Réttað yfir kosningastjóra Trump Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2018 21:00 Teikning úr réttarsalnum í dag. Manafort er þriðji frá vinstri. Vísir/AP Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hófust í Virginíuríki í dag. Manafort er ákærður fyrir bankasvik og skattalagabrot. Saksóknarar lýstu Manafort sem útsmognum lygara við upphaf réttarhaldanna. Málið er það fyrsta sem rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, leiðir af sér sem komið er til aðalmeðferðar. Ákæran gegn Manafort er í átján liðum en hann gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manafort hefur lýst sig saklausan af ákærunni. Brotin sem hann er sakaður um tengjast ekki meintu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 heldur fjármálaglæpum sem Manafort á að hafa framið í tengslum við störf sín fyrir úkraínsk stjórnvöld. Saksóknarar sögðu kviðdómi sex karla og jafnmargra kvenna að Manafort hefði opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattayfirvöldum. Manafort starfaði sem málafylgjumaður fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj en skráði sig ekki sem slíkur eins og honum bar lögum samkvæmt. Manafort lifði hátt á földum sjóðum sínum. Þannig sögðu saksóknararnir að kosningastjórinn fyrrverandi hafi meðal annars átt strútsjakka að andvirði 15.000 dollara, jafnvirði um einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. Hann hafi spreðað í fín föt og fjárfest í dýrum fasteignum í Bandaríkjunum. Til þess hafi Manafort blekkt bandaríska banka til að fá fasteignalán eftir að Janúkóvitsj var hrakinn frá völdum árið 2014 og greiðslurnar stöðvuðust.Ætla að kenna aðstoðarkosningastjóranum um allt saman Verjendur Manafort kenndu Rick Gates, viðskiptafélaga Manafort og fyrrverandi aðstoðarkosningarstjóra Trump, um glæpina sem hann er sakaður um að hafa framið. Gates hefur þegar játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum.CNN-fréttastöðin segir að verjendurnir ætli sér að halda því fram að Gates hafi dregið að sér milljónir dollara frá Manafort og ljúgi nú til að koma sér undan ákærum. Kölluðu þeir Gates „stjörnuvitni“ ákæruvaldsins. Þá sögðu þeir að það hafi verið úkraínskir auðkýfingar sem hafi viljað að greiðslurnar til Manafort færu í gegnum erlenda reikninga. Saksóknararnir hafa þegar lýst því yfir að þeir muni ekki leggja fram sannanir um samráð á milli framboðs Trump og Rússa við réttarhöldin nú. Annað mál gegn Manafort hefur verið höfðað í Washington-borg en það varðar peningaþvætti, störf hans sem óskráður málafylgjumaður og tilraunir hans til að hafa áhrif á vitni. Manafort hefur einnig lýst yfir sakleysi sínu af þeirri ákæru. Manafort var kosningastjóri Trump í þrjá mánuði. Hann steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá Janúkóvitsj og flokki hans sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Byrjað verður að leiða vitni fyrir dóminn í dag. Á meðal þeirra eru bankastarfsmenn og endurskoðendur. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira
Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hófust í Virginíuríki í dag. Manafort er ákærður fyrir bankasvik og skattalagabrot. Saksóknarar lýstu Manafort sem útsmognum lygara við upphaf réttarhaldanna. Málið er það fyrsta sem rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, leiðir af sér sem komið er til aðalmeðferðar. Ákæran gegn Manafort er í átján liðum en hann gæti átt yfir höfði sér allt að þrjátíu ára fangelsi verði hann fundinn sekur, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manafort hefur lýst sig saklausan af ákærunni. Brotin sem hann er sakaður um tengjast ekki meintu samráði framboðs Trump við Rússa í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 heldur fjármálaglæpum sem Manafort á að hafa framið í tengslum við störf sín fyrir úkraínsk stjórnvöld. Saksóknarar sögðu kviðdómi sex karla og jafnmargra kvenna að Manafort hefði opnað fleiri en þrjátíu bankareikninga í þremur erlendum ríkjum til þess að taka við og fela tugi milljóna dollara sem hann þáði frá úkraínskum stjórnvöldum fyrir bandarískum skattayfirvöldum. Manafort starfaði sem málafylgjumaður fyrir ríkisstjórn Viktors Janúkóvitsj en skráði sig ekki sem slíkur eins og honum bar lögum samkvæmt. Manafort lifði hátt á földum sjóðum sínum. Þannig sögðu saksóknararnir að kosningastjórinn fyrrverandi hafi meðal annars átt strútsjakka að andvirði 15.000 dollara, jafnvirði um einnar og hálfrar milljónar íslenskra króna. Hann hafi spreðað í fín föt og fjárfest í dýrum fasteignum í Bandaríkjunum. Til þess hafi Manafort blekkt bandaríska banka til að fá fasteignalán eftir að Janúkóvitsj var hrakinn frá völdum árið 2014 og greiðslurnar stöðvuðust.Ætla að kenna aðstoðarkosningastjóranum um allt saman Verjendur Manafort kenndu Rick Gates, viðskiptafélaga Manafort og fyrrverandi aðstoðarkosningarstjóra Trump, um glæpina sem hann er sakaður um að hafa framið. Gates hefur þegar játað að hafa logið að alríkislögreglunni og vinnur með saksóknurum.CNN-fréttastöðin segir að verjendurnir ætli sér að halda því fram að Gates hafi dregið að sér milljónir dollara frá Manafort og ljúgi nú til að koma sér undan ákærum. Kölluðu þeir Gates „stjörnuvitni“ ákæruvaldsins. Þá sögðu þeir að það hafi verið úkraínskir auðkýfingar sem hafi viljað að greiðslurnar til Manafort færu í gegnum erlenda reikninga. Saksóknararnir hafa þegar lýst því yfir að þeir muni ekki leggja fram sannanir um samráð á milli framboðs Trump og Rússa við réttarhöldin nú. Annað mál gegn Manafort hefur verið höfðað í Washington-borg en það varðar peningaþvætti, störf hans sem óskráður málafylgjumaður og tilraunir hans til að hafa áhrif á vitni. Manafort hefur einnig lýst yfir sakleysi sínu af þeirri ákæru. Manafort var kosningastjóri Trump í þrjá mánuði. Hann steig til hliðar í ágúst árið 2016 eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá Janúkóvitsj og flokki hans sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Byrjað verður að leiða vitni fyrir dóminn í dag. Á meðal þeirra eru bankastarfsmenn og endurskoðendur.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06 Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26 Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17 Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21 Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Viðkvæmur friður þegar í hættu? Erlent Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Sjá meira
Kosningastjóri Trump fékk milljóna lán frá rússneskum ólígarka Álfursti sem er náinn Pútín Rússlandsforseta virðist hafa lánað fyrirtæki Pauls Manafort og eiginkonu tíu milljónir dollara. 27. júní 2018 23:06
Fyrrverandi kosningastjóri Trumps sendur í fangelsi Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, hefur verið dæmdur til fangelsisvistar þar til réttarhöld yfir honum hefjast. 15. júní 2018 20:26
Nýjum ásökunum bætt við ákæruna gegn Manafort Robert Mueller, sérstakur saksóknari í Bandaríkjunum, hefur bætt við ákæruliðum í ákærunni gegn Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donald Trump 8. júní 2018 22:17
Fyrrverandi kosningastjóri Trump reyndi að hafa áhrif á vitni Vitni sem Paul Manafort hafði samband við segir hann hafa reynt að fá sig til að bera ljúgvitni. 5. júní 2018 07:21