla Tsoukala með boltann í leik á EM. Vísir/Getty Íslenska sundknattleiksdrottningin Kristín Krisúla Tsoukala og félagar hennar í gríska landsliðinu komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í ár en urðu að sætta sig við silfrið. Þetta er besti árangur liðsins á EM í sex ár og frammistaða stelpnanna vakti mikla athygli í heimalandinu. Mótinu lauk um helgina. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Þetta var í þriðja sinn sem hún kemst alla leið í úrslitaleikinn á EM en rétt missti af gullinu alveg eins og 2010 og 2012. Kristín Krisúla varð aftur á móti heimsmeistari með Grikkjum árið 2011. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Christina Tsoukalas skrifaði í fyrra undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos og varð þá dýrasta sundknattleikskona í sögu Grikklands. Hún vann síðan tvöfalt, deild og bikar á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Gríska landsliðið sló út Rússland og Spán á leið sinni í úrslialeikinn en mótið fór fram í Barcelona á Spáni. Kristín Krisúla átti mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Hollandi þar sem hún skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu. Það dugði ekki til en gríska liðið tapaði 6-4 á móti Hollandi í úrslitaleiknum. Kristín Krisúla gaf flestar stoðsendingar í gríska landsliðinu á Evrópumótinu í ár og aðeins fyrirliðinn Alexandra Asimaki skoraði fleiri mörk. Kristín Krisúla var með 10 mörk og 12 stoðsendingar í leikjunum átta. Aðrar íþróttir Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira
Íslenska sundknattleiksdrottningin Kristín Krisúla Tsoukala og félagar hennar í gríska landsliðinu komust alla leið í úrslitaleikinn á Evrópumótinu í ár en urðu að sætta sig við silfrið. Þetta er besti árangur liðsins á EM í sex ár og frammistaða stelpnanna vakti mikla athygli í heimalandinu. Mótinu lauk um helgina. Christina Tsoukalas, eða Kristín Krisúla Tsoukala, er ein besta sundknattleikskona Grikkja, og hefur þrátt fyrir ungan aldur, spilað með landsliðinu í áratug. Hún er 185 sm á hæð og spilar sem varnarmaður. Þetta var í þriðja sinn sem hún kemst alla leið í úrslitaleikinn á EM en rétt missti af gullinu alveg eins og 2010 og 2012. Kristín Krisúla varð aftur á móti heimsmeistari með Grikkjum árið 2011. Christina Tsoukalas er bæði með íslenskan og grískan ríkisborgararétt en hún er dóttir Þóru Bjarkar Valsteinsdóttur og Makis Tsoukalas. Hún er fædd árið 1991 og verður því 27 ára gömul á þessu ári. Christina Tsoukalas skrifaði í fyrra undir þriggja ára samning við stórlið Olympiakos og varð þá dýrasta sundknattleikskona í sögu Grikklands. Hún vann síðan tvöfalt, deild og bikar á sínu fyrsta tímabili með liðinu. Gríska landsliðið sló út Rússland og Spán á leið sinni í úrslialeikinn en mótið fór fram í Barcelona á Spáni. Kristín Krisúla átti mjög góðan leik í úrslitaleiknum á móti Hollandi þar sem hún skoraði tvö mörk og átti eina stoðsendingu. Það dugði ekki til en gríska liðið tapaði 6-4 á móti Hollandi í úrslitaleiknum. Kristín Krisúla gaf flestar stoðsendingar í gríska landsliðinu á Evrópumótinu í ár og aðeins fyrirliðinn Alexandra Asimaki skoraði fleiri mörk. Kristín Krisúla var með 10 mörk og 12 stoðsendingar í leikjunum átta.
Aðrar íþróttir Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Álftanes er með dýrt lið” Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Dönsk táningastelpa að slá í gegn á EM í sundi Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Hislop með krabbamein „Það verður okkar lykill inn í alla leiki“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Íslandsvinurinn rekinn Sjá meira