Bað „einræðisherrasleikjuna“ Trump að finna sér öruggara áhugamál Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2018 10:27 Forsetainngrip Colberts var afar dramatískt. Skjáskot/Youtube Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert lét Donald Trump Bandaríkjaforseta aldeilis finna fyrir því í þætti sínum, The Late Show, í gærkvöldi. Í sérstöku „inngrips“-innslagi biðlaði hann til forsetans að hætta að „sleikja upp einræðisherra“ og finna sér nýtt áhugamál. Trump hefur töluvert verið milli tannanna á fólki eftir fund hans og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki á mánudag. Fyrr í vikunni tóku helstu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna Trump fyrir vegna „mismæla“ forsetans um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og ljóst var að þeir gáfu lítið fyrir útskýringar hans.Sjá einnig: Trump býður Pútín til Washington í haust Colbert hélt uppteknum hætti í gær og ávarpaði forsetann beint í innslagi sem hann kallaði „Presidential Intervention“, eða „forsetainngrip“ upp á íslensku. „Við þörfnumst þess að þú hlustir á ákveðna hluti. Þegar þú ræðst á NATO finnst mér eins og þú ráðist á mig persónulega. Og vinur þinn Vladimir, hann er ekki vinur þinn, ókei?“ sagði Colbert og lauk ræðunni á afar kaldhæðniskotnum orðum. „Þannig að í staðinn fyrir að sleikja upp einræðisherra viljum við að þú finnir þér öruggara áhugamál, eins og eldfjalla-„parkour“. Eða hákarlatannlækningar. Eða heróín.“Innslagið má sjá eitt og sér hér að neðan.What's clear is that Trump cannot stop cozying up to Putin. That's why, today, I'm holding an intervention. #LSSC pic.twitter.com/BL2Ipgo1Pv— The Late Show (@colbertlateshow) July 20, 2018 Einræðu Colbert úr þætti gærkvöldsins má sjá í heild sinni hér að neðan. Forsetainngripið hefst á mínútu 10:10. Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Miðluðu brjóstnálar Bretadrottningar leynilegum skilaboðum til Trumps? Athygli netverja hefur nú beinst að nælum Bretadrottningar, sem hún heldur mjög upp á og skartar við nær öll tilefni, og skilaboðunum sem þær gætu átt að miðla til forsetans. 19. júlí 2018 10:38 Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00 Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Spjallþáttastjórnandinn Stephen Colbert lét Donald Trump Bandaríkjaforseta aldeilis finna fyrir því í þætti sínum, The Late Show, í gærkvöldi. Í sérstöku „inngrips“-innslagi biðlaði hann til forsetans að hætta að „sleikja upp einræðisherra“ og finna sér nýtt áhugamál. Trump hefur töluvert verið milli tannanna á fólki eftir fund hans og Vladimir Pútín, forseta Rússlands, í Helsinki á mánudag. Fyrr í vikunni tóku helstu spjallþáttastjórnendur Bandaríkjanna Trump fyrir vegna „mismæla“ forsetans um afskipti Rússa af kosningum í Bandaríkjunum og ljóst var að þeir gáfu lítið fyrir útskýringar hans.Sjá einnig: Trump býður Pútín til Washington í haust Colbert hélt uppteknum hætti í gær og ávarpaði forsetann beint í innslagi sem hann kallaði „Presidential Intervention“, eða „forsetainngrip“ upp á íslensku. „Við þörfnumst þess að þú hlustir á ákveðna hluti. Þegar þú ræðst á NATO finnst mér eins og þú ráðist á mig persónulega. Og vinur þinn Vladimir, hann er ekki vinur þinn, ókei?“ sagði Colbert og lauk ræðunni á afar kaldhæðniskotnum orðum. „Þannig að í staðinn fyrir að sleikja upp einræðisherra viljum við að þú finnir þér öruggara áhugamál, eins og eldfjalla-„parkour“. Eða hákarlatannlækningar. Eða heróín.“Innslagið má sjá eitt og sér hér að neðan.What's clear is that Trump cannot stop cozying up to Putin. That's why, today, I'm holding an intervention. #LSSC pic.twitter.com/BL2Ipgo1Pv— The Late Show (@colbertlateshow) July 20, 2018 Einræðu Colbert úr þætti gærkvöldsins má sjá í heild sinni hér að neðan. Forsetainngripið hefst á mínútu 10:10.
Bíó og sjónvarp Donald Trump Tengdar fréttir Miðluðu brjóstnálar Bretadrottningar leynilegum skilaboðum til Trumps? Athygli netverja hefur nú beinst að nælum Bretadrottningar, sem hún heldur mjög upp á og skartar við nær öll tilefni, og skilaboðunum sem þær gætu átt að miðla til forsetans. 19. júlí 2018 10:38 Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00 Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00 Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Miðluðu brjóstnálar Bretadrottningar leynilegum skilaboðum til Trumps? Athygli netverja hefur nú beinst að nælum Bretadrottningar, sem hún heldur mjög upp á og skartar við nær öll tilefni, og skilaboðunum sem þær gætu átt að miðla til forsetans. 19. júlí 2018 10:38
Hakka útskýringar Trump um mismæli í sig Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa mismælt sig á blaðamannafundi hans með Vladimir Pútín, forseta Rússlands á mánudaginn. 18. júlí 2018 14:00
Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00