Trump íhugar að afturkalla öryggisheimildir háttsettra gagnrýnenda sinna Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júlí 2018 23:30 Donald Trump Bandaríkjaforseti. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú að afturkalla öryggisheimildir sex fyrrverandi háttsettra embættismanna, þ. á m. öryggisheimildir John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Sarah Huckabee-Sanders, talskona Hvíta hússins, greindi frá mögulegum fyrirætlunum forsetans á blaðamannafundi í dag. Til viðbótar við Brennan og Comey eiga fjögur til viðbótar á hættu að missa öryggisheimildir sínar en það eru þau James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, Andrew McGabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI, Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi og Michael Hayden, fyrrverandi yfirmaður CIA.Sjá einnig: Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa gagnrýnt ríkisstjórn Trumps og sagði Sanders óánægju forsetans vegna þeirrar gagnrýni ástæðu fyrir vangaveltum hans nú. Hún sagði sexmenningana hafa nýtt sér stöðu sína sem embættismenn til að leggja „tilhæfulausar ásakanir“ á hendur Bandaríkjaforseta, einkum um Rússarannsókn Roberts Muellers.Haft var eftir James Clapper og John Brennan í nóvember í fyrra að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri að spila með Trump.Vísir/GETTYÞá gat Sanders ekki sagt til um það hvenær Trump myndi taka ákvörðun um öryggisheimildir áðurefndra embættismanna. Bent hefur verið á að öryggisheimildir tveggja þeirra, Comey og McGabe, hafi nú þegar verið afturkallaðar. Trump rak þann fyrrnefnda með miklum látum í maí í fyrra og sá síðarnefndi hætti óvænt í janúar síðastliðnum. Þegar æðstu embættismenn á borð við þá sem hér hafa verið nefndir láta af störfum er þeim venjulega veitt áfram öryggisheimild, einkum til þess að eftirmenn þeirra í embætti geti ráðfært sig við þá um ýmis málefni tengdum starfinu. Trump væri því að feta afar ótroðnar slóðir, láti hann verða af því að afturkalla öryggisheimildirnar. CNN hafði eftir Clapper strax eftir fundinn í dag að honum þætti vangaveltur forsetans „smásálarlegar“. Hayden sagði hins vegar að ákvörðun Trumps um afturköllun öryggisheimildar hefði afskaplega lítil áhrif á sig ef til hennar kæmi. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Óljóst svar forsetans vakti upp spurningar. 18. júlí 2018 21:56 Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti íhugar nú að afturkalla öryggisheimildir sex fyrrverandi háttsettra embættismanna, þ. á m. öryggisheimildir John Brennan, fyrrverandi yfirmanns bandarísku leyniþjónustunnar CIA, og James Comey, fyrrverandi forstjóra bandarísku alríkislögreglunnar FBI. Sarah Huckabee-Sanders, talskona Hvíta hússins, greindi frá mögulegum fyrirætlunum forsetans á blaðamannafundi í dag. Til viðbótar við Brennan og Comey eiga fjögur til viðbótar á hættu að missa öryggisheimildir sínar en það eru þau James Clapper, fyrrverandi yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum, Andrew McGabe, fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI, Susan Rice, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi og Michael Hayden, fyrrverandi yfirmaður CIA.Sjá einnig: Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa gagnrýnt ríkisstjórn Trumps og sagði Sanders óánægju forsetans vegna þeirrar gagnrýni ástæðu fyrir vangaveltum hans nú. Hún sagði sexmenningana hafa nýtt sér stöðu sína sem embættismenn til að leggja „tilhæfulausar ásakanir“ á hendur Bandaríkjaforseta, einkum um Rússarannsókn Roberts Muellers.Haft var eftir James Clapper og John Brennan í nóvember í fyrra að Vladímír Pútín, forseti Rússlands, væri að spila með Trump.Vísir/GETTYÞá gat Sanders ekki sagt til um það hvenær Trump myndi taka ákvörðun um öryggisheimildir áðurefndra embættismanna. Bent hefur verið á að öryggisheimildir tveggja þeirra, Comey og McGabe, hafi nú þegar verið afturkallaðar. Trump rak þann fyrrnefnda með miklum látum í maí í fyrra og sá síðarnefndi hætti óvænt í janúar síðastliðnum. Þegar æðstu embættismenn á borð við þá sem hér hafa verið nefndir láta af störfum er þeim venjulega veitt áfram öryggisheimild, einkum til þess að eftirmenn þeirra í embætti geti ráðfært sig við þá um ýmis málefni tengdum starfinu. Trump væri því að feta afar ótroðnar slóðir, láti hann verða af því að afturkalla öryggisheimildirnar. CNN hafði eftir Clapper strax eftir fundinn í dag að honum þætti vangaveltur forsetans „smásálarlegar“. Hayden sagði hins vegar að ákvörðun Trumps um afturköllun öryggisheimildar hefði afskaplega lítil áhrif á sig ef til hennar kæmi.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58 Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Óljóst svar forsetans vakti upp spurningar. 18. júlí 2018 21:56 Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sjá meira
Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. 22. júlí 2018 17:58
Hvíta húsið ítrekar að Trump trúi því að ógn stafi enn af Rússum Óljóst svar forsetans vakti upp spurningar. 18. júlí 2018 21:56
Trump býður Pútín til Washington í haust Samþykki Pútín boðið yrði það í fyrsta sinn sem hann færi til Bandaríkjanna í mörg ár. 19. júlí 2018 21:00