Fjórða greinin á morgun verður sú lengsta í sögu heimsleikanna í krossfit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2018 09:00 Viðbrögðin hjá Anníe Mist Þórisdóttur. Mynd/Twitter/@CrossFitGames Keppendurnir á heimsleikunum í krossfit fengu hverja tilkynninguna á fætur annarri í gær þegar hæstráðandi heimsleikanna, Dave Castro, var duglegur að hitta á hópinn og segja frá greinunum í komandi í keppni. Fimm Íslendingar keppa í einstaklingskeppni heimsleikanna í ár. Það eru Björgvin Karl Guðmundsson karlamegin og svo þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir kvennamegin. Frederick Aegidius, maður Anníe Mistar, er einnig með. Heimsleikarnir hefjast á morgun miðvikudag en fyrsta greinin verður hjólreiðakeppni sem er nýbreytni því síðustu leikar hafa byrjað á sundi og hlaupi. Svo koma tvær dæmigerðari krossfit-æfingaraðir inn á milli en dagurinn endar síðan á sögulegri grein. Fjórða greinin á heimsleikunum í ár verður einnig á miðvikudaginn og hún verður sú lengsta í sögu heimsleikanna. Fjórða greinin verður nefnilega maraþonróður en allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, munu keppa á sama tíma í Veterans Memorial Coliseum höllinni í Madison. Það verður örugglega rosalega stemmning í salnum þegar 80 krossfitarar reyna að róa í 42 kílómetra en það má búast við því að það taki þá á bilinu þrjá til fjóra klukkutíma. Í fyrra fóru „aðeins“ fram þrjár greinar á fyrsta degi sem var fimmtudagur en fjórar greinar voru síðan á föstudeginum. Góðu fréttirnar núna eru kannski að fimmtudagurinn verður hvíldardagur og fimmta greinin fer ekki fram fyrr en á föstudagsmorguninn. Það verða síðan þrjár greinar á föstudaginn og því sjö greinar frá miðvikudegi til föstudags alveg eins og í fyrra. Keppendur fengu örugglega smá sjokk við þessar stóru fréttir eins og forráðamenn leikanna grínuðust með þegar þeir birtu mynd af Anníe Mist Þórisdóttur á Twitter-síðu heimsleikanna eins og sjá má hér fyrir neðan..@IcelandAnnieprocessing 42,195 meters of traveling in the same place. #MarathonRowpic.twitter.com/xVKONnJB8n — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 31, 2018 Það er ljóst að fyrsta og fjórða grein miðvikudagsins verða mjög sérhæfðar og krefjandi greinar fyrir keppendur heimsleikanna og um leið greinar sem þau hafa örugglega ekki æft mikið fyrir. Þessi miðvikudagur mun reyna á hópinn. „Ég var búinn að segja ykkur að miðvikudagurinn yrði sá erfiðasti í sögu heimsleikanna í krossfit og ég var ekki að ljúga,“ sagði Dave Castro þegar hann horfði yfir hópinn meðtaka alla þá kílómetra sem bíða þeirra á morgun. Það má sjá alla kynninguna hans Dave Castro hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29 Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30 Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Keppendurnir á heimsleikunum í krossfit fengu hverja tilkynninguna á fætur annarri í gær þegar hæstráðandi heimsleikanna, Dave Castro, var duglegur að hitta á hópinn og segja frá greinunum í komandi í keppni. Fimm Íslendingar keppa í einstaklingskeppni heimsleikanna í ár. Það eru Björgvin Karl Guðmundsson karlamegin og svo þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir kvennamegin. Frederick Aegidius, maður Anníe Mistar, er einnig með. Heimsleikarnir hefjast á morgun miðvikudag en fyrsta greinin verður hjólreiðakeppni sem er nýbreytni því síðustu leikar hafa byrjað á sundi og hlaupi. Svo koma tvær dæmigerðari krossfit-æfingaraðir inn á milli en dagurinn endar síðan á sögulegri grein. Fjórða greinin á heimsleikunum í ár verður einnig á miðvikudaginn og hún verður sú lengsta í sögu heimsleikanna. Fjórða greinin verður nefnilega maraþonróður en allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, munu keppa á sama tíma í Veterans Memorial Coliseum höllinni í Madison. Það verður örugglega rosalega stemmning í salnum þegar 80 krossfitarar reyna að róa í 42 kílómetra en það má búast við því að það taki þá á bilinu þrjá til fjóra klukkutíma. Í fyrra fóru „aðeins“ fram þrjár greinar á fyrsta degi sem var fimmtudagur en fjórar greinar voru síðan á föstudeginum. Góðu fréttirnar núna eru kannski að fimmtudagurinn verður hvíldardagur og fimmta greinin fer ekki fram fyrr en á föstudagsmorguninn. Það verða síðan þrjár greinar á föstudaginn og því sjö greinar frá miðvikudegi til föstudags alveg eins og í fyrra. Keppendur fengu örugglega smá sjokk við þessar stóru fréttir eins og forráðamenn leikanna grínuðust með þegar þeir birtu mynd af Anníe Mist Þórisdóttur á Twitter-síðu heimsleikanna eins og sjá má hér fyrir neðan..@IcelandAnnieprocessing 42,195 meters of traveling in the same place. #MarathonRowpic.twitter.com/xVKONnJB8n — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 31, 2018 Það er ljóst að fyrsta og fjórða grein miðvikudagsins verða mjög sérhæfðar og krefjandi greinar fyrir keppendur heimsleikanna og um leið greinar sem þau hafa örugglega ekki æft mikið fyrir. Þessi miðvikudagur mun reyna á hópinn. „Ég var búinn að segja ykkur að miðvikudagurinn yrði sá erfiðasti í sögu heimsleikanna í krossfit og ég var ekki að ljúga,“ sagði Dave Castro þegar hann horfði yfir hópinn meðtaka alla þá kílómetra sem bíða þeirra á morgun. Það má sjá alla kynninguna hans Dave Castro hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29 Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30 Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00 Mest lesið Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Íslenski boltinn Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sport Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Íslenski boltinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Hundfúll út í Refina Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Sló heimsmetið í fjórtánda sinn „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Krísa í Kansas Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Beit andstæðing á HM „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Dagskráin í dag: Mikilvægir leikir í lokaumferðinni Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Sjá meira
Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29
Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30
Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00