Conte tekur undir með Trump í NATO-deilu Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 31. júlí 2018 06:00 Það fór vel með Donald Trump og Giuseppe Conte. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, fundu ýmsa sameiginlega fleti þegar þeir funduðu í Hvíta húsinu í gær, meðal annars í innflytjendamálum og fjármögnun Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO). Trump hrósaði Conte fyrir harða stefnu í innflytjendamálum sem spiluðu stórt hlutverk í ítölsku þingkosningunum. Ríkisstjórn Conte, sem komst til valda í byrjun sumars, vinnur nú að því að takmarka fólksflutninga til landsins, sér í lagi fjölda hælisleitenda sem koma á bátum frá Afríku. „Ég er sammála mörgu af því sem þið eruð að gera hvað varðar löglega og jafnvel ólöglega innflytjendur,“ sagði Trump við Conte á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu. „Hann hefur tekið harða afstöðu, afstöðu sem fá stjórnvöld hafa tekið og í mínum huga er hann að gera rétt.“ Conte greindi blaðamönnum frá því að hann væri á sama máli og Trump þegar kemur að fjármögnun NATO en Trump hefur kallað eftir því að aðildarþjóðir NATO leggi meira af mörkum til bandalagsins. Sagði Conte að krafa Trumps væri „sanngjörn“ og að hann myndi sjálfur tala fyrir henni í Evrópu. „Við verðum að semja við Bandaríkin til þess að finna hagsmunajafnvægi á milli ítalskra, bandarískra og evrópskra borgara,“ bætti Conte við. Þá benti Trump á viðskiptahallann á milli landanna tveggja sem nemur 31 milljarði dala og sagðist hann gera ráð fyrir að hallinn yrði „lagfærður fljótlega“. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Flóttamenn NATO Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir leiðtogafund NATO Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. 12. júlí 2018 20:44 NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03 Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Giuseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, fundu ýmsa sameiginlega fleti þegar þeir funduðu í Hvíta húsinu í gær, meðal annars í innflytjendamálum og fjármögnun Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO). Trump hrósaði Conte fyrir harða stefnu í innflytjendamálum sem spiluðu stórt hlutverk í ítölsku þingkosningunum. Ríkisstjórn Conte, sem komst til valda í byrjun sumars, vinnur nú að því að takmarka fólksflutninga til landsins, sér í lagi fjölda hælisleitenda sem koma á bátum frá Afríku. „Ég er sammála mörgu af því sem þið eruð að gera hvað varðar löglega og jafnvel ólöglega innflytjendur,“ sagði Trump við Conte á forsetaskrifstofunni í Hvíta húsinu. „Hann hefur tekið harða afstöðu, afstöðu sem fá stjórnvöld hafa tekið og í mínum huga er hann að gera rétt.“ Conte greindi blaðamönnum frá því að hann væri á sama máli og Trump þegar kemur að fjármögnun NATO en Trump hefur kallað eftir því að aðildarþjóðir NATO leggi meira af mörkum til bandalagsins. Sagði Conte að krafa Trumps væri „sanngjörn“ og að hann myndi sjálfur tala fyrir henni í Evrópu. „Við verðum að semja við Bandaríkin til þess að finna hagsmunajafnvægi á milli ítalskra, bandarískra og evrópskra borgara,“ bætti Conte við. Þá benti Trump á viðskiptahallann á milli landanna tveggja sem nemur 31 milljarði dala og sagðist hann gera ráð fyrir að hallinn yrði „lagfærður fljótlega“.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Flóttamenn NATO Tengdar fréttir Trump fagnar sigri eftir leiðtogafund NATO Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. 12. júlí 2018 20:44 NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03 Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Trump fagnar sigri eftir leiðtogafund NATO Helstu leiðtogar Atlantshafsbandalagsins eru sammála um að bandalagið sé sterkara nú en fyrir tveggja daga átakafund sem lauk í dag. 12. júlí 2018 20:44
NATO leiðtogar kannast ekki við að hafa lofað Trump neinni hækkun framlaga Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins kannast ekki við að hafa samþykkt neina aukningu á útgjöldum til varnarmála á nýafstöðnum fundi þrátt fyrir yfirlýsingar Donalds Trump Bandaríkjaforseta. 12. júlí 2018 19:03
Mun Trump skemma sérstakt samband Bretlands og Bandaríkjanna? Seinni hluti fréttaskýringar um hið sérstaklega nána samband Bretlands og Bandaríkjanna, og hvaða þýðingu það hefur fyrir heiminn. 17. júlí 2018 14:00