Stillt til friðar á Gasa Samúel Karl Ólason skrifar 20. júlí 2018 21:15 Frá mótmælum við landamæri Ísrael og Palestínu í dag. Vísir/EPA Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé á Gasaströndinni, samkvæmt talsmanni Hamas. Hann segir Egypta og Sameinuðu þjóðirnar hafa komið að það því að stilla til friðar eftir að ísraelskur hermaður var skotinn til bana af leyniskyttu. Ísraelsher svaraði með fjölda árása. Reuters ræddi við íbúa sem segja allt vera með kyrrum kjörum á Gasa. Ísraelsher hefur gert loftárásir á minnst 60 skotmörk á Gasa í kjölfarið og fellt minnst fjóra Palestínumenn. Þrír þeirra eru sagðir vera Hamas-liðar og sá fjórði mun vera almennur borgari og var hann skotinn á mótmælum við landamærin. 120 Palestínumenn eru sagðir vera særðir. Þá hefur eldflaugum verið skotið að Ísrael og voru minnst tvær skotnar niður. Vitað er að ein til viðbótar lenti á akri og hefur engan sakað. Nickolay Mladenov, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna varðandi Miðausturlönd, hvatti báðar fylkingar í dag til þess að „stíga frá brúninni“, eins og hann orðaði það. Ekki mætti koma til annars stríðs á milli IDF og Hamas.Áðurnefndur hermaður er fyrsti Ísraelsmaðurinn til að falla frá 30. mars þegar umfangsmikil mótmæli hófust við landamæri Palestínu og Ísrael. Síðan þá hafa minnst 149 Palestínumenn fallið, þar af voru flestir skotnir til bana á meðan á mótmælum stóð. Í síðustu viku sagði Ísraelsher að umfangsmiklar loftárásir hefðu verið gerðar á Gasa og það hafi verið viðbrögð við rúmlega 200 eldflauga- og sprengjuvörpuskotum að Ísrael. Þar að auki hafa Palestínumenn verið að senda loftdreka, hlaðna eldfimum efnum, yfir landamærin. Heilu akrarnir hafa orðið eldi að bráð.Uppfært 23:30 með tilliti til vopnahlésins. Recap of tonight's events pic.twitter.com/HsbtHHqq2G— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 The IDF struck 60 sites in 3 Hamas battalion compounds. The targets included weapon manufacturing sites, a shaft to a tunnel network, a factory used for underground infrastructure manufacturing, a UAV warehouse, military operations room, training facilities, and observation posts pic.twitter.com/uTCxAyg2By— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 IDF fighter jets continue to strike military targets throughout the Gaza Strip. The IDF recently completed an additional strike on 25 military targets located in a Hamas battalion headquarter in Khan Yunis in the southern Gaza Strip pic.twitter.com/jcQL21fgKQ— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira
Ísrael og Hamas hafa samið um vopnahlé á Gasaströndinni, samkvæmt talsmanni Hamas. Hann segir Egypta og Sameinuðu þjóðirnar hafa komið að það því að stilla til friðar eftir að ísraelskur hermaður var skotinn til bana af leyniskyttu. Ísraelsher svaraði með fjölda árása. Reuters ræddi við íbúa sem segja allt vera með kyrrum kjörum á Gasa. Ísraelsher hefur gert loftárásir á minnst 60 skotmörk á Gasa í kjölfarið og fellt minnst fjóra Palestínumenn. Þrír þeirra eru sagðir vera Hamas-liðar og sá fjórði mun vera almennur borgari og var hann skotinn á mótmælum við landamærin. 120 Palestínumenn eru sagðir vera særðir. Þá hefur eldflaugum verið skotið að Ísrael og voru minnst tvær skotnar niður. Vitað er að ein til viðbótar lenti á akri og hefur engan sakað. Nickolay Mladenov, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna varðandi Miðausturlönd, hvatti báðar fylkingar í dag til þess að „stíga frá brúninni“, eins og hann orðaði það. Ekki mætti koma til annars stríðs á milli IDF og Hamas.Áðurnefndur hermaður er fyrsti Ísraelsmaðurinn til að falla frá 30. mars þegar umfangsmikil mótmæli hófust við landamæri Palestínu og Ísrael. Síðan þá hafa minnst 149 Palestínumenn fallið, þar af voru flestir skotnir til bana á meðan á mótmælum stóð. Í síðustu viku sagði Ísraelsher að umfangsmiklar loftárásir hefðu verið gerðar á Gasa og það hafi verið viðbrögð við rúmlega 200 eldflauga- og sprengjuvörpuskotum að Ísrael. Þar að auki hafa Palestínumenn verið að senda loftdreka, hlaðna eldfimum efnum, yfir landamærin. Heilu akrarnir hafa orðið eldi að bráð.Uppfært 23:30 með tilliti til vopnahlésins. Recap of tonight's events pic.twitter.com/HsbtHHqq2G— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 The IDF struck 60 sites in 3 Hamas battalion compounds. The targets included weapon manufacturing sites, a shaft to a tunnel network, a factory used for underground infrastructure manufacturing, a UAV warehouse, military operations room, training facilities, and observation posts pic.twitter.com/uTCxAyg2By— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018 IDF fighter jets continue to strike military targets throughout the Gaza Strip. The IDF recently completed an additional strike on 25 military targets located in a Hamas battalion headquarter in Khan Yunis in the southern Gaza Strip pic.twitter.com/jcQL21fgKQ— IDF (@IDFSpokesperson) July 20, 2018
Mið-Austurlönd Palestína Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Sjá meira