Fjórða greinin á morgun verður sú lengsta í sögu heimsleikanna í krossfit Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. júlí 2018 09:00 Viðbrögðin hjá Anníe Mist Þórisdóttur. Mynd/Twitter/@CrossFitGames Keppendurnir á heimsleikunum í krossfit fengu hverja tilkynninguna á fætur annarri í gær þegar hæstráðandi heimsleikanna, Dave Castro, var duglegur að hitta á hópinn og segja frá greinunum í komandi í keppni. Fimm Íslendingar keppa í einstaklingskeppni heimsleikanna í ár. Það eru Björgvin Karl Guðmundsson karlamegin og svo þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir kvennamegin. Frederick Aegidius, maður Anníe Mistar, er einnig með. Heimsleikarnir hefjast á morgun miðvikudag en fyrsta greinin verður hjólreiðakeppni sem er nýbreytni því síðustu leikar hafa byrjað á sundi og hlaupi. Svo koma tvær dæmigerðari krossfit-æfingaraðir inn á milli en dagurinn endar síðan á sögulegri grein. Fjórða greinin á heimsleikunum í ár verður einnig á miðvikudaginn og hún verður sú lengsta í sögu heimsleikanna. Fjórða greinin verður nefnilega maraþonróður en allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, munu keppa á sama tíma í Veterans Memorial Coliseum höllinni í Madison. Það verður örugglega rosalega stemmning í salnum þegar 80 krossfitarar reyna að róa í 42 kílómetra en það má búast við því að það taki þá á bilinu þrjá til fjóra klukkutíma. Í fyrra fóru „aðeins“ fram þrjár greinar á fyrsta degi sem var fimmtudagur en fjórar greinar voru síðan á föstudeginum. Góðu fréttirnar núna eru kannski að fimmtudagurinn verður hvíldardagur og fimmta greinin fer ekki fram fyrr en á föstudagsmorguninn. Það verða síðan þrjár greinar á föstudaginn og því sjö greinar frá miðvikudegi til föstudags alveg eins og í fyrra. Keppendur fengu örugglega smá sjokk við þessar stóru fréttir eins og forráðamenn leikanna grínuðust með þegar þeir birtu mynd af Anníe Mist Þórisdóttur á Twitter-síðu heimsleikanna eins og sjá má hér fyrir neðan..@IcelandAnnieprocessing 42,195 meters of traveling in the same place. #MarathonRowpic.twitter.com/xVKONnJB8n — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 31, 2018 Það er ljóst að fyrsta og fjórða grein miðvikudagsins verða mjög sérhæfðar og krefjandi greinar fyrir keppendur heimsleikanna og um leið greinar sem þau hafa örugglega ekki æft mikið fyrir. Þessi miðvikudagur mun reyna á hópinn. „Ég var búinn að segja ykkur að miðvikudagurinn yrði sá erfiðasti í sögu heimsleikanna í krossfit og ég var ekki að ljúga,“ sagði Dave Castro þegar hann horfði yfir hópinn meðtaka alla þá kílómetra sem bíða þeirra á morgun. Það má sjá alla kynninguna hans Dave Castro hér fyrir neðan. CrossFit Tengdar fréttir Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29 Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30 Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Keppendurnir á heimsleikunum í krossfit fengu hverja tilkynninguna á fætur annarri í gær þegar hæstráðandi heimsleikanna, Dave Castro, var duglegur að hitta á hópinn og segja frá greinunum í komandi í keppni. Fimm Íslendingar keppa í einstaklingskeppni heimsleikanna í ár. Það eru Björgvin Karl Guðmundsson karlamegin og svo þær Anníe Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Oddrún Eik Gylfadóttir kvennamegin. Frederick Aegidius, maður Anníe Mistar, er einnig með. Heimsleikarnir hefjast á morgun miðvikudag en fyrsta greinin verður hjólreiðakeppni sem er nýbreytni því síðustu leikar hafa byrjað á sundi og hlaupi. Svo koma tvær dæmigerðari krossfit-æfingaraðir inn á milli en dagurinn endar síðan á sögulegri grein. Fjórða greinin á heimsleikunum í ár verður einnig á miðvikudaginn og hún verður sú lengsta í sögu heimsleikanna. Fjórða greinin verður nefnilega maraþonróður en allir keppendurnir, 40 karlar og 40 konur, munu keppa á sama tíma í Veterans Memorial Coliseum höllinni í Madison. Það verður örugglega rosalega stemmning í salnum þegar 80 krossfitarar reyna að róa í 42 kílómetra en það má búast við því að það taki þá á bilinu þrjá til fjóra klukkutíma. Í fyrra fóru „aðeins“ fram þrjár greinar á fyrsta degi sem var fimmtudagur en fjórar greinar voru síðan á föstudeginum. Góðu fréttirnar núna eru kannski að fimmtudagurinn verður hvíldardagur og fimmta greinin fer ekki fram fyrr en á föstudagsmorguninn. Það verða síðan þrjár greinar á föstudaginn og því sjö greinar frá miðvikudegi til föstudags alveg eins og í fyrra. Keppendur fengu örugglega smá sjokk við þessar stóru fréttir eins og forráðamenn leikanna grínuðust með þegar þeir birtu mynd af Anníe Mist Þórisdóttur á Twitter-síðu heimsleikanna eins og sjá má hér fyrir neðan..@IcelandAnnieprocessing 42,195 meters of traveling in the same place. #MarathonRowpic.twitter.com/xVKONnJB8n — The CrossFit Games (@CrossFitGames) July 31, 2018 Það er ljóst að fyrsta og fjórða grein miðvikudagsins verða mjög sérhæfðar og krefjandi greinar fyrir keppendur heimsleikanna og um leið greinar sem þau hafa örugglega ekki æft mikið fyrir. Þessi miðvikudagur mun reyna á hópinn. „Ég var búinn að segja ykkur að miðvikudagurinn yrði sá erfiðasti í sögu heimsleikanna í krossfit og ég var ekki að ljúga,“ sagði Dave Castro þegar hann horfði yfir hópinn meðtaka alla þá kílómetra sem bíða þeirra á morgun. Það má sjá alla kynninguna hans Dave Castro hér fyrir neðan.
CrossFit Tengdar fréttir Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29 Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30 Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00 Mest lesið Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Sjá meira
Heimsleikarnir í krossfit í ár byrja á hjólreiðakeppni Dave Castro, hæstráðandi heimsleikanna í krossfit, tilkynnti keppendunum í dag hvernig fyrsta greinin á heimsleikunum í ár muni líta út. 30. júlí 2018 16:29
Katrín Tanja: Stolt af því að vera kona með vöðva Íslenska krossfitstjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir ætlar sér að endurheimta titilinn hraustasta kona heims þegar heimsleikarnir hefjast í Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum í þessarri viku. 30. júlí 2018 10:30
Sara mætir til leiks á heimsleikana í ár með doktor í sálfræði sér við hlið Íslenska krossfitstjarnan Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er mætt til Madison í Wisconsin fylki í Bandaríkjunum þar sem framundan eru heimsleikarnir í krossfit. 30. júlí 2018 09:00
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum