Leituðu ekki álits Persónuverndar á birtingu hluthafalista Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. júlí 2018 06:00 Kauphöllin hefur aðsetur við Laugaveg. Vísir Kauphöllin leitaði ekki álits Persónuverndar áður en ákveðið var að hætta að birta lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum hlutafélögum. Forstjóri Kauphallarinnar segir að breyta þurfi lögum til að taka af allan vafa. Greint var frá ákvörðun Kauphallarinnar í Fréttablaðinu í gær en hún var tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum. Í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ekki hafi borist erindi frá Kauphöll Íslands með beiðni um álit á málinu. Persónuvernd bendir þó á að upplýsingarnar þurfi að falla undir gildissvið laganna og að í því felist að þær þurfi að lúta að hlutabréfaeign einstaklinga en ekki lögaðila.Sjá einnig: Nasdaq hættir að birta hluthafalista Í langflestum tilfellum eiga einstaklingar í skráðum hlutafélögum í gegnum einkahlutafélög og samkvæmt talningu Fréttablaðsins finnst enginn einstaklingur á hluthafalistunum sem félögin sjálf birta á heimasíðu sinni. Þá segir Persónuvernd að fyrrnefnd lagaákvæði séu að mestu leyti sama efnis og ákvæðin í eldri lögunum um persónuvernd. „Hefur stofnuninni ekki borist erindi frá Kauphöll Íslands með beiðni um álit á því hvort forsendur hafi breyst með hinum nýju lögum.“ Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að oft sé einfalt að komast að því hverjir séu á bak við lögaðilann. Þá sé tryggast að breyta lögunum ef ætlunin er að heimila algjöra birtingu á hluthafalistum. „Ég held að það sé ólíklegt að fá nógu víðtækt og afgerandi svar frá Persónuvernd um heimild til birtingar á hluthafalistum. Ef vilji er fyrir hendi er langtryggast að breyta lögum um verðbréfaviðskipti og hlutafélög og heimila birtinguna þannig.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nasdaq hættir að birta hluthafalista Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. 19. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Kauphöllin leitaði ekki álits Persónuverndar áður en ákveðið var að hætta að birta lista yfir tuttugu stærstu hluthafana í skráðum hlutafélögum. Forstjóri Kauphallarinnar segir að breyta þurfi lögum til að taka af allan vafa. Greint var frá ákvörðun Kauphallarinnar í Fréttablaðinu í gær en hún var tekin með hliðsjón af nýjum persónuverndarlögum. Í svari Persónuverndar við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að ekki hafi borist erindi frá Kauphöll Íslands með beiðni um álit á málinu. Persónuvernd bendir þó á að upplýsingarnar þurfi að falla undir gildissvið laganna og að í því felist að þær þurfi að lúta að hlutabréfaeign einstaklinga en ekki lögaðila.Sjá einnig: Nasdaq hættir að birta hluthafalista Í langflestum tilfellum eiga einstaklingar í skráðum hlutafélögum í gegnum einkahlutafélög og samkvæmt talningu Fréttablaðsins finnst enginn einstaklingur á hluthafalistunum sem félögin sjálf birta á heimasíðu sinni. Þá segir Persónuvernd að fyrrnefnd lagaákvæði séu að mestu leyti sama efnis og ákvæðin í eldri lögunum um persónuvernd. „Hefur stofnuninni ekki borist erindi frá Kauphöll Íslands með beiðni um álit á því hvort forsendur hafi breyst með hinum nýju lögum.“ Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, segir í samtali við Fréttablaðið að oft sé einfalt að komast að því hverjir séu á bak við lögaðilann. Þá sé tryggast að breyta lögunum ef ætlunin er að heimila algjöra birtingu á hluthafalistum. „Ég held að það sé ólíklegt að fá nógu víðtækt og afgerandi svar frá Persónuvernd um heimild til birtingar á hluthafalistum. Ef vilji er fyrir hendi er langtryggast að breyta lögum um verðbréfaviðskipti og hlutafélög og heimila birtinguna þannig.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Nasdaq hættir að birta hluthafalista Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. 19. júlí 2018 06:00 Mest lesið Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Atvinnulíf Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Nasdaq hættir að birta hluthafalista Kauphöllin, Nasdaq Iceland, hefur ákveðið að hætta að birta og senda út lista yfir tuttugu stærstu hluthafa í þeim hlutafélögum sem eru með hlutabréf sín í viðskiptum á hlutabréfamarkaði Kauphallarinnar. 19. júlí 2018 06:00