Sú skömm mun lifa með yður lengi er þér reynduð að knésetja ljósmæður Þorleifur Kr. Níelsson skrifar 20. júlí 2018 12:11 Ákall frá fjölskyldu ljósmóðurUndirritaður er eiginmaður ljósmóður. Þessi pistill er ákall frá fjölskyldu ljósmóður. Við höfum ekki heyrt mikið frá fólkinu sem stendur á bakvið ljósmæður en það er ljóst að þetta er hópur sem hefur áhyggjur og fylgist náið með og vonar að kjaradeila ljósmæðra við ríkið leysist hið snarasta. Þann 19. júlí sl. sagði kona undirritaðs upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna óánægju með starfskjör og það hversu illa gengur að semja um kaup og kjör við ríkisvaldið. Vegna skorts á sérfræðistöðum á landsbyggðinni, hafa ljósmæður hingað til, veigrað sér við að segja þar upp störfum. Nú er hins vegar svo komið í þessari ömurlegu deilu, að einnig þær sjá ekki annan kost í stöðunni, en að segja upp störfum. Þær láta ekki bjóða sér þessa lítilsvirðingu lengur og ekki er ólíklegt að uppsögnum fjölgi á næstunni úti á landi.Kjarabarátta ljósmæðra orðin að margslungnu máli Segja má að ljósmæður og ríkið séu í viðskiptastríði. Eins og fram hefur komið undanfarið vinnur enginn slíkt stríð. Allir tapa á endanum. Það er það sem er að gerast í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Allir eru að tapa. Samninganefnd ríkisins hefur dregið ljósmæður á asnaeyrum í 10 mánuði. Þessu samningaferli verður eflaust gert skil síðar og það verður forvitnilegt. Hafa ber í huga að hroki, fyrirlitning og fordómar hafa aldrei leitt til góðrar niðurstöðu. Undirritaður hefur dáðst að ljósmæðrum og samstöðu þeirra. Nú þegar deilan virðist vera í rembihnút þá standa ljósmæður saman allar sem ein með formann kjaranefndar þeirra í fararbroddi. Samningatækni samninganefndar ríkisins er að lenda á þéttum ljósmæðravegg sem ekki brotnar svo létt. Ljósmæður virðast styrkjast við hverja raun. Kjaraviðræður ljósmæðra við ríkið, eru að mati undirritaðs, orðnar að mjög langvinnu, margslungnu og pólitísku máli sem snýst um svo miklu meira en kaup og kjör. Þetta mál snýst orðið um það hvaða gildi íslenskt þjóðfélag vill hafa í sínu samfélagi, hvernig viljum við meta mikilvægi starfa og menntunar. Þetta er orðið að kynja- og jafnréttismáli og ekki síst miklu réttlætismáli. Ljósmæður sem ennþá eiga inni ógreidd laun fyrir unna vinnu í verkfalli sínu árið 2015, þrátt fyrir að hafa unnið dómsmál um óréttmæti þess, eru eðlilega reiðar. Nú er beðið dóms Hæstaréttar. Þetta sár er ennþá galopið innan ljósmæðrastéttarinnar.Dæmisaga frá Akureyri Árið 2008 bjuggum við hjónin í Reykjavík og áttum von á okkar fyrsta barni. Við fluttum til Akureyrar um vorið til að vera nær okkar sterkasta stuðningsneti. Þegar við fluttum norður þá datt okkur ekki annað í hug en að konan fengi vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri eða í það minnsta sem hjúkrunarfræðingur að loknu fæðingarorlofi. Um haustið varð fjármálahrunið og þegar til kom var enga vinnu að fá við hæfi á Akureyri. Niðurskurður og ráðningarbönn blöstu við. Konan minnkaði starfshutfall sitt sem ljósmóðir í Reyjavík og flaug suður, á eigin kostnað, þriðju hverju helgi í langar vinnutarnir. Tíminn leið, réttar sagt átta ár. Árið 2016 fékk konan loksins 70% vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Nú var hátíð í bæ, starfsöryggi var tryggt og hún komin með starf norðan heiða í samræmi við menntun. Síðan gerist það að ljósmæður fara í réttmæta kjarabaráttu en ekkert semst við ríkið. Konan fékk að lokum nóg og sagði upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Akureyri, vinnu sem hún ann mjög mikið og beið eftir í átta ár. Þvílíkt og annað eins! Sem eiginmaður ljósmóður þá finnst undirrituðum þetta forkastanleg staða. Stjórnvöld eru að neyða ljósmæður til að segja upp til að þrýsta á réttmæta kjaraleiðréttingu. Að baki hverri ljósmóður sem segir upp er fjölskylda. Þessar fjölskyldur lifa nú í mikilli óvissu um það hvað framtíðin beri í skauti sér. Þetta er óboðleg staða og algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.Vaknið ríkisstjórn vaknið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, þetta er að gerast á þinni vakt! Þú hefur endanlegt vald í þessu máli eins og staðan er í dag. Allt tal um annað er marklaust. Hvað hefur breyst hjá ykkur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra? Hvar eru þau gildi og sú stefna sem þið þykist standa fyrir? Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ríkisstjórn þessa lands ætti að fara semja við ljósmæður. Það er spá undirritaðs að líf ríkisstjórnarinnar geti orðið styttra en stefnt var að ef hún fer ekki að hafa forgangsröðun sína í takt við vilja þjóðarinnar. Það er nefnilega þannig að þjóðin stendur með ljósmæðrum og þið starfið í umboði þjóðarinnar. Þorleifur Kr. Níelsson eiginmaður ljósmóður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ákall frá fjölskyldu ljósmóðurUndirritaður er eiginmaður ljósmóður. Þessi pistill er ákall frá fjölskyldu ljósmóður. Við höfum ekki heyrt mikið frá fólkinu sem stendur á bakvið ljósmæður en það er ljóst að þetta er hópur sem hefur áhyggjur og fylgist náið með og vonar að kjaradeila ljósmæðra við ríkið leysist hið snarasta. Þann 19. júlí sl. sagði kona undirritaðs upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna óánægju með starfskjör og það hversu illa gengur að semja um kaup og kjör við ríkisvaldið. Vegna skorts á sérfræðistöðum á landsbyggðinni, hafa ljósmæður hingað til, veigrað sér við að segja þar upp störfum. Nú er hins vegar svo komið í þessari ömurlegu deilu, að einnig þær sjá ekki annan kost í stöðunni, en að segja upp störfum. Þær láta ekki bjóða sér þessa lítilsvirðingu lengur og ekki er ólíklegt að uppsögnum fjölgi á næstunni úti á landi.Kjarabarátta ljósmæðra orðin að margslungnu máli Segja má að ljósmæður og ríkið séu í viðskiptastríði. Eins og fram hefur komið undanfarið vinnur enginn slíkt stríð. Allir tapa á endanum. Það er það sem er að gerast í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins. Allir eru að tapa. Samninganefnd ríkisins hefur dregið ljósmæður á asnaeyrum í 10 mánuði. Þessu samningaferli verður eflaust gert skil síðar og það verður forvitnilegt. Hafa ber í huga að hroki, fyrirlitning og fordómar hafa aldrei leitt til góðrar niðurstöðu. Undirritaður hefur dáðst að ljósmæðrum og samstöðu þeirra. Nú þegar deilan virðist vera í rembihnút þá standa ljósmæður saman allar sem ein með formann kjaranefndar þeirra í fararbroddi. Samningatækni samninganefndar ríkisins er að lenda á þéttum ljósmæðravegg sem ekki brotnar svo létt. Ljósmæður virðast styrkjast við hverja raun. Kjaraviðræður ljósmæðra við ríkið, eru að mati undirritaðs, orðnar að mjög langvinnu, margslungnu og pólitísku máli sem snýst um svo miklu meira en kaup og kjör. Þetta mál snýst orðið um það hvaða gildi íslenskt þjóðfélag vill hafa í sínu samfélagi, hvernig viljum við meta mikilvægi starfa og menntunar. Þetta er orðið að kynja- og jafnréttismáli og ekki síst miklu réttlætismáli. Ljósmæður sem ennþá eiga inni ógreidd laun fyrir unna vinnu í verkfalli sínu árið 2015, þrátt fyrir að hafa unnið dómsmál um óréttmæti þess, eru eðlilega reiðar. Nú er beðið dóms Hæstaréttar. Þetta sár er ennþá galopið innan ljósmæðrastéttarinnar.Dæmisaga frá Akureyri Árið 2008 bjuggum við hjónin í Reykjavík og áttum von á okkar fyrsta barni. Við fluttum til Akureyrar um vorið til að vera nær okkar sterkasta stuðningsneti. Þegar við fluttum norður þá datt okkur ekki annað í hug en að konan fengi vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri eða í það minnsta sem hjúkrunarfræðingur að loknu fæðingarorlofi. Um haustið varð fjármálahrunið og þegar til kom var enga vinnu að fá við hæfi á Akureyri. Niðurskurður og ráðningarbönn blöstu við. Konan minnkaði starfshutfall sitt sem ljósmóðir í Reyjavík og flaug suður, á eigin kostnað, þriðju hverju helgi í langar vinnutarnir. Tíminn leið, réttar sagt átta ár. Árið 2016 fékk konan loksins 70% vinnu sem ljósmóðir á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Nú var hátíð í bæ, starfsöryggi var tryggt og hún komin með starf norðan heiða í samræmi við menntun. Síðan gerist það að ljósmæður fara í réttmæta kjarabaráttu en ekkert semst við ríkið. Konan fékk að lokum nóg og sagði upp vinnu sinni sem ljósmóðir á Akureyri, vinnu sem hún ann mjög mikið og beið eftir í átta ár. Þvílíkt og annað eins! Sem eiginmaður ljósmóður þá finnst undirrituðum þetta forkastanleg staða. Stjórnvöld eru að neyða ljósmæður til að segja upp til að þrýsta á réttmæta kjaraleiðréttingu. Að baki hverri ljósmóður sem segir upp er fjölskylda. Þessar fjölskyldur lifa nú í mikilli óvissu um það hvað framtíðin beri í skauti sér. Þetta er óboðleg staða og algjörlega á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.Vaknið ríkisstjórn vaknið Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, þetta er að gerast á þinni vakt! Þú hefur endanlegt vald í þessu máli eins og staðan er í dag. Allt tal um annað er marklaust. Hvað hefur breyst hjá ykkur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra? Hvar eru þau gildi og sú stefna sem þið þykist standa fyrir? Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi. Ríkisstjórn þessa lands ætti að fara semja við ljósmæður. Það er spá undirritaðs að líf ríkisstjórnarinnar geti orðið styttra en stefnt var að ef hún fer ekki að hafa forgangsröðun sína í takt við vilja þjóðarinnar. Það er nefnilega þannig að þjóðin stendur með ljósmæðrum og þið starfið í umboði þjóðarinnar. Þorleifur Kr. Níelsson eiginmaður ljósmóður
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar