„Það var framið á mér verkfallsbrot“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 19:00 Ljósmóðir á Landspítalanum segir að framið hafi verið verkfallsbrot á sér á fyrsta degi yfirvinnubanns. Hún segir að ef ekki verði samið strax muni uppsögnum ljósmæðra fjölga til muna. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist enn í hnút eftir að fundi lauk í gær án árangurs. Ljósmæður höfnuðu tillögu ríkissáttasemjara um að koma með sáttatillögu í deilunni og formaður samninganefndar ljósmæðra segir ljósmæður neyddar til yfirvinnu. Fjóla Guðmundsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, er ein þeirra sem kölluð var til vinnu eftir að yfirvinnubannið, sem nú hefur staðið í þrjá daga, tók gildi. „Það var framið á mér verkfallsbrot. Það var hringt í mig að kvöldi þegar yfirvinnubannið byrjaði. Ég er í lítilli hlutavinnuprósentu og samkvæmt 19. og 20. Grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna þá gildir það að starfsmaðurinn vinni ekki nema 20 prósent af sinni yfirvinnu og það er ekki hægt að skilda hann til að vinna meira. Ég var skilduð til að vinna 40 prósent gegn mínum vilja. Ég er ekki sátt við það,” segir hún. Fjóla segir það skrítið að ráðamenn og yfirmenn spítalans hafi ekki þessa hluti á hreinu og andrúmsloftið á spítalanum slæmt og þyngist dag frá degi. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum í gær stöðuna alvarlega og umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru. Samkvæmt Fjólu hafa fleiri ljósmæður sagt upp störfum og aðrar sem íhuga það. Fjóla hefur starfað sem ljósmóðir í að verða 40 ár. „Ég er í þeirri stöðu í dag að ég er að verða það gömul að ég get hætt þegar ég vil. En ég vildi ekki hætta á svona leiðinlegum tíma. Ég ætla að hætta þegar mér hentar. En ef að ástandið heldur svona áfram, þá mun ég íhuga það að segja upp,” segir hún að lokum. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Ljósmóðir á Landspítalanum segir að framið hafi verið verkfallsbrot á sér á fyrsta degi yfirvinnubanns. Hún segir að ef ekki verði samið strax muni uppsögnum ljósmæðra fjölga til muna. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins virðist enn í hnút eftir að fundi lauk í gær án árangurs. Ljósmæður höfnuðu tillögu ríkissáttasemjara um að koma með sáttatillögu í deilunni og formaður samninganefndar ljósmæðra segir ljósmæður neyddar til yfirvinnu. Fjóla Guðmundsdóttir, ljósmóðir á Landspítalanum, er ein þeirra sem kölluð var til vinnu eftir að yfirvinnubannið, sem nú hefur staðið í þrjá daga, tók gildi. „Það var framið á mér verkfallsbrot. Það var hringt í mig að kvöldi þegar yfirvinnubannið byrjaði. Ég er í lítilli hlutavinnuprósentu og samkvæmt 19. og 20. Grein laga um kjarasamninga opinberra starfsmanna þá gildir það að starfsmaðurinn vinni ekki nema 20 prósent af sinni yfirvinnu og það er ekki hægt að skilda hann til að vinna meira. Ég var skilduð til að vinna 40 prósent gegn mínum vilja. Ég er ekki sátt við það,” segir hún. Fjóla segir það skrítið að ráðamenn og yfirmenn spítalans hafi ekki þessa hluti á hreinu og andrúmsloftið á spítalanum slæmt og þyngist dag frá degi. Heilbrigðisráðherra sagði í fréttum í gær stöðuna alvarlega og umhugsunarefni að ljósmæður hafni hverju lausnarúrræðinu á fætur öðru. Samkvæmt Fjólu hafa fleiri ljósmæður sagt upp störfum og aðrar sem íhuga það. Fjóla hefur starfað sem ljósmóðir í að verða 40 ár. „Ég er í þeirri stöðu í dag að ég er að verða það gömul að ég get hætt þegar ég vil. En ég vildi ekki hætta á svona leiðinlegum tíma. Ég ætla að hætta þegar mér hentar. En ef að ástandið heldur svona áfram, þá mun ég íhuga það að segja upp,” segir hún að lokum.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira