Bað „einræðisherrasleikjuna“ Trump að finna sér öruggara áhugamál Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 10:27 Forsetainngrip Colberts var afar dramatískt. Skjáskot/Youtube Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert lét Donald Trump Bandaríkjaforseta aldeilis finna fyrir því í þætti sínum, The Late Show, í gærkvöldi. Í sérstöku „inngrips“-innslagi biðlaði hann til forsetans að hætta að „sleikja upp einræðisherra“ og finna sér nýtt áhugamál. Trump hefur töluvert verið milli tannanna á fólki eftir fund hans og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki á mánudag. Fyrr í vikunni tóku helstu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna Trump fyrir vegna „mismæla“ forsetans um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og ljóst var að þeir gáfu lítið fyrir útskýringar hans.Sjá einnig: Trump býður Pútín til Washington í haust Colbert hélt uppteknum hætti í gær og ávarpaði forsetann beint í innslagi sem hann kallaði „Presidential Intervention“, eða „forsetainngrip“ upp á íslensku. „Við þörfnumst þess að þú hlustir á ákveðna hluti. Þegar þú ræðst á NATO finnst mér eins og þú ráðist á mig persónulega. Og vinur þinn Vladimir, hann er ekki vinur þinn, ókei?“ sagði Colbert og lauk ræðunni á afar kaldhæðniskotnum orðum. „Þannig að í staðinn fyrir að sleikja upp einræðisherra viljum við að þú finnir þér öruggara áhugamál, eins og eldfjalla-„parkour“. Eða hákarlatannlækningar. Eða heróín.“Innslagið má sjá eitt og sér hér að neðan.What's clear is that Trump cannot stop cozying up to Putin. That's why, today, I'm holding an intervention. #LSSC pic.twitter.com/BL2Ipgo1Pv— The Late Show (@colbertlateshow) July 20, 2018 Einræðu Colbert úr þætti gærkvöldsins má sjá í heild sinni hér að neðan. Forsetainngripið hefst á mínútu 10:10. Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Miðluðu brjóstnálar Bretadrottningar leynilegum skilaboðum til Trumps? Athygli netverja hefur nú beinst að nælum Bretadrottningar, sem hún heldur mjög upp á og skartar við nær öll tilefni, og skilaboðunum sem þær gætu átt að miðla til forsetans. 19. júlí 2018 10:38 Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00 Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Lífið Fleiri fréttir Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Sjá meira
Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert lét Donald Trump Bandaríkjaforseta aldeilis finna fyrir því í þætti sínum, The Late Show, í gærkvöldi. Í sérstöku „inngrips“-innslagi biðlaði hann til forsetans að hætta að „sleikja upp einræðisherra“ og finna sér nýtt áhugamál. Trump hefur töluvert verið milli tannanna á fólki eftir fund hans og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki á mánudag. Fyrr í vikunni tóku helstu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna Trump fyrir vegna „mismæla“ forsetans um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og ljóst var að þeir gáfu lítið fyrir útskýringar hans.Sjá einnig: Trump býður Pútín til Washington í haust Colbert hélt uppteknum hætti í gær og ávarpaði forsetann beint í innslagi sem hann kallaði „Presidential Intervention“, eða „forsetainngrip“ upp á íslensku. „Við þörfnumst þess að þú hlustir á ákveðna hluti. Þegar þú ræðst á NATO finnst mér eins og þú ráðist á mig persónulega. Og vinur þinn Vladimir, hann er ekki vinur þinn, ókei?“ sagði Colbert og lauk ræðunni á afar kaldhæðniskotnum orðum. „Þannig að í staðinn fyrir að sleikja upp einræðisherra viljum við að þú finnir þér öruggara áhugamál, eins og eldfjalla-„parkour“. Eða hákarlatannlækningar. Eða heróín.“Innslagið má sjá eitt og sér hér að neðan.What's clear is that Trump cannot stop cozying up to Putin. That's why, today, I'm holding an intervention. #LSSC pic.twitter.com/BL2Ipgo1Pv— The Late Show (@colbertlateshow) July 20, 2018 Einræðu Colbert úr þætti gærkvöldsins má sjá í heild sinni hér að neðan. Forsetainngripið hefst á mínútu 10:10.
Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Miðluðu brjóstnálar Bretadrottningar leynilegum skilaboðum til Trumps? Athygli netverja hefur nú beinst að nælum Bretadrottningar, sem hún heldur mjög upp á og skartar við nær öll tilefni, og skilaboðunum sem þær gætu átt að miðla til forsetans. 19. júlí 2018 10:38 Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00 Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00 Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Lífið Fleiri fréttir Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Sjá meira
Miðluðu brjóstnálar Bretadrottningar leynilegum skilaboðum til Trumps? Athygli netverja hefur nú beinst að nælum Bretadrottningar, sem hún heldur mjög upp á og skartar við nær öll tilefni, og skilaboðunum sem þær gætu átt að miðla til forsetans. 19. júlí 2018 10:38
Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00
Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00